„Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2023 16:10 Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. vísir/egill Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. Fyrr í dag staðfesti Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við fréttastofu að Matvælastofnun (MAST) hafi aflétt tímabundnu banni hvalveiðiskipsins Hvals 8. Var bannið sett á fyrir rúmri viku vegna þess sem MAST kallaði „alvarleg brot á velferð dýra“ við veiðar á einum hval sem þurfti að kveljast í rúmlega hálftíma áður en hann var aflífaður. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við fréttastofu að stofnunin meti sem svo að Hvalur hafi uppfyllt kröfur um uppfærslu verklags og gæðahandbókar. „Sömuleiðis þá höfum við fengið staðfestingu á því að áhafnir beggja báta hafi fengið þjálfun í þessu nýja verklagi. Svo munu þeir framkvæma skottilraunir á leiðinni út og eftirlitsmaður fiskistofu fylgist þá með,“ segir Hrönn. Ekki bara spilið Í löngu viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni sagði Kristján Loftsson að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Hrönn segir að vissulega hafi bilun í spilinu haft áhrif en þó hafi margt annað gerst þar á undan. Það sjáist í rúmlega fjörutíu mínútna myndbandi sem stofnunin hefur undir höndunum. „Heldur byrjar ferlið á því að skyttan hittir dýrið mjög illa. Það er í raun fyrsta atriðið sem fer úrskeiðis. Svo virðast vera rosalega hæg viðbrögð og í raun og veru að okkar mati ekki rétt viðbrögð eftir að dýrið er hitt illa. Þeir taka um það bil átta mínútur í að endurhlaða skutulbyssuna og það stafar af því að það er hlíf sem er ryðguð föst og það eru þrír starfsmenn með hamar að reyna að losa þessa hlíf. Það hefði verið átt að athuga það að tæki og búnaður séu í lagi,“ segir Hrönn. Skyttan ekki nægilega hæf Vill hún meina að það hafi ekki verið fyrr en þrettán mínútum eftir að hvalurinn var skotinn fyrst sem spilið bilaði. „Það er bara ítrekað að eitthvað klikkar hjá þeim. Illa undirbúnir, ekki búnir að tryggja það að tæki og búnaður séu í lagi og skyttan virðist ekki vera nægilega hæf. Við höfum töluverðar áhyggjur af því að þarna hafi margt farið úrskeiðis. Að því leitinu gerum við athugasemdir og á þeim forsendum stöðvum við þessar veiðar,“ segir Hrönn. Ekki málefnaleg umræða Í viðtölum hefur Kristján meðal annars haldið því fram að enginn starfsmaður MAST vissi neitt um sjósókn. Hrönn segir þessi orð benda til þess að Kristján sé rökþrota. „Hann hefur bara fullan rétt á að hafa sína skoðun en rökin finnst mér ekkert sérstaklega málefnaleg eða umræðan hjá honum. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig,“ segir Hrönn. Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Fyrr í dag staðfesti Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við fréttastofu að Matvælastofnun (MAST) hafi aflétt tímabundnu banni hvalveiðiskipsins Hvals 8. Var bannið sett á fyrir rúmri viku vegna þess sem MAST kallaði „alvarleg brot á velferð dýra“ við veiðar á einum hval sem þurfti að kveljast í rúmlega hálftíma áður en hann var aflífaður. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við fréttastofu að stofnunin meti sem svo að Hvalur hafi uppfyllt kröfur um uppfærslu verklags og gæðahandbókar. „Sömuleiðis þá höfum við fengið staðfestingu á því að áhafnir beggja báta hafi fengið þjálfun í þessu nýja verklagi. Svo munu þeir framkvæma skottilraunir á leiðinni út og eftirlitsmaður fiskistofu fylgist þá með,“ segir Hrönn. Ekki bara spilið Í löngu viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni sagði Kristján Loftsson að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Hrönn segir að vissulega hafi bilun í spilinu haft áhrif en þó hafi margt annað gerst þar á undan. Það sjáist í rúmlega fjörutíu mínútna myndbandi sem stofnunin hefur undir höndunum. „Heldur byrjar ferlið á því að skyttan hittir dýrið mjög illa. Það er í raun fyrsta atriðið sem fer úrskeiðis. Svo virðast vera rosalega hæg viðbrögð og í raun og veru að okkar mati ekki rétt viðbrögð eftir að dýrið er hitt illa. Þeir taka um það bil átta mínútur í að endurhlaða skutulbyssuna og það stafar af því að það er hlíf sem er ryðguð föst og það eru þrír starfsmenn með hamar að reyna að losa þessa hlíf. Það hefði verið átt að athuga það að tæki og búnaður séu í lagi,“ segir Hrönn. Skyttan ekki nægilega hæf Vill hún meina að það hafi ekki verið fyrr en þrettán mínútum eftir að hvalurinn var skotinn fyrst sem spilið bilaði. „Það er bara ítrekað að eitthvað klikkar hjá þeim. Illa undirbúnir, ekki búnir að tryggja það að tæki og búnaður séu í lagi og skyttan virðist ekki vera nægilega hæf. Við höfum töluverðar áhyggjur af því að þarna hafi margt farið úrskeiðis. Að því leitinu gerum við athugasemdir og á þeim forsendum stöðvum við þessar veiðar,“ segir Hrönn. Ekki málefnaleg umræða Í viðtölum hefur Kristján meðal annars haldið því fram að enginn starfsmaður MAST vissi neitt um sjósókn. Hrönn segir þessi orð benda til þess að Kristján sé rökþrota. „Hann hefur bara fullan rétt á að hafa sína skoðun en rökin finnst mér ekkert sérstaklega málefnaleg eða umræðan hjá honum. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig,“ segir Hrönn.
Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira