Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. september 2023 14:14 Systir Magnúsar biðlar nú til almennings um aðstoð. Ekkert hefur heyrst til hans í tæpa viku en hann fór til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar. Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar í tæpa viku. Magnús flaug til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar frá Spáni og átti að fljúga heim síðasta sunnudag, 10. september. Frá þeim degi hefur ekkert spurst til hans að sögn systur hans, Rannveigar Karlsdóttur, en þá átti hann flug heim í gegnum Frankfurt. Lögreglunni á Íslandi, Dóminíska lýðveldinu, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismanni Íslands í Dóminíska lýðveldinu hefur öllum verið tilkynnt um hvarf hans. Rannveig segir, í samtali við fréttastofu, Magnús hafa rætt við bæði foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi sína áður en hann fór í flug en ekkert hafi svo heyrst til hans. Fjölskyldan hefur rætt við ræðismann Íslands á staðnum sem hafi komist að því að hann tók leigubíl rétt áður en hann átti flug heim. „Við sveiflumst á milli þess að vera dofin og skelfingu lostin og áhyggjufull. En svo vonar maður stundum að maður fái skilaboð þar sem hann segir manni að hætta þessari vitleysu. Svo maður geti orðið brjálaður af reiði við hann.“ Engin hreyfin á samfélagsmiðlum eða bankareikningi Rannveig biðlar nú til almennings um aðstoð í færslu á Facebook-síðu sinni. „ Ef einhver þekkir til í Dóminíska lýðveldinu eða þekkir fólk sem býr þar, gætum við þegið hjálp.“ Hún segir að enginn hafi frá 10. september náð sambandi við símann hans, engin hreyfing sé á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. „Þannig að ef einhver þekkir til þarna úti og telur sig geta aðstoðað, þá þiggjum við alla hjálp fegins hendi enda farin að óttast mjög um afdrif hans.“ Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeim, sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Magnúsar, er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313. Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar í tæpa viku. Magnús flaug til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar frá Spáni og átti að fljúga heim síðasta sunnudag, 10. september. Frá þeim degi hefur ekkert spurst til hans að sögn systur hans, Rannveigar Karlsdóttur, en þá átti hann flug heim í gegnum Frankfurt. Lögreglunni á Íslandi, Dóminíska lýðveldinu, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismanni Íslands í Dóminíska lýðveldinu hefur öllum verið tilkynnt um hvarf hans. Rannveig segir, í samtali við fréttastofu, Magnús hafa rætt við bæði foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi sína áður en hann fór í flug en ekkert hafi svo heyrst til hans. Fjölskyldan hefur rætt við ræðismann Íslands á staðnum sem hafi komist að því að hann tók leigubíl rétt áður en hann átti flug heim. „Við sveiflumst á milli þess að vera dofin og skelfingu lostin og áhyggjufull. En svo vonar maður stundum að maður fái skilaboð þar sem hann segir manni að hætta þessari vitleysu. Svo maður geti orðið brjálaður af reiði við hann.“ Engin hreyfin á samfélagsmiðlum eða bankareikningi Rannveig biðlar nú til almennings um aðstoð í færslu á Facebook-síðu sinni. „ Ef einhver þekkir til í Dóminíska lýðveldinu eða þekkir fólk sem býr þar, gætum við þegið hjálp.“ Hún segir að enginn hafi frá 10. september náð sambandi við símann hans, engin hreyfing sé á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. „Þannig að ef einhver þekkir til þarna úti og telur sig geta aðstoðað, þá þiggjum við alla hjálp fegins hendi enda farin að óttast mjög um afdrif hans.“ Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeim, sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Magnúsar, er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.
Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira