Sjónvarpsstöðvar rannsaka hegðun Russell Brand Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 19:58 Russell Brand hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af fjórum konum og fleiri hafa lýst óeðlilegri hegðun hans í gegnum árin. EPA/Paul Buck Breska ríkissjónvarpið, Channel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafa hafið rannsókn á breska grínistanum Russell Brand í kjölfar þess að fjórar konur stigu fram í gær og sökuðu hann um kynferðisofbeldi. Ásakanirnar í garð Brand ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Þær komu upp á yfirborðið í umfjöllun The Times, Sunday Times og Channel 4 um Brand. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í gær birti Brand myndband þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti mikla furðu þar sem það var alls ekki ljóst hverju hann neitaði að hafa gert. Kvartað yfir vinnustaðahegðun Brand Ásakanirnar tengjast hvorki tíma Brand hjá BBC eða Channel 4 þar sem hann vann sem þáttastjórnandi áður en hann hóf leiklistarferil sinn í Hollywood. Þrátt fyrir það hafa stöðvarnar báðar hafið rannsókn á Brand eftir að lýsingar á óásættanlegri vinnustaðahegðun hans komu í ljós. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Framleiðsluyrirtækið Endemol, sem framleiddi þættina Big Brother's Big Mouth sem Brand vann við frá 2005 til 2007, var keypt árið 2020 af Banijay UK. Fyrirtækið segist vita af „mjög alvarlegum ásökunum“ sem tengjast „meintri ósæmilegri hegðun Russell Brand á meðan hann kynnti þætti sem voru framleiddir af Endemol“. Þá segjast forsvarsmenn Banijay UK vera búnir ða hefja innri rannsókn. Lundúnalögregla hefur greint frá því að hún sé meðvituð um „fjölmiðlaumfjöllun um röð alvarlegra ásakana um kynferðisofbeldi“ en að henni hefðu ekki borist neinar tilkynningar frá meintum fórnarlömbum. Hún sagði einnig: „Við munum vera í frekari samskiptum við The Sunday Times og Channel 4 til að tryggja að öll fórnarlömb glæpa sem þau hafa rætt við séu meðvituð um hvernig þau geta tilkynnt glæpi til lögreglu.“ Mál Russell Brand Bretland Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Ásakanirnar í garð Brand ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Þær komu upp á yfirborðið í umfjöllun The Times, Sunday Times og Channel 4 um Brand. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í gær birti Brand myndband þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti mikla furðu þar sem það var alls ekki ljóst hverju hann neitaði að hafa gert. Kvartað yfir vinnustaðahegðun Brand Ásakanirnar tengjast hvorki tíma Brand hjá BBC eða Channel 4 þar sem hann vann sem þáttastjórnandi áður en hann hóf leiklistarferil sinn í Hollywood. Þrátt fyrir það hafa stöðvarnar báðar hafið rannsókn á Brand eftir að lýsingar á óásættanlegri vinnustaðahegðun hans komu í ljós. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Framleiðsluyrirtækið Endemol, sem framleiddi þættina Big Brother's Big Mouth sem Brand vann við frá 2005 til 2007, var keypt árið 2020 af Banijay UK. Fyrirtækið segist vita af „mjög alvarlegum ásökunum“ sem tengjast „meintri ósæmilegri hegðun Russell Brand á meðan hann kynnti þætti sem voru framleiddir af Endemol“. Þá segjast forsvarsmenn Banijay UK vera búnir ða hefja innri rannsókn. Lundúnalögregla hefur greint frá því að hún sé meðvituð um „fjölmiðlaumfjöllun um röð alvarlegra ásakana um kynferðisofbeldi“ en að henni hefðu ekki borist neinar tilkynningar frá meintum fórnarlömbum. Hún sagði einnig: „Við munum vera í frekari samskiptum við The Sunday Times og Channel 4 til að tryggja að öll fórnarlömb glæpa sem þau hafa rætt við séu meðvituð um hvernig þau geta tilkynnt glæpi til lögreglu.“
Mál Russell Brand Bretland Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16