Verstappen með yfirburði í Japan en heimsmeistaratitillinn þarf að bíða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2023 11:30 Max Verstappen þarf að bíða aðeins með að fagna heimsmeistaratitlinum. Mark Thompson/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen virðist vera kominn aftur í sitt gamla form eftir erfiða helgi í Singapúr síðustu helgi. Hann þarf þó að bíða aðeins eftir sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Red Bull-liðið tapaði sínum fyrsta kappakstri á tímabilinu í Formúlu 1 um síðustu helgi þegar Max Verstappen kom fimmti í mark og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kláraði áttundi. Eftir að hafa ræst í ellefta og þrettánda sæti náðu Red Bull-mennirnir að vinna sig upp listann á þröngri brautinni í Singapúr, en það dugði ekki til og sigurgangan var á enda. Verstappen virðist þó vera búinn að finna sitt gamla form á ný ef marka má æfingarna fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Hollendingurinn var fljótastur í báðum æfingunum sem fram fóru í morgun og það með nokkrum yfirburðum. Verstappen var 0,626 sekúndum hraðari en Carlos Sainz á Ferrari á fyrri æfingu morgunsins og 0,320 sekúndum hraðari en hinn Ferrari-maðurinn, Charles Leclerc, á annarri æfingunni. Heimsmeistarinn er því í góðum málum fyrir tímatökuna á morgun og ætti að tryggja sér ráspól ef æfingarnar eru einhver fyrirboði fyrir morgundaginn. 🏁 FP2 CLASSIFICATION (60/60 MINS) 🏁A return to form for Max#JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/trKMDOK2Et— Formula 1 (@F1) September 22, 2023 Þrátt fyrir þetta góða gengi á æfingum í dag er þó ljóst að Max Verstappen þarf að bíða með að fagna sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Fyrir kappaksturinn í Singapúr var ljóst að Hollendingurinn átti möguleika á að tryggja sér titilinn í Japan, en niðurstaðan í Singapúr gerði það að verkum að bíða þarf með fagnaðarlætin. Verstappen getur í fyrsta lagi orðið heimsmeistari þegar Formúla 1 fer til Katar helgina 6.-8. október, en til að það gerist þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn í heimsmeistarakeppni ökumanna þegar katarski kappaksturinn klárast. Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum og því verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað í Katar. Akstursíþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Red Bull-liðið tapaði sínum fyrsta kappakstri á tímabilinu í Formúlu 1 um síðustu helgi þegar Max Verstappen kom fimmti í mark og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kláraði áttundi. Eftir að hafa ræst í ellefta og þrettánda sæti náðu Red Bull-mennirnir að vinna sig upp listann á þröngri brautinni í Singapúr, en það dugði ekki til og sigurgangan var á enda. Verstappen virðist þó vera búinn að finna sitt gamla form á ný ef marka má æfingarna fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Hollendingurinn var fljótastur í báðum æfingunum sem fram fóru í morgun og það með nokkrum yfirburðum. Verstappen var 0,626 sekúndum hraðari en Carlos Sainz á Ferrari á fyrri æfingu morgunsins og 0,320 sekúndum hraðari en hinn Ferrari-maðurinn, Charles Leclerc, á annarri æfingunni. Heimsmeistarinn er því í góðum málum fyrir tímatökuna á morgun og ætti að tryggja sér ráspól ef æfingarnar eru einhver fyrirboði fyrir morgundaginn. 🏁 FP2 CLASSIFICATION (60/60 MINS) 🏁A return to form for Max#JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/trKMDOK2Et— Formula 1 (@F1) September 22, 2023 Þrátt fyrir þetta góða gengi á æfingum í dag er þó ljóst að Max Verstappen þarf að bíða með að fagna sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Fyrir kappaksturinn í Singapúr var ljóst að Hollendingurinn átti möguleika á að tryggja sér titilinn í Japan, en niðurstaðan í Singapúr gerði það að verkum að bíða þarf með fagnaðarlætin. Verstappen getur í fyrsta lagi orðið heimsmeistari þegar Formúla 1 fer til Katar helgina 6.-8. október, en til að það gerist þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn í heimsmeistarakeppni ökumanna þegar katarski kappaksturinn klárast. Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum og því verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað í Katar.
Akstursíþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira