Burt með sjálftöku og spillingu Sigurjón Þórðarson skrifar 25. september 2023 10:30 Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum. Núverandi útfærsla á úthlutun veiðiheimilda Byggðastofnunar, fyrir fleiri milljarða kr. á ári, byggist á samningum við aðila sem hafa margir hverjir lítil eða jafnvel engin tengsl við þær byggðir sem fá úthlutun en hafa þeim mun sterkari tengsl inn í stjórnkerfið. Sumir þessara samninga sem samþykktir hafa verið til nokkurra ára hafa orðið að verðmætri söluvöru um leið og blekið þornaði á undirskriftunum. Síldarvinnsla Samherja, sem hefur sett atvinnulíf Seyðisfjarðar í uppnám, fær t.d. árlega megnið af byggðakvótanum sem ætlaður er Þingeyri, en landar ekki einum einasta sporði í þorpinu! Í nokkrum byggðum fer ekki fram nein vinnsla á þeim afla sem veiddur er á grundvelli byggðasjónarmiða og í enn öðrum fer fram einhver málamyndavinnsla, sem verður hætt um leið og ekki verður framhald á úthlutun á byggðakvótum. Við í Flokki fólksins viljum treysta frumkvæði íbúanna sjálfra með eftirfarandi tillögum: Koma þarf á löndunarskyldu á byggðakvóta í brothættu byggðunum, en taka af vinnsluskyldu. Allur fiskur taki verð á frjálsum markaði, þó þannig að 20% af andvirðinu renni til uppbyggingarsjóðs í viðkomandi byggðarlagi. Fiskvinnslur í viðkomandi sveitarfélagi hafa forgang að aflanum á 15% afslætti af meðalverði á markaði, en þá færi aðeins 5% til uppbyggingarsjóðs í byggðarlaginu. Skipting á milli báta í hverju byggðarlagi en jafnframt yrði gerð krafa um að meirihluti áhafnarmeðlima væri með lögheimili í viðkomandi byggð. Flokkur fólksins vill frelsa sjávarþorpin undan kvótaaðlinum, og um leið skapa fjármagn til sóknar í öðrum atvinnurekstri. Við fordæmum með öllu þá aðför sem tíðkast hefur að áður blómlegum sjávarbyggðum allt í kringum landið. Það er löngu tímabært að vinda ofan af þeirri óheillaþróun sem hér hefur fengið að viðgangast. Snúum þessari öfugþróun til betri vegar. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum. Núverandi útfærsla á úthlutun veiðiheimilda Byggðastofnunar, fyrir fleiri milljarða kr. á ári, byggist á samningum við aðila sem hafa margir hverjir lítil eða jafnvel engin tengsl við þær byggðir sem fá úthlutun en hafa þeim mun sterkari tengsl inn í stjórnkerfið. Sumir þessara samninga sem samþykktir hafa verið til nokkurra ára hafa orðið að verðmætri söluvöru um leið og blekið þornaði á undirskriftunum. Síldarvinnsla Samherja, sem hefur sett atvinnulíf Seyðisfjarðar í uppnám, fær t.d. árlega megnið af byggðakvótanum sem ætlaður er Þingeyri, en landar ekki einum einasta sporði í þorpinu! Í nokkrum byggðum fer ekki fram nein vinnsla á þeim afla sem veiddur er á grundvelli byggðasjónarmiða og í enn öðrum fer fram einhver málamyndavinnsla, sem verður hætt um leið og ekki verður framhald á úthlutun á byggðakvótum. Við í Flokki fólksins viljum treysta frumkvæði íbúanna sjálfra með eftirfarandi tillögum: Koma þarf á löndunarskyldu á byggðakvóta í brothættu byggðunum, en taka af vinnsluskyldu. Allur fiskur taki verð á frjálsum markaði, þó þannig að 20% af andvirðinu renni til uppbyggingarsjóðs í viðkomandi byggðarlagi. Fiskvinnslur í viðkomandi sveitarfélagi hafa forgang að aflanum á 15% afslætti af meðalverði á markaði, en þá færi aðeins 5% til uppbyggingarsjóðs í byggðarlaginu. Skipting á milli báta í hverju byggðarlagi en jafnframt yrði gerð krafa um að meirihluti áhafnarmeðlima væri með lögheimili í viðkomandi byggð. Flokkur fólksins vill frelsa sjávarþorpin undan kvótaaðlinum, og um leið skapa fjármagn til sóknar í öðrum atvinnurekstri. Við fordæmum með öllu þá aðför sem tíðkast hefur að áður blómlegum sjávarbyggðum allt í kringum landið. Það er löngu tímabært að vinda ofan af þeirri óheillaþróun sem hér hefur fengið að viðgangast. Snúum þessari öfugþróun til betri vegar. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun