Red Bull meistari bílasmiða annað árið í röð Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 12:01 Verstappen og félagar hans í Redbull liðinu fagna titli bílasmiða Vísir/Getty Keppnislið Red Bull landaði sínum sjötta titli bílasmiða í Japan í morgun þrátt fyrir að aðeins annar ökumaður liðsins lyki keppni. Yfirburðir Red Bull hafa verið algjörir í ár en liðið er með tæplega 300 stiga forskot á Mercedes. Þetta er annað árið í röð sem Red Bull vinnur titilinn eftirsótta en munurinn á 1. og 2. sæti hefur aldrei verið jafn mikill í sögu Formúlu 1. Því ber þó að halda til haga að enn er sex keppnir eftir af tímabilinu en miðað við frammistöðu Max Verstappen hingað til gæti munurinn vel orðið meiri. Verstappen kom með 26 stig í hús sem dugði Red Bull til sigurs. Ökumenn Mercedes, þeir Lewis Hamilton og George Russell áttu í stökustu vandræðum í keppninni í dag og enduðu í 5. og 7. sæti sem skilaði liði þeirra 16 stigum alls. Verstappen sagðist vera ánægður með sigurinn en það mikilvægasta væri sigur liðsins: „Þetta var ótrúleg helgi. Að vinna hérna var frábært og mér fannst bíllinn virka virkilega vel. En auðvitað var það mikilvægasta að vinna einnig keppni bílasmiða. Ég er mjög stoltur af öllum sem voru að vinna á brautinni en líka þeim sem vinna í verksmiðjunni. Við erum að eiga ótrúlegt ár.“ Akstursíþróttir Tengdar fréttir Verstappen með níu fingur á titlinum Max Verstappen bar sigur úr býtum í Japanskappakstrinum í morgun með miklum yfirburðum en hann kom í mark 19 sekúndum á undan Lando Norris ökumanni McLaren Mercedes. 24. september 2023 10:32 Lewis Hamilton: Mjög slæmur dagur Ökuþórinn Lewis Hamilton viðurkenndi í viðtali í dag að hann hafi átt erfitt uppdráttar í gegnum báðar æfingarnar sem fóru fram í Japan í nótt. 22. september 2023 22:31 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þetta er annað árið í röð sem Red Bull vinnur titilinn eftirsótta en munurinn á 1. og 2. sæti hefur aldrei verið jafn mikill í sögu Formúlu 1. Því ber þó að halda til haga að enn er sex keppnir eftir af tímabilinu en miðað við frammistöðu Max Verstappen hingað til gæti munurinn vel orðið meiri. Verstappen kom með 26 stig í hús sem dugði Red Bull til sigurs. Ökumenn Mercedes, þeir Lewis Hamilton og George Russell áttu í stökustu vandræðum í keppninni í dag og enduðu í 5. og 7. sæti sem skilaði liði þeirra 16 stigum alls. Verstappen sagðist vera ánægður með sigurinn en það mikilvægasta væri sigur liðsins: „Þetta var ótrúleg helgi. Að vinna hérna var frábært og mér fannst bíllinn virka virkilega vel. En auðvitað var það mikilvægasta að vinna einnig keppni bílasmiða. Ég er mjög stoltur af öllum sem voru að vinna á brautinni en líka þeim sem vinna í verksmiðjunni. Við erum að eiga ótrúlegt ár.“
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Verstappen með níu fingur á titlinum Max Verstappen bar sigur úr býtum í Japanskappakstrinum í morgun með miklum yfirburðum en hann kom í mark 19 sekúndum á undan Lando Norris ökumanni McLaren Mercedes. 24. september 2023 10:32 Lewis Hamilton: Mjög slæmur dagur Ökuþórinn Lewis Hamilton viðurkenndi í viðtali í dag að hann hafi átt erfitt uppdráttar í gegnum báðar æfingarnar sem fóru fram í Japan í nótt. 22. september 2023 22:31 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Verstappen með níu fingur á titlinum Max Verstappen bar sigur úr býtum í Japanskappakstrinum í morgun með miklum yfirburðum en hann kom í mark 19 sekúndum á undan Lando Norris ökumanni McLaren Mercedes. 24. september 2023 10:32
Lewis Hamilton: Mjög slæmur dagur Ökuþórinn Lewis Hamilton viðurkenndi í viðtali í dag að hann hafi átt erfitt uppdráttar í gegnum báðar æfingarnar sem fóru fram í Japan í nótt. 22. september 2023 22:31