Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 21:07 Bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga. Vogar Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. Víkurfréttir greindu fyrst frá og í samtali við miðilinn sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, að ákvörðun bæjarráðs væri rökrétt framhald af þeirri vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili. Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Voga.Sigurjón Ólason Það væri sjálfsagt að fulltrúar sveitarfélaganna ræði um sameiginleg málefni og framtíðarþróun svæðisins. Aðspurður hvort sameining efldi svæðið sagði Gunnar að það mætti örugglega færa mjög góð rök fyrir því að sameinuð myndu sveitarfélögin hafa talsvert meiri slagkraft og sömuleiðis svæðið sem slíkt. Hins vegar væru eflaust jafnmörg rök í hina áttina. Hin sveitarfélögin jákvæð fyrir frumkvæðinu Á fimmtudag greindu Víkurfréttir svo frá því að bæjarstjórar bæði Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar tækju jákvætt í frumkvæði Vogamanna um að skoða frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Grindvíkinga sagði að heimsókn Vogamanna yrði vel tekið en það væri ekki mikill sameiningartónn í Grindvíkingum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Vísir/Egill „Við tökum vel í hugmyndina og erum tilbúin í viðræður. Þetta hlýtur að vera framtíðin, þetta mun gerast með einum eða öðrum hætti en vissulega þar að vanda þetta mjög vel. Það er ljóst að það má spara verulega bæði tíma og peninga, í yfirstjórn og samstarfi sveitarfélaganna, íbúunum til heilla,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Þess ber að geta að Reykjanesbær varð til með sameiningu Keflavíkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafna árið 1994. Suðurnesjabær varð til þegar sveitarfélögin Garður og Sandgerði sameinuðust í lok árs 2017. Þá sagðist Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ekki eiga von á öðru en að Suðurnesjabær væri tilbúinn til viðræðna án þess að það fæli í sér fyrir fram gefna afstöðu til sameiningar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagðist eiga von á formlegu erindi frá Vogamönnum og að sveitarfélagið myndi örugglega taka vel í hittinginn. Hins vegar sagði hann að það væri ekki meiri sameiningartónn í íbúum Grindavíkur en hefur áður verið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að viðbragðsaðilar séu undirbúnir ef það skildi byrja að gjósa.Vísir/Arnar Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Víkurfréttir greindu fyrst frá og í samtali við miðilinn sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, að ákvörðun bæjarráðs væri rökrétt framhald af þeirri vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili. Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Voga.Sigurjón Ólason Það væri sjálfsagt að fulltrúar sveitarfélaganna ræði um sameiginleg málefni og framtíðarþróun svæðisins. Aðspurður hvort sameining efldi svæðið sagði Gunnar að það mætti örugglega færa mjög góð rök fyrir því að sameinuð myndu sveitarfélögin hafa talsvert meiri slagkraft og sömuleiðis svæðið sem slíkt. Hins vegar væru eflaust jafnmörg rök í hina áttina. Hin sveitarfélögin jákvæð fyrir frumkvæðinu Á fimmtudag greindu Víkurfréttir svo frá því að bæjarstjórar bæði Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar tækju jákvætt í frumkvæði Vogamanna um að skoða frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Grindvíkinga sagði að heimsókn Vogamanna yrði vel tekið en það væri ekki mikill sameiningartónn í Grindvíkingum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Vísir/Egill „Við tökum vel í hugmyndina og erum tilbúin í viðræður. Þetta hlýtur að vera framtíðin, þetta mun gerast með einum eða öðrum hætti en vissulega þar að vanda þetta mjög vel. Það er ljóst að það má spara verulega bæði tíma og peninga, í yfirstjórn og samstarfi sveitarfélaganna, íbúunum til heilla,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Þess ber að geta að Reykjanesbær varð til með sameiningu Keflavíkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafna árið 1994. Suðurnesjabær varð til þegar sveitarfélögin Garður og Sandgerði sameinuðust í lok árs 2017. Þá sagðist Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ekki eiga von á öðru en að Suðurnesjabær væri tilbúinn til viðræðna án þess að það fæli í sér fyrir fram gefna afstöðu til sameiningar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagðist eiga von á formlegu erindi frá Vogamönnum og að sveitarfélagið myndi örugglega taka vel í hittinginn. Hins vegar sagði hann að það væri ekki meiri sameiningartónn í íbúum Grindavíkur en hefur áður verið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að viðbragðsaðilar séu undirbúnir ef það skildi byrja að gjósa.Vísir/Arnar
Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira