Rómverjar skoruðu sjö í langþráðum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2023 20:46 Dybala átti góðan leik í kvöld. EPA-EFE/GIUSEPPE LAMI Roma er loks komið á blað í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið vann 7-0 sigur á Empoli í lokaleik kvöldsins. Rómverjar hafa ekki riðið feitum hesti í upphafi tímabils en fyrir leik kvöldsins hafði liðið aðeins náð í eitt stig úr þremur leikjum. Það breyttist snarlega en strax á annarri mínútu fengu Rómverjar vítaspyrnu sem Paulo Dybala skoraði úr. Unstoppable #RomaEmpoli pic.twitter.com/quQYuBDayN— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 17, 2023 Renato Sanches tvöfaldaði svo forystuna á 8. mínútu og brekkan orðin ansi brött fyrir Empoli. Alberto Grassi varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 35. mínútu og staðan því 3-0 Roma í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik bætti Dybala við öðru marki sínu áður en Bryan Cristante skoraði fimmta mark Rómverja. Belgíski framherjinn Romelu Lukaku skoraði það sjötta áður en Gianluca Mancini sá til þess að stuðningsfólk liðsins fór heim í sjöunda himni. Every Roma fan right now : #RomaEmpoli pic.twitter.com/8Xyx85O2eB— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 17, 2023 Lokatölur í Róm 7-0 heimamönnum í vil og liðið loks komið á blað. Roma situr í 12. sæti með fjögur stig að loknum fjórum leikjum. Empoli er án stiga á botninum og á enn eftir að skora mark. Önnur úrslit í Serie A Cagliari 0-0 Udinese Frosinone 4-2 Sassuolo Monza 1-1 Lecce Fiorentina 3-2 Atalanta Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Rómverjar hafa ekki riðið feitum hesti í upphafi tímabils en fyrir leik kvöldsins hafði liðið aðeins náð í eitt stig úr þremur leikjum. Það breyttist snarlega en strax á annarri mínútu fengu Rómverjar vítaspyrnu sem Paulo Dybala skoraði úr. Unstoppable #RomaEmpoli pic.twitter.com/quQYuBDayN— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 17, 2023 Renato Sanches tvöfaldaði svo forystuna á 8. mínútu og brekkan orðin ansi brött fyrir Empoli. Alberto Grassi varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 35. mínútu og staðan því 3-0 Roma í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik bætti Dybala við öðru marki sínu áður en Bryan Cristante skoraði fimmta mark Rómverja. Belgíski framherjinn Romelu Lukaku skoraði það sjötta áður en Gianluca Mancini sá til þess að stuðningsfólk liðsins fór heim í sjöunda himni. Every Roma fan right now : #RomaEmpoli pic.twitter.com/8Xyx85O2eB— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 17, 2023 Lokatölur í Róm 7-0 heimamönnum í vil og liðið loks komið á blað. Roma situr í 12. sæti með fjögur stig að loknum fjórum leikjum. Empoli er án stiga á botninum og á enn eftir að skora mark. Önnur úrslit í Serie A Cagliari 0-0 Udinese Frosinone 4-2 Sassuolo Monza 1-1 Lecce Fiorentina 3-2 Atalanta
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira