Óttast þjóðernishreinsun og reyna að flýja Nagorno-Karabakh Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 20. september 2023 20:53 Armenar mótmæla aðgerðum Asebaídsjan í Nagorno-Karabakh héraði. EPA Hersveitir armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Þúsundir Armena hafa safnast saman við flugvöll héraðsins og bíða eftir að geta flúið. Sprengjugnýr hefur ómað í Nagorno-Karabakh héraði í alla nótt og morgun. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun að íslenskum tíma og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og asersrka yfirvalda að eiga sér stað á morgun. „Aðilar komust að samkomulagi um að fresta aðgerðum gegn hryðjuverkum. Sveitir hér í Armeníu sem eru staðsettar á Karabakh-svæði Lýðveldisins Aserbaídsjan, það er hinar ólöglegu vopnasveitir leggja niður vopn sín, yfirgefa bardagasvæði sín og herstöðvar og afvopnast,“ sagði Anar Eivazov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Aserbaídsjan í tilkynningu í dag. Armenar og Aserar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikill átaka árið 2020. Aserar unnu þær erjur á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar frá árinu 1994 þegar sex ára stríði um það lauk. „Þjóðarmorð fer fram“ Frá átökunum árið 2020 hafa Rússar sinnt friðargæslu á svæðinu og hafa komið að friðarviðræðum. Þá hafa friðarsveitirnar flutt konur, börn, aldraða og fatlaða af helstu átakasvæðum og komið fyrir í flóttamannabúðum. Á sama tíma hafa þúsundir safnast saman fyrir utan flugvöll héraðsins í von um að flýja til Armeníu. Fram kom í tilkynningu sem asersk yfirvöld sendu íbúum í gær að konum, börnum, öldruðum, fötluðum og slösuðum yrði veitt nauðsynleg læknisþjónusta og útvegað vatn og matur. Margir hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirlýsingarinnar og bent á að hvergi sé minnst á karlmenn. Bendi það til að asersk yfirvöld hyggist fara í þjóðernishreinsun með því að beina spjótum að armenskum karlmönnum í Nagorno Karabakh. „Þjóðarmorð fer fram í Nagormo-Karabakh. Það er ekki stríð þegar sveltandi og vopnlaus þjóð í herkví getur ekki einu sinni barist. Því miður stendur meirihluti þjóðar okkar aðgerðalaus og skilur ekki hvað er á seyði,“ sagði Mikayel Voskanyan, íbúi í Jerevan, höfuðborg Armeníu. Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Sprengjugnýr hefur ómað í Nagorno-Karabakh héraði í alla nótt og morgun. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun að íslenskum tíma og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og asersrka yfirvalda að eiga sér stað á morgun. „Aðilar komust að samkomulagi um að fresta aðgerðum gegn hryðjuverkum. Sveitir hér í Armeníu sem eru staðsettar á Karabakh-svæði Lýðveldisins Aserbaídsjan, það er hinar ólöglegu vopnasveitir leggja niður vopn sín, yfirgefa bardagasvæði sín og herstöðvar og afvopnast,“ sagði Anar Eivazov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Aserbaídsjan í tilkynningu í dag. Armenar og Aserar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikill átaka árið 2020. Aserar unnu þær erjur á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar frá árinu 1994 þegar sex ára stríði um það lauk. „Þjóðarmorð fer fram“ Frá átökunum árið 2020 hafa Rússar sinnt friðargæslu á svæðinu og hafa komið að friðarviðræðum. Þá hafa friðarsveitirnar flutt konur, börn, aldraða og fatlaða af helstu átakasvæðum og komið fyrir í flóttamannabúðum. Á sama tíma hafa þúsundir safnast saman fyrir utan flugvöll héraðsins í von um að flýja til Armeníu. Fram kom í tilkynningu sem asersk yfirvöld sendu íbúum í gær að konum, börnum, öldruðum, fötluðum og slösuðum yrði veitt nauðsynleg læknisþjónusta og útvegað vatn og matur. Margir hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirlýsingarinnar og bent á að hvergi sé minnst á karlmenn. Bendi það til að asersk yfirvöld hyggist fara í þjóðernishreinsun með því að beina spjótum að armenskum karlmönnum í Nagorno Karabakh. „Þjóðarmorð fer fram í Nagormo-Karabakh. Það er ekki stríð þegar sveltandi og vopnlaus þjóð í herkví getur ekki einu sinni barist. Því miður stendur meirihluti þjóðar okkar aðgerðalaus og skilur ekki hvað er á seyði,“ sagði Mikayel Voskanyan, íbúi í Jerevan, höfuðborg Armeníu.
Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira