Forvarnir gegn fávisku Birgir Dýrfjörð skrifar 24. september 2023 21:00 Í Kastljósi RUV 20. sept. 2023 birtist furðulegt viðtal við Hildi Sverrisdóttur nýbakaðan formann þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Umræðuefnið voru tillögur þingflokks sjálfstæðismanna og kvenna um að auka aðgengi almennings að áfengi. Aukning áfengisneyslu er þó 74% s.l. 30 ár. Skorpulifur, banvænn fylgisjúkdómur áfengis hefur áttfaldast. Mest fyrir bjórdrykkju og létt vín. Formaður þingflokksins sagði bara „Þetta er veruleiki sem við lifum við.“ Við fáum því ekki breytt. Fram kom í viðtalinu að aukið og auðveldað aðgengi að áfengi eykur mjög neyslu þess. Viðmælendur voru sammála, að með aukinni neyslu áfengis hafa aukst mikið afbrot, ofbeldi, slysfarir og sundrun fjölskyldna og brottfall æskufólks úr skólum. Það eykur síðan á vanhæfi þess unga fólks, að láta rætast drauma sína um gott líf, - það verður þá útundan í lífinu. Ríkið á ekki að vera að hafa vit fyrir fullorðnu fólki sagði formaðurinn. Hún upplýsti þó að það væri rifa í frumvarpinu fyrir afsiftasemi Ríkisins. Hún sagði: „Það er kveðið á um það í frumvarpinu okkar að það megiefla forvarnir.“ - Megi. Sem ábyrgur stjórnmálamaður benti hún líka á fjármögnun á kostnaði við forvarnir. „Það má selja Áfengisbúðirnar, þá fengist dágóð summa til að kosta forvarnir,“ sagði hún. (hægt er að sjá og heyra viðtalið á spilara ruv 20.9.´23) Spurt er. Til hvers eru forvarnir? Eru þær ekki til að koma í veg fyrir að eitthvað slæmt gerist. T.d. að það verði aukning á neyslu áfengis og fíkniefna í íslensku samfélagi? Hvernig getur formaður þingflokks sem flytur frumvarp um risaskref til að auka aðgengi að áfengi, og kallar forvarnir forræðishyggju ríkisins, hvernig getur hann í, sömu ræðunni, haldið því fram, að það megi selja fasteignir ríkisins til að fjármagna forvarnir gegn áfengi? Hvaða aulaháttur er þetta? Í hvaða kýrhaus er þetta fólk að draga Sjálfstæðisflokkinn? Besta forvörnin gegn þessari fávisku er, að gott og ærlegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem vissulega er stór hópur þar á bæ, taki höndum saman og visti hluta þingflokksins á skaðaminni stað en nú er. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kastljósi RUV 20. sept. 2023 birtist furðulegt viðtal við Hildi Sverrisdóttur nýbakaðan formann þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Umræðuefnið voru tillögur þingflokks sjálfstæðismanna og kvenna um að auka aðgengi almennings að áfengi. Aukning áfengisneyslu er þó 74% s.l. 30 ár. Skorpulifur, banvænn fylgisjúkdómur áfengis hefur áttfaldast. Mest fyrir bjórdrykkju og létt vín. Formaður þingflokksins sagði bara „Þetta er veruleiki sem við lifum við.“ Við fáum því ekki breytt. Fram kom í viðtalinu að aukið og auðveldað aðgengi að áfengi eykur mjög neyslu þess. Viðmælendur voru sammála, að með aukinni neyslu áfengis hafa aukst mikið afbrot, ofbeldi, slysfarir og sundrun fjölskyldna og brottfall æskufólks úr skólum. Það eykur síðan á vanhæfi þess unga fólks, að láta rætast drauma sína um gott líf, - það verður þá útundan í lífinu. Ríkið á ekki að vera að hafa vit fyrir fullorðnu fólki sagði formaðurinn. Hún upplýsti þó að það væri rifa í frumvarpinu fyrir afsiftasemi Ríkisins. Hún sagði: „Það er kveðið á um það í frumvarpinu okkar að það megiefla forvarnir.“ - Megi. Sem ábyrgur stjórnmálamaður benti hún líka á fjármögnun á kostnaði við forvarnir. „Það má selja Áfengisbúðirnar, þá fengist dágóð summa til að kosta forvarnir,“ sagði hún. (hægt er að sjá og heyra viðtalið á spilara ruv 20.9.´23) Spurt er. Til hvers eru forvarnir? Eru þær ekki til að koma í veg fyrir að eitthvað slæmt gerist. T.d. að það verði aukning á neyslu áfengis og fíkniefna í íslensku samfélagi? Hvernig getur formaður þingflokks sem flytur frumvarp um risaskref til að auka aðgengi að áfengi, og kallar forvarnir forræðishyggju ríkisins, hvernig getur hann í, sömu ræðunni, haldið því fram, að það megi selja fasteignir ríkisins til að fjármagna forvarnir gegn áfengi? Hvaða aulaháttur er þetta? Í hvaða kýrhaus er þetta fólk að draga Sjálfstæðisflokkinn? Besta forvörnin gegn þessari fávisku er, að gott og ærlegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem vissulega er stór hópur þar á bæ, taki höndum saman og visti hluta þingflokksins á skaðaminni stað en nú er. Höfundur er rafvirki.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar