Einn í húsinu sem sprakk og annar fékk plötu inn í stofu Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. september 2023 11:12 Ljóst er að húsið er ónýtt. Fjallabyggð Fólk var inni í húsum sem fóru illa í óveðri í gær og í nótt. Íbúi húss sem sprakk í öflugri vindhviðu fékk að gista björgunarmiðstöð í nótt eftir að hafa komist óhultur úr húsinu. Greint var frá því í morgun að aftakaveður hafi verið á Siglufirði í gærkvöldi og í nótt og að búist sé við því að svo verði áfram. Þá hafi hús í bænum hreinlega sprungið í öflugri vindhviðu og brak úr því fokið á önnur hús. Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarfólk hafi verið í útköllum frá því um 15:30 í gær. Það hafi verið á heimleið eftir að hafa tryggt það hægt var að tryggja um klukkan 22. „Þegar einn af okkur var að fara heim þá hringir hann í mig og spyr: „Hvar er rautt þak?“, þá mætir hann sem sagt bárujárnsplötu á götunni og hann var varla búinn að snúa bílnum við þegar það springur þak, eiginlega í heilu lagi og yfir tvö önnur hús með viðkomu í stillans og einhverjum rúðum. Þakplötur úti um allt.“ Skömmu síðar hafi gafl úr húsinu hrunið. Bárujárnsplötur fóru víða á Siglufirði í gærkvöldi.Fjallabyggð Íbúi inni í húsinu og annar fékk þakplötu inn í stofu Magnús segir að íbúi hússins hafi verið í því þegar það sprakk en að hann hafi komið sér sjálfur í björgunarmiðstöðina á Siglufirði, þar sem hann varði nóttinni ásamt fleirum. Einn þeirra hafi verið heima hjá sér þegar þakplata úr húsinu fauk inn í stofu til hans. „Hann gat ekki verið heima hjá sér af því að það kom rifa á gaflinn hjá honum. Þannig að þetta gerði stjórtjón og stórhættulegan vettvang.“ Þá segir hann að heppni megi telja að enginn hafi slasast á Siglufirði í gærkvöldi. Björgunarfólk hafi farið mjög varlega og markmiðið verið að enginn slasaðist, sem tókst. Íbúarnir í áfalli Magnús segir að eðli málsins samkvæmt séu íbúar húsanna tveggja, sem verst fóru, í áfalli. „Þeim var náttúrulega stórbrugðið. Þú sérð eignina þína bara leggjast saman þarna og hinn fékk bárujárnsplötu inn til sína. Þannig að þeir voru báðir tveir mjög skelkaðir.“ Að lokum segir Magnús að veðrið sé ekki alveg gengið yfir en að ekki sé enn jafnhviðótt. Björgunarsveitarfólk sé þó enn í viðbragðsstöðu. Fjallabyggð Veður Björgunarsveitir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Greint var frá því í morgun að aftakaveður hafi verið á Siglufirði í gærkvöldi og í nótt og að búist sé við því að svo verði áfram. Þá hafi hús í bænum hreinlega sprungið í öflugri vindhviðu og brak úr því fokið á önnur hús. Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarfólk hafi verið í útköllum frá því um 15:30 í gær. Það hafi verið á heimleið eftir að hafa tryggt það hægt var að tryggja um klukkan 22. „Þegar einn af okkur var að fara heim þá hringir hann í mig og spyr: „Hvar er rautt þak?“, þá mætir hann sem sagt bárujárnsplötu á götunni og hann var varla búinn að snúa bílnum við þegar það springur þak, eiginlega í heilu lagi og yfir tvö önnur hús með viðkomu í stillans og einhverjum rúðum. Þakplötur úti um allt.“ Skömmu síðar hafi gafl úr húsinu hrunið. Bárujárnsplötur fóru víða á Siglufirði í gærkvöldi.Fjallabyggð Íbúi inni í húsinu og annar fékk þakplötu inn í stofu Magnús segir að íbúi hússins hafi verið í því þegar það sprakk en að hann hafi komið sér sjálfur í björgunarmiðstöðina á Siglufirði, þar sem hann varði nóttinni ásamt fleirum. Einn þeirra hafi verið heima hjá sér þegar þakplata úr húsinu fauk inn í stofu til hans. „Hann gat ekki verið heima hjá sér af því að það kom rifa á gaflinn hjá honum. Þannig að þetta gerði stjórtjón og stórhættulegan vettvang.“ Þá segir hann að heppni megi telja að enginn hafi slasast á Siglufirði í gærkvöldi. Björgunarfólk hafi farið mjög varlega og markmiðið verið að enginn slasaðist, sem tókst. Íbúarnir í áfalli Magnús segir að eðli málsins samkvæmt séu íbúar húsanna tveggja, sem verst fóru, í áfalli. „Þeim var náttúrulega stórbrugðið. Þú sérð eignina þína bara leggjast saman þarna og hinn fékk bárujárnsplötu inn til sína. Þannig að þeir voru báðir tveir mjög skelkaðir.“ Að lokum segir Magnús að veðrið sé ekki alveg gengið yfir en að ekki sé enn jafnhviðótt. Björgunarsveitarfólk sé þó enn í viðbragðsstöðu.
Fjallabyggð Veður Björgunarsveitir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira