Leið vítiskvalir með áldós fasta í gogginum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. september 2023 11:10 Grágæsin,vel stálpaður og fleygur ungi, hefur liðið miklar þjáningar í þá tvo sólarhringa sem hún var með áldós pikkfasta í gogginum. Náttúrustofa Austurlands Aflífa þurfti unga grágæs sem fannst illa á sig komin við andapollinn á Reyðarfirði í síðustu viku. Gæsin hafði verið með áldós fasta í gogginum í tvo sólarhringa og liðið vítiskvalir. Austurfrétt sagði frá því að gæsin, vel stálpaður og fleygur ungi, hefði fundist illa á sig komin við Andapollinn á Reyðarfirði með áldós pikkfasta í gogginum. Hálfdán Helgi Helgason, fuglavistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, segir í samtali við fréttstofu að tilkynning hafi borist til lögreglu vegna málsins. Í kjölfarið var reynt að handsama gæsina en það hafi því miður ekki gengið þar sem hún hafi alltaf flogið burt. „Þessi fugl hefði dregið sig í hlé og haldið áfram að veslast upp. Þetta hefði getað orðið langur og mjög kvalarfullur dauðdagi,“ segir Hálfdán. Leið vítiskvalir Það var því metið sem svo að ekki væri hægt að bjarga gæsinni og hún skotin. Að sögn Hálfdáns var gæsin með dósina fasta við gogginn í tvo sólarhringa. Ljóst er að hún hefur liðið vítiskvalir á meðan. „Hvassar brúnir á dósinni skárust í gogginn og voru grafnar inn í neðri skoltinn þannig að tungan var pikkföst. Þetta hefur verið rosalega kvalarfult.“ Tilkynningar berist ekki oft um fugla í vandræðum eins og þessu. Algengara sé að þeir lendi í efnamengun, svo sem frá grút eða olíu. Áminning um að ganga vel frá sorpi Hálfdán segir að þetta atvik sé ágætis áminning um afleiðingar sem geta hlotist af því að henda rusli í náttúruna. Maður veit svo sem ekki hvernig þetta hefur komið til, rusl getur fokið en þetta er líka áminning um að ganga vel frá sorpi.“ Ég hélt að það væri liðin tíð að henda rusli á víðavangi. Að lokum bendir Hálfdán á að verði fólk vart við dýr í vandræðum eigi að hafa samband við Neyðarlínuna. Lögreglan sinni slíkum málum eða komi þeim áleiðis til Matvælastofnunar eða annara viðbragðsaðila eftir því sem við á. Dýr Fuglar Fjarðabyggð Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Austurfrétt sagði frá því að gæsin, vel stálpaður og fleygur ungi, hefði fundist illa á sig komin við Andapollinn á Reyðarfirði með áldós pikkfasta í gogginum. Hálfdán Helgi Helgason, fuglavistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, segir í samtali við fréttstofu að tilkynning hafi borist til lögreglu vegna málsins. Í kjölfarið var reynt að handsama gæsina en það hafi því miður ekki gengið þar sem hún hafi alltaf flogið burt. „Þessi fugl hefði dregið sig í hlé og haldið áfram að veslast upp. Þetta hefði getað orðið langur og mjög kvalarfullur dauðdagi,“ segir Hálfdán. Leið vítiskvalir Það var því metið sem svo að ekki væri hægt að bjarga gæsinni og hún skotin. Að sögn Hálfdáns var gæsin með dósina fasta við gogginn í tvo sólarhringa. Ljóst er að hún hefur liðið vítiskvalir á meðan. „Hvassar brúnir á dósinni skárust í gogginn og voru grafnar inn í neðri skoltinn þannig að tungan var pikkföst. Þetta hefur verið rosalega kvalarfult.“ Tilkynningar berist ekki oft um fugla í vandræðum eins og þessu. Algengara sé að þeir lendi í efnamengun, svo sem frá grút eða olíu. Áminning um að ganga vel frá sorpi Hálfdán segir að þetta atvik sé ágætis áminning um afleiðingar sem geta hlotist af því að henda rusli í náttúruna. Maður veit svo sem ekki hvernig þetta hefur komið til, rusl getur fokið en þetta er líka áminning um að ganga vel frá sorpi.“ Ég hélt að það væri liðin tíð að henda rusli á víðavangi. Að lokum bendir Hálfdán á að verði fólk vart við dýr í vandræðum eigi að hafa samband við Neyðarlínuna. Lögreglan sinni slíkum málum eða komi þeim áleiðis til Matvælastofnunar eða annara viðbragðsaðila eftir því sem við á.
Dýr Fuglar Fjarðabyggð Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira