Segir Glódísi Perlu einn besta leikmann Evrópu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. september 2023 23:30 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði frábærlega í hjarta varnarinnar gegn Wales. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Glódís Perla Viggósdóttir skoraði eina markið í sigurleik Íslands á Wales í Þjóðadeildinni í gær. Elísa Viðarsdóttir segir að Glódís Perla sé einn besti leikmaður Evrópu. Ísland komst snemma í forystu á Laugardalsvelli í gær eftir mark frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Íslenska liðinu tókst að halda í þessa forystu það sem eftir lifði leiks og fagnaði að lokum sterkum 1-0 sigri. „Ég held það sé rosalega sterkt að byrja á sigri í Þjóðadeildinni og vonandi byggja ofan á það. Við sjáum mjög sterkan varnarleik í gær, góðar varnarframmistöður en kannski hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann,“ sagði Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í viðtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu. Elísa er fjarri góðu gamni þessa dagana þar sem hún á von á barni. „Kannsi hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann og særa þær aðeins meira og hraðar. Því miður þá gekk það ekki alveg nógu vel upp í gær. Vonandi getum við byggt ofan á þessa frábæru varnarframmistöðu sem við sýndum,“ bætti Elísa við. Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudag og býst Elísa við öðruvísi leik þá. „Mig grunar það. Þýskaland er frábært lið og með frábæra leikmenn í hverri einustu stöðu. Við getum horft á það þannig að við sýndum frábra varnarframmistöðu í gær og það er klárlega eitthvað sem við þurfum að gera gegn Þýskalandi.“ „Á móti þurfum við að geta haldið aðeins í boltann og hvílt á boltanum sóknarlega. Reynt að særa þær þannig. Öðruvísi held ég að þetta gæti orðið svolítið erfitt. „Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum“ Í yfirstandandi landsliðsverkefni er Glódís Perla markahæsti leikmaður Íslands en hún leikur sem miðvörður. „Maður sér það ekki oft að miðverðir séu markahæstu leikmenn liðs en það sýnir held ég bara svolítið úr hverju Glódís Perla er gerð. Hún er búin að stíga hvert skrefið á fætur öðru undanfarin og verið að bæta sig ár frá ári. Hún var að taka við fyrirliðabandinu hjá Bayern og skrifa undir langtímasamning. Hún leiðir þetta landslið eins og herforingi og maður sér hana ekkert stöðvast.“ „Hún vex inn í þetta leiðtogahlutverk eins og henni hafi verið það í blóð borið. Það er ekkert sjálfsagt að gera það, hún hefur algjörlega stigið upp og á svo sannarlega hrós skilið.“ „Fyrir mér er hún einn besti leikmaður í Evrópu í dag. Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum og við eigum að byggja í kringum það. Hún gefur leikmönnum í kringum sig ótrúlega mikið og maður finnur það þegar maður spilar með henni. Maður er alltaf pollrólegur að hafa hana sér við hlið og treystir henni 100%.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal - Elísa Viðarsdóttir um Glódísi Perlu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Ísland komst snemma í forystu á Laugardalsvelli í gær eftir mark frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Íslenska liðinu tókst að halda í þessa forystu það sem eftir lifði leiks og fagnaði að lokum sterkum 1-0 sigri. „Ég held það sé rosalega sterkt að byrja á sigri í Þjóðadeildinni og vonandi byggja ofan á það. Við sjáum mjög sterkan varnarleik í gær, góðar varnarframmistöður en kannski hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann,“ sagði Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í viðtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu. Elísa er fjarri góðu gamni þessa dagana þar sem hún á von á barni. „Kannsi hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann og særa þær aðeins meira og hraðar. Því miður þá gekk það ekki alveg nógu vel upp í gær. Vonandi getum við byggt ofan á þessa frábæru varnarframmistöðu sem við sýndum,“ bætti Elísa við. Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudag og býst Elísa við öðruvísi leik þá. „Mig grunar það. Þýskaland er frábært lið og með frábæra leikmenn í hverri einustu stöðu. Við getum horft á það þannig að við sýndum frábra varnarframmistöðu í gær og það er klárlega eitthvað sem við þurfum að gera gegn Þýskalandi.“ „Á móti þurfum við að geta haldið aðeins í boltann og hvílt á boltanum sóknarlega. Reynt að særa þær þannig. Öðruvísi held ég að þetta gæti orðið svolítið erfitt. „Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum“ Í yfirstandandi landsliðsverkefni er Glódís Perla markahæsti leikmaður Íslands en hún leikur sem miðvörður. „Maður sér það ekki oft að miðverðir séu markahæstu leikmenn liðs en það sýnir held ég bara svolítið úr hverju Glódís Perla er gerð. Hún er búin að stíga hvert skrefið á fætur öðru undanfarin og verið að bæta sig ár frá ári. Hún var að taka við fyrirliðabandinu hjá Bayern og skrifa undir langtímasamning. Hún leiðir þetta landslið eins og herforingi og maður sér hana ekkert stöðvast.“ „Hún vex inn í þetta leiðtogahlutverk eins og henni hafi verið það í blóð borið. Það er ekkert sjálfsagt að gera það, hún hefur algjörlega stigið upp og á svo sannarlega hrós skilið.“ „Fyrir mér er hún einn besti leikmaður í Evrópu í dag. Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum og við eigum að byggja í kringum það. Hún gefur leikmönnum í kringum sig ótrúlega mikið og maður finnur það þegar maður spilar með henni. Maður er alltaf pollrólegur að hafa hana sér við hlið og treystir henni 100%.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal - Elísa Viðarsdóttir um Glódísi Perlu
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira