Einkunnir Íslands: Glódís og Telma stálu senunni Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis skrifar 22. september 2023 20:29 Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr í kvöld, í sigrinum kærkomna gegn Wales. vísir/Diego Stjörnurnar sem skinu skærast í íslenska liðinu í kvöld, í sigrinum gegn Wales í Þjóðadeild kvenna í fótbolta, voru aftastar á vellinum. Ísland fagnaði sætum 1-0 sigri sem liðið þurfti svo sannarlega að hafa mikið fyrir. Gestirnir frá Wales fengu að vera mikið með boltann en tilraunir þeirra til að skora strönduðu ýmist á vörn Íslands, með Glódísi Perlu Viggósdóttur fremsta í flokki, eða á Telmu Ívarsdóttur sem var öryggið uppmálað í markinu. Framar á vellinum átti íslenska liðið hins vegar erfitt uppdráttar en Glódís sá til þess að stigin þrjú kæmu í hús því hún skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf Amöndu Andradóttur. Íslenska liðið getur svo sannarlega gert betur en í kvöld, og þarf þess gegn Þýskalandi á þriðjudaginn, en eftir miklar breytingar síðasta árið er ánægjulegt að sjá að liðið getur enn unnið sterka sigra. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður: 8 Valin fram yfir Valsmarkverðina tvo og stóð frábærlega fyrir sínu í sínum stærsta landsleik til þessa. Átti í raun fullkominn leik þar sem hún sá við þeim skotum sem komu á markið af miklu öryggi, þó að vissulega reyndi sjaldnast mikið á hana, og greip allar fyrirgjafir. Guðrún Arnardóttir, miðvörður: 7 Virkaði vel við hlið Glódísar í þriggja miðvarða kerfinu og sá til þess að það skapaðist varla hætta „hennar megin“. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9 Enn einn stórleikur Glódísar í bláu treyjunni og hún var það sem skildi á milli liðanna, bæði með öflugum og traustum varnarleik en ekki síður frábæra skallamarkinu. Stýrði liðinu sem fyrirliði á besta stað í miðri vörninni, eflaust með sjálfstraustið í hæstu hæðum eftir síðustu fréttir úr Bæjaralandi. Telma Ívarsdóttir varði afar vel í kvöld og gerði nánast engin mistök.vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 5 Sterk og föst fyrir eins og hún er alltaf en gerði fáein mistök sem hefðu getað reynst dýrkeypt. Virtist orðin vel þreytt á lokakafla leiksins en það kom ekki í veg fyrir að hún ynni mikilvæga skallbolta. Diljá Ýr Zomers, hægri vængbakvörður: 6 Stóð sig vel í vængbakvarðarstöðunni og reyndi bæði að ógna fram á við þegar þess gafst færi en vera samviskusöm í varnarleiknum. Sandra María Jessen, vinstri vængbakvörður: 6 Sýndi líkt og Diljá að hún getur vel leyst þessa stöðu og passaði stundum kannski fullmikið að standa varnarleikinn, því maður vill auðvitað sjá sóknargæðin líka. Var afar nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 5 Það þarf að fylla stór skörð á miðjunni og Hildur gerði sitt besta til þess með grimmd og baráttu. Hjálpaði hins vegar lítið til við að Ísland héldi boltanum og varði vörnina ekki alveg nógu vel. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður: 4 Skilaði boltanum mjög misvel frá sér og skapaði stundum hættu með því að koma honum beint á mótherja. Fékk vissulega erfitt hlutverk í fangið sem aftasti miðjumaður en hefur sýnt að hún getur valdið því betur. Amanda Andradóttir, miðjumaður: 7 Átti frábæra fyrirgjöf á Glódísi í markinu og var kannski sú sem helst náði að skapa einhverja hættu fram á við en hefði gjarnan mátt vera meira áberandi. Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður: 6 Barðist vel í fremstu víglínu og lét finna fyrir sér. Fín frammistaða en gerði lítið í að skapa almennileg færi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sóknarmaður: 5 Fór vel með boltann í þau fáu skipti sem hún var með hann en týndist á stórum köflum og var allt of varfærin í návígum. Engu að síður afar jákvætt að njóta krafta Karólínu í mótsleikjum að nýju. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn fyrir Diljá á 61. mínútu: 6 Kom inn af góðum krafti fyrstu mínúturnar og skapaði sér færi sem hún náði þó ekki að nýta. Berglind Rós Ágústsdóttir - Kom inn fyrir Amöndu á 74. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Svava Rós Guðmundsdóttir - Kom inn fyrir Hlín á 85. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Ísland fagnaði sætum 1-0 sigri sem liðið þurfti svo sannarlega að hafa mikið fyrir. Gestirnir frá Wales fengu að vera mikið með boltann en tilraunir þeirra til að skora strönduðu ýmist á vörn Íslands, með Glódísi Perlu Viggósdóttur fremsta í flokki, eða á Telmu Ívarsdóttur sem var öryggið uppmálað í markinu. Framar á vellinum átti íslenska liðið hins vegar erfitt uppdráttar en Glódís sá til þess að stigin þrjú kæmu í hús því hún skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf Amöndu Andradóttur. Íslenska liðið getur svo sannarlega gert betur en í kvöld, og þarf þess gegn Þýskalandi á þriðjudaginn, en eftir miklar breytingar síðasta árið er ánægjulegt að sjá að liðið getur enn unnið sterka sigra. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður: 8 Valin fram yfir Valsmarkverðina tvo og stóð frábærlega fyrir sínu í sínum stærsta landsleik til þessa. Átti í raun fullkominn leik þar sem hún sá við þeim skotum sem komu á markið af miklu öryggi, þó að vissulega reyndi sjaldnast mikið á hana, og greip allar fyrirgjafir. Guðrún Arnardóttir, miðvörður: 7 Virkaði vel við hlið Glódísar í þriggja miðvarða kerfinu og sá til þess að það skapaðist varla hætta „hennar megin“. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9 Enn einn stórleikur Glódísar í bláu treyjunni og hún var það sem skildi á milli liðanna, bæði með öflugum og traustum varnarleik en ekki síður frábæra skallamarkinu. Stýrði liðinu sem fyrirliði á besta stað í miðri vörninni, eflaust með sjálfstraustið í hæstu hæðum eftir síðustu fréttir úr Bæjaralandi. Telma Ívarsdóttir varði afar vel í kvöld og gerði nánast engin mistök.vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 5 Sterk og föst fyrir eins og hún er alltaf en gerði fáein mistök sem hefðu getað reynst dýrkeypt. Virtist orðin vel þreytt á lokakafla leiksins en það kom ekki í veg fyrir að hún ynni mikilvæga skallbolta. Diljá Ýr Zomers, hægri vængbakvörður: 6 Stóð sig vel í vængbakvarðarstöðunni og reyndi bæði að ógna fram á við þegar þess gafst færi en vera samviskusöm í varnarleiknum. Sandra María Jessen, vinstri vængbakvörður: 6 Sýndi líkt og Diljá að hún getur vel leyst þessa stöðu og passaði stundum kannski fullmikið að standa varnarleikinn, því maður vill auðvitað sjá sóknargæðin líka. Var afar nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður: 5 Það þarf að fylla stór skörð á miðjunni og Hildur gerði sitt besta til þess með grimmd og baráttu. Hjálpaði hins vegar lítið til við að Ísland héldi boltanum og varði vörnina ekki alveg nógu vel. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður: 4 Skilaði boltanum mjög misvel frá sér og skapaði stundum hættu með því að koma honum beint á mótherja. Fékk vissulega erfitt hlutverk í fangið sem aftasti miðjumaður en hefur sýnt að hún getur valdið því betur. Amanda Andradóttir, miðjumaður: 7 Átti frábæra fyrirgjöf á Glódísi í markinu og var kannski sú sem helst náði að skapa einhverja hættu fram á við en hefði gjarnan mátt vera meira áberandi. Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður: 6 Barðist vel í fremstu víglínu og lét finna fyrir sér. Fín frammistaða en gerði lítið í að skapa almennileg færi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sóknarmaður: 5 Fór vel með boltann í þau fáu skipti sem hún var með hann en týndist á stórum köflum og var allt of varfærin í návígum. Engu að síður afar jákvætt að njóta krafta Karólínu í mótsleikjum að nýju. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn fyrir Diljá á 61. mínútu: 6 Kom inn af góðum krafti fyrstu mínúturnar og skapaði sér færi sem hún náði þó ekki að nýta. Berglind Rós Ágústsdóttir - Kom inn fyrir Amöndu á 74. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Svava Rós Guðmundsdóttir - Kom inn fyrir Hlín á 85. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann