Tekur landsstjórnin ekkert mark á lögum um almannatryggingar? Finnur Birgisson skrifar 25. september 2023 07:31 „Greiðslur almannatrygginga (…) skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ - Þannig hljóðar 62. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar. Þetta þýðir skv. almennum málskilningi að launaþróunin eigi að vera aðalviðmiðið. En ef svo skyldi einhverntíma vilja til að launin héldu ekki í við verðlagið, þá skuli verðlagið ráða, þ.e.a.s. sú viðmiðunin sem þá gefur hagstæðari niðurstöðu fyrir skjólstæðinga almannatrygginga, - ekki fyrir ríkiskassann. Klókindaleg formúla fjármálaráðuneytis Bæði þessi viðmið eru skýr og ótvíræð og birtast í mánaðarlegum launa- og neysluverðsvísitölum Hagstofu Íslands. Það flækir samt óneitanlega málið, að ákvörðun Alþingis um fjárveitingar til almannatrygginga þarf hverju sinni að byggjast á spá um væntanlega þróun vísitalnanna á komandi ári, og eins og Daninn sagði þá er erfitt að spá; sér í lagi um framtíðina. Nokkur síðustu ára hafa spárnar geigað verulega og alltaf á sama veg: Skjólstæðingum almannatrygginga í óhag. Það er þó ekki eina ástæðan fyrir því að greiðslur almannatrygginga hafa dregist langt aftur úr launaþróuninni á undanförnum árum, og jafnvel átt það til að halda ekki einu sinni í við framfærsluvísitöluna. Önnur ástæða er sú að fjármálaráðuneytið hefur alla tíð álitið það mesta óráð að láta greiðslur almannatrygginga fylgja launaþróuninni. Það hefur því komið sér upp klókindalegri formúlu til að „leiðrétta“ tölur Hagstofunnar, - reikna launavísitöluna niður. Kaupmáttur ellilífeyrisins dróst saman 2021 og 2022 Kjaragliðnunina, sem er afleiðing af þessu, má sjá á meðfylgjandi línuriti (Mynd 1). Það tekur til áranna sem ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur hafa setið en sú fyrri tók við völdum 30. nóvember 2017. Línurnar eru stilltar á 100 fyrir árið 2017 og sýna hvernig ársmeðaltöl verðlags, launa og ellilífeyris hafa þróast síðan þá. Línuritið sýnir að launin hafa hækkað um 52% og framfærsluvísitalan um 33% á þessum 6 árum, sem þýðir að kaupmáttur launanna jókst um 14,3%. Aukningin varð einkum til og með 2021, en eftir það verða launa- og framfærslulínan nánast samsíða, sem þýðir að síðan þá hefur kaupmátturinn að mestu staðið í stað. En hvað með ellilífeyrinn? Fyrstu ríkisstjórnarár Katrínar hækkaði hann aðeins brattar en framfærsluvísitalan og 2020 hafði kaupmáttur hans aukist um ca. 2,8% frá 2017, meðan kaupmáttur launa hafði aukist um 9,2%. En næstu tvö árin dróst kaupmáttur ellilífeyrisins saman aftur og árið 2022 var hann dottinn niður í nánast það sama og hann hafði verið 2017, meðan kaupmáttur launanna hafði aukist um 13%. Súluritið á mynd 2 fjallar um það sama og línuritið, en sýnir það á annan hátt. Fyrir hvert ár eru tvær súlur, blá fyrir launin og rauð fyrir ellilífeyrinn, og tákna þær kaupmáttaraukningu (eða -rýrnun) í prósentum frá næsta ári á undan. Dæmi: Árið 2018 jókst kaupmáttur launa um 3,8% frá árinu á undan, en kaupmáttur ellilífeyrisins um 2%. 4,6% kjaragliðnun á einu ári! Af súluritinu sést glöggt hvernig kjaragliðnunin hefur aukist jafnt og þétt allt frá upphafi tímabilsins. Aldrei þó meira en 2021, þegar raunvirði ellilífeyrisins rýrnaði um 0,8% frá fyrra ári en kaupmáttur launanna jókst um 3,8%. Þar gleikkaði bilið milli launa og lífeyris í einu stökki um 4,6%! Árið 2022 varð síðan sama og engin kaupmáttaraukning launanna, en þá lækkaði líka ellilífeyririnn um 1,8% að raungildi. Á yfirstandandi ári hefur þetta snúist aðeins við og kaupmáttur ellilífeyrisins aukist lítillega á ný, en þó ekki nóg til að vega upp rýrnunina '21 og '22. - Því fer þannig víðs fjarri að í ríkistjórnartíð Katrínar hafi verið virt sú meginregla almannatryggingarlaganna að láta ellilífeyrinn fylgja launaþróun. Tvö undangengin ár hélt hann meira að segja ekki í við framfærsluvísitöluna, heldur dróst saman að raungildi um samtals 2,6%. Samt kveða lögin á um að það megi ekki gerast, því þar segir í 62. grein: „ ... þó þannig að þær (innsk.: greiðslurnar) hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Þegar svo almenna frítekjumarkið hefur í ofanálag staðið í stað í skitnum 25 þúsund krónum á mánuði síðan 2017, þarf engan að undra að meðal ellilífeyristaka ríki vonbrigði og reiði vegna þess algera tómlætis sem ríkisstjórnin sýnir kjörum þeirra. Höfundur er formaður kjaranefndar FEB í Reykjavík og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Eldri borgarar Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
„Greiðslur almannatrygginga (…) skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ - Þannig hljóðar 62. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar. Þetta þýðir skv. almennum málskilningi að launaþróunin eigi að vera aðalviðmiðið. En ef svo skyldi einhverntíma vilja til að launin héldu ekki í við verðlagið, þá skuli verðlagið ráða, þ.e.a.s. sú viðmiðunin sem þá gefur hagstæðari niðurstöðu fyrir skjólstæðinga almannatrygginga, - ekki fyrir ríkiskassann. Klókindaleg formúla fjármálaráðuneytis Bæði þessi viðmið eru skýr og ótvíræð og birtast í mánaðarlegum launa- og neysluverðsvísitölum Hagstofu Íslands. Það flækir samt óneitanlega málið, að ákvörðun Alþingis um fjárveitingar til almannatrygginga þarf hverju sinni að byggjast á spá um væntanlega þróun vísitalnanna á komandi ári, og eins og Daninn sagði þá er erfitt að spá; sér í lagi um framtíðina. Nokkur síðustu ára hafa spárnar geigað verulega og alltaf á sama veg: Skjólstæðingum almannatrygginga í óhag. Það er þó ekki eina ástæðan fyrir því að greiðslur almannatrygginga hafa dregist langt aftur úr launaþróuninni á undanförnum árum, og jafnvel átt það til að halda ekki einu sinni í við framfærsluvísitöluna. Önnur ástæða er sú að fjármálaráðuneytið hefur alla tíð álitið það mesta óráð að láta greiðslur almannatrygginga fylgja launaþróuninni. Það hefur því komið sér upp klókindalegri formúlu til að „leiðrétta“ tölur Hagstofunnar, - reikna launavísitöluna niður. Kaupmáttur ellilífeyrisins dróst saman 2021 og 2022 Kjaragliðnunina, sem er afleiðing af þessu, má sjá á meðfylgjandi línuriti (Mynd 1). Það tekur til áranna sem ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur hafa setið en sú fyrri tók við völdum 30. nóvember 2017. Línurnar eru stilltar á 100 fyrir árið 2017 og sýna hvernig ársmeðaltöl verðlags, launa og ellilífeyris hafa þróast síðan þá. Línuritið sýnir að launin hafa hækkað um 52% og framfærsluvísitalan um 33% á þessum 6 árum, sem þýðir að kaupmáttur launanna jókst um 14,3%. Aukningin varð einkum til og með 2021, en eftir það verða launa- og framfærslulínan nánast samsíða, sem þýðir að síðan þá hefur kaupmátturinn að mestu staðið í stað. En hvað með ellilífeyrinn? Fyrstu ríkisstjórnarár Katrínar hækkaði hann aðeins brattar en framfærsluvísitalan og 2020 hafði kaupmáttur hans aukist um ca. 2,8% frá 2017, meðan kaupmáttur launa hafði aukist um 9,2%. En næstu tvö árin dróst kaupmáttur ellilífeyrisins saman aftur og árið 2022 var hann dottinn niður í nánast það sama og hann hafði verið 2017, meðan kaupmáttur launanna hafði aukist um 13%. Súluritið á mynd 2 fjallar um það sama og línuritið, en sýnir það á annan hátt. Fyrir hvert ár eru tvær súlur, blá fyrir launin og rauð fyrir ellilífeyrinn, og tákna þær kaupmáttaraukningu (eða -rýrnun) í prósentum frá næsta ári á undan. Dæmi: Árið 2018 jókst kaupmáttur launa um 3,8% frá árinu á undan, en kaupmáttur ellilífeyrisins um 2%. 4,6% kjaragliðnun á einu ári! Af súluritinu sést glöggt hvernig kjaragliðnunin hefur aukist jafnt og þétt allt frá upphafi tímabilsins. Aldrei þó meira en 2021, þegar raunvirði ellilífeyrisins rýrnaði um 0,8% frá fyrra ári en kaupmáttur launanna jókst um 3,8%. Þar gleikkaði bilið milli launa og lífeyris í einu stökki um 4,6%! Árið 2022 varð síðan sama og engin kaupmáttaraukning launanna, en þá lækkaði líka ellilífeyririnn um 1,8% að raungildi. Á yfirstandandi ári hefur þetta snúist aðeins við og kaupmáttur ellilífeyrisins aukist lítillega á ný, en þó ekki nóg til að vega upp rýrnunina '21 og '22. - Því fer þannig víðs fjarri að í ríkistjórnartíð Katrínar hafi verið virt sú meginregla almannatryggingarlaganna að láta ellilífeyrinn fylgja launaþróun. Tvö undangengin ár hélt hann meira að segja ekki í við framfærsluvísitöluna, heldur dróst saman að raungildi um samtals 2,6%. Samt kveða lögin á um að það megi ekki gerast, því þar segir í 62. grein: „ ... þó þannig að þær (innsk.: greiðslurnar) hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Þegar svo almenna frítekjumarkið hefur í ofanálag staðið í stað í skitnum 25 þúsund krónum á mánuði síðan 2017, þarf engan að undra að meðal ellilífeyristaka ríki vonbrigði og reiði vegna þess algera tómlætis sem ríkisstjórnin sýnir kjörum þeirra. Höfundur er formaður kjaranefndar FEB í Reykjavík og nágrenni
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun