Álamafía upprætt í Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. september 2023 15:30 Frá álauppboði í Asturias á Norður-Spáni. Tim Graham/Getty Images Evrópska lögreglan, Europol, hefur í samstarfi við lögreglu í á 4. tug landa upprætt umfangsmikið smygl á álum til Kína. Alls voru rúmlega 250 manns handteknir í aðgerðinni. Í aðgerðinni var lagt hald á meira en 25 tonn af álum, stærstur hluti álanna var á Spáni, eða um 18 tonn. Lögregluaðgerðir í 32 löndum 256 manns voru handteknir, þar af 30 á Spáni og telur lögreglan að henni hafi tekist að uppræta tvo glæpahringi sem helguðu sig álasmygli, báðir með höfuðstöðvar á Spáni, í Astúrías og í San Sebastian á Norður-Spáni. Alls teygðu aðgerðir Europol sig til 32ja landa, en aðalumsvifin voru á Spáni, í Portúgal og Frakklandi. Kílóið kostar 1,3 milljónir króna Til stóð að smygla álunum til Kína, en þar fást allt að 9.000 evrum fyrir kílóið af evrópska álnum, andvirði um 1.300.000 króna. Því lætur nærri að andvirði álanna sem voru gerðir upptækir í aðgerðinni hafi numið að andvirði rúmlega 30 milljarða íslenskra króna. Álarnir sem fundust voru ýmist lifandi eða frystir. Þeim er smyglað í sérútbúnum ferðatöskum þar sem hægt er að halda hinum lifandi álum á lífi með súrefnisgjöf í allt að 42 klukkustundir. Bannað að flytja ál út fyrir mæri Evrópusambandsins Evrópski állinn er talinn vera í hættu á Spáni og eru veiðar á honum bannaðar víða á Spáni, frístundaveiðar eru bannaðar og veiðar í atvinnuskyni eru háðar miklum takmörkunum. Þá er bannað að flytja álinn út fyrir mæri Evrópusambandsins. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að eitt af viðkvæmari og mikilvægustu verkefnum lögregluaðgerðarinnar hafi verið að koma hinum lifandi, fullvöxnu álum aftur út í náttúruna, en með aðstoð ýmissa náttúruverndarsamtaka var þeim sleppt í spænskar ár, allt frá suðri til norðurs. Spánn Dýr Erlend sakamál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Í aðgerðinni var lagt hald á meira en 25 tonn af álum, stærstur hluti álanna var á Spáni, eða um 18 tonn. Lögregluaðgerðir í 32 löndum 256 manns voru handteknir, þar af 30 á Spáni og telur lögreglan að henni hafi tekist að uppræta tvo glæpahringi sem helguðu sig álasmygli, báðir með höfuðstöðvar á Spáni, í Astúrías og í San Sebastian á Norður-Spáni. Alls teygðu aðgerðir Europol sig til 32ja landa, en aðalumsvifin voru á Spáni, í Portúgal og Frakklandi. Kílóið kostar 1,3 milljónir króna Til stóð að smygla álunum til Kína, en þar fást allt að 9.000 evrum fyrir kílóið af evrópska álnum, andvirði um 1.300.000 króna. Því lætur nærri að andvirði álanna sem voru gerðir upptækir í aðgerðinni hafi numið að andvirði rúmlega 30 milljarða íslenskra króna. Álarnir sem fundust voru ýmist lifandi eða frystir. Þeim er smyglað í sérútbúnum ferðatöskum þar sem hægt er að halda hinum lifandi álum á lífi með súrefnisgjöf í allt að 42 klukkustundir. Bannað að flytja ál út fyrir mæri Evrópusambandsins Evrópski állinn er talinn vera í hættu á Spáni og eru veiðar á honum bannaðar víða á Spáni, frístundaveiðar eru bannaðar og veiðar í atvinnuskyni eru háðar miklum takmörkunum. Þá er bannað að flytja álinn út fyrir mæri Evrópusambandsins. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að eitt af viðkvæmari og mikilvægustu verkefnum lögregluaðgerðarinnar hafi verið að koma hinum lifandi, fullvöxnu álum aftur út í náttúruna, en með aðstoð ýmissa náttúruverndarsamtaka var þeim sleppt í spænskar ár, allt frá suðri til norðurs.
Spánn Dýr Erlend sakamál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira