Verndun villtra laxastofna Bjarni Jónsson skrifar 19. september 2023 16:32 Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða. Það þarf nú þegar að hefjast handa við endurskoðun á áhættumati erfðablöndunar við norska eldislaxa og grípa til annarra þeirra aðgerða sem þörf er á til að vernda stofnana. Bæta eftirlit og draga þau stórfyrirtæki sem að baki standa til enn frekari ábyrgðar gagnvart eigin starfsemi, eftirliti og samfélagslegri ábyrgð gagnvart þeim samfélögum sem þau starfa í og þeirri stöðu sem þau kunna að verða sett í vegna aðgerða sem þarf að grípa til gagnvart fyrirtækjunum. Nú er það að gerast sem margir óttuðust, að kynþroska norskur eldislax syndi um þúsundum saman við strendur landsins eftir umhverfisslys og leiti upp í íslenskar ár til hrygningar.Blandist þar við náttúrulega laxastofna með óafturkræfum áhrifum. Við stofna sem aðlagast hafa einstökum ám og náttúru þeirra í þúsundir ára. Neikvæð áhrif slíkrar erfðablöndunar geta komið fram strax eða mörgum kynslóðum síðar og skaðað þannig erfðasamsetningu og aðlögunarhæfni laxastofna til framtíðar. Í 3 mgr. 6 gr laga varðandi áhættumat erfðablöndunar segir "Áhættumat skal endurskoða svo oft sem þörf þykir en þó eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti." Það er algerlega ljóst að sú fordæmalausa staða sem er nú komin upp kallar á að það mat verði tekið upp og endurskoðað í ljósi gjörbreyttra forsendna. Styrkja þarf regluverk er tekur til ábyrgðar eldisfyrirtækjanna sjálfra, með skýrum og skilvirkum viðurlögum sem fela í sér nægjanlega hvatningu til að fyrirtækin sýni umhverfisáhrifum starfsemi sinnar enn frekari virðingu. Ég vil benda á að matvælaráðherra tilkynnti, við upphaf stefnumótunar síðasta vor, að leyfisveitingar á nýjum svæðum væru á pásu meðan unnið væri að langtímastefnu. Einnig setti Matvælaráðherra af stað endurskoðun á ferlum gagnvart stroki eldislaxa og er nú unnið að innleiðingu þeirra aðgerða. Ég fagna þeirri vegferð matvælaráðherra. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Fiskeldi Vinstri græn Sjókvíaeldi Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða. Það þarf nú þegar að hefjast handa við endurskoðun á áhættumati erfðablöndunar við norska eldislaxa og grípa til annarra þeirra aðgerða sem þörf er á til að vernda stofnana. Bæta eftirlit og draga þau stórfyrirtæki sem að baki standa til enn frekari ábyrgðar gagnvart eigin starfsemi, eftirliti og samfélagslegri ábyrgð gagnvart þeim samfélögum sem þau starfa í og þeirri stöðu sem þau kunna að verða sett í vegna aðgerða sem þarf að grípa til gagnvart fyrirtækjunum. Nú er það að gerast sem margir óttuðust, að kynþroska norskur eldislax syndi um þúsundum saman við strendur landsins eftir umhverfisslys og leiti upp í íslenskar ár til hrygningar.Blandist þar við náttúrulega laxastofna með óafturkræfum áhrifum. Við stofna sem aðlagast hafa einstökum ám og náttúru þeirra í þúsundir ára. Neikvæð áhrif slíkrar erfðablöndunar geta komið fram strax eða mörgum kynslóðum síðar og skaðað þannig erfðasamsetningu og aðlögunarhæfni laxastofna til framtíðar. Í 3 mgr. 6 gr laga varðandi áhættumat erfðablöndunar segir "Áhættumat skal endurskoða svo oft sem þörf þykir en þó eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti." Það er algerlega ljóst að sú fordæmalausa staða sem er nú komin upp kallar á að það mat verði tekið upp og endurskoðað í ljósi gjörbreyttra forsendna. Styrkja þarf regluverk er tekur til ábyrgðar eldisfyrirtækjanna sjálfra, með skýrum og skilvirkum viðurlögum sem fela í sér nægjanlega hvatningu til að fyrirtækin sýni umhverfisáhrifum starfsemi sinnar enn frekari virðingu. Ég vil benda á að matvælaráðherra tilkynnti, við upphaf stefnumótunar síðasta vor, að leyfisveitingar á nýjum svæðum væru á pásu meðan unnið væri að langtímastefnu. Einnig setti Matvælaráðherra af stað endurskoðun á ferlum gagnvart stroki eldislaxa og er nú unnið að innleiðingu þeirra aðgerða. Ég fagna þeirri vegferð matvælaráðherra. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun