Ljóst hverjir verða fyrstu fræðimennirnir sem dvelja í Grímshúsi Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2023 12:44 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Vísir/Arnar Aðstandendur Hringborðs norðurslóða hefur tilkynnt hvaða fræðimenn hafa fengið úthlutaða fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði frá haustinu 2023 til sumars 2025. Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar kynnti fyrir rúmu ári verkefnið „Fræðadvöl í Grímshúsi” á Ísafirði og nú hefur sérstök valnefnd ákveðið fyrstu vísindamennina og sérfræðingana sem munu dvelja í húsinu. Alls voru 251 umsækjandi frá um sextíu löndum. „Fræðadvölin er í samvinnu við Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle, Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og líftæknifyrirtækið Kerecis. Fræðadvölinni er ætlað að skapa erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum, fræðimönnum, rithöfundum og fleirum kost á því að dvelja í 2-6 vikur í Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Ólafur Ragnar Grímsson eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Grímshús stendur við Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Vísir/Ívar Valnefnd á vegum Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar hefur valið 10 fræðimenn sem munu dvelja í Grímshúsi á tímabilinu haust 2023 til sumars 2025. 2023 Seira Duncan frá Bretlandi. Verkefni: „Andleg vellíðan meðal frumbyggjasamfélaga á Norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.” Dina Brode-Roger frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Verkefni: „Hvernig skilningur á umhverfinu hefur áhrif á áhættumat á Norðurslóðum: Samanburðarrannsóknir á Longyearbyen, Svalbarða og Ísafirði.” 2024 Allison Chandler frá Kanada. Verkefni: „Háskólar sem þróunartæki á Norðurslóðum.” Nishtha Tewari frá Indlandi. Verkefni: „Landafræði ókortlagðra veikinda: Heilsa, heimili og hreyfanleiki í indversku Himalajafjöllunum.” Gabriel N. Gee frá Frakklandi. Verkefni: „Siglingasaga Íslands og Ísafjarðar.” Elisa Debora og Benjamin Hofmann frá Sviss. Verkefni: „Hlutverk vísinda í sjálfbærum stjórnunarháttum: Þverfagleg sjónræn könnun á Vestfjörðum.” Luke Earl Holman frá Bretlandi. Verkefni: Rannsóknarverkefni um áhrif manna á höfin og lífríki sjávar. Styrtk af Evrópusambandinu. 2025 Anna J. Davis frá Bandaríkjunum. Verkefni: „Að vera Norðurslóðaríki? Rannsókn á Íslandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Mikilvægi tæknilegra og vísindalegra framfara fyrir stöðu Norðurslóðaríkja.” Patrick Maher frá Kanada. Verkefni: „Rannsóknir á samskiptum Ísafjarðarbæjar við skemmtiferðaskip - Stjórnun verndarsvæða.” Áformað er að sérhver fræðimaður haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík eða Akureyri. Listi yfir fræðimenn, verkefni þeirra og frá hvaða löndum þeir eru er birtur með fréttatilkynningunni. Valnefndin er skipuð af Matthildi Maríu Rafnsdóttur, fyrir hönd Hringborðs Norðurslóða, Dr. Peter Weiss fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða og Dr. Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur fyrir hönd Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Umsóknarferlið fyrir seinni hluta 2025 og árið 2026 verður tilkynnt í byrjun næsta árs,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í nóvember á síðasta ári þar sem sagt var frá verkefninu. Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar kynnti fyrir rúmu ári verkefnið „Fræðadvöl í Grímshúsi” á Ísafirði og nú hefur sérstök valnefnd ákveðið fyrstu vísindamennina og sérfræðingana sem munu dvelja í húsinu. Alls voru 251 umsækjandi frá um sextíu löndum. „Fræðadvölin er í samvinnu við Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle, Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og líftæknifyrirtækið Kerecis. Fræðadvölinni er ætlað að skapa erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum, fræðimönnum, rithöfundum og fleirum kost á því að dvelja í 2-6 vikur í Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Ólafur Ragnar Grímsson eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Grímshús stendur við Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Vísir/Ívar Valnefnd á vegum Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar hefur valið 10 fræðimenn sem munu dvelja í Grímshúsi á tímabilinu haust 2023 til sumars 2025. 2023 Seira Duncan frá Bretlandi. Verkefni: „Andleg vellíðan meðal frumbyggjasamfélaga á Norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.” Dina Brode-Roger frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Verkefni: „Hvernig skilningur á umhverfinu hefur áhrif á áhættumat á Norðurslóðum: Samanburðarrannsóknir á Longyearbyen, Svalbarða og Ísafirði.” 2024 Allison Chandler frá Kanada. Verkefni: „Háskólar sem þróunartæki á Norðurslóðum.” Nishtha Tewari frá Indlandi. Verkefni: „Landafræði ókortlagðra veikinda: Heilsa, heimili og hreyfanleiki í indversku Himalajafjöllunum.” Gabriel N. Gee frá Frakklandi. Verkefni: „Siglingasaga Íslands og Ísafjarðar.” Elisa Debora og Benjamin Hofmann frá Sviss. Verkefni: „Hlutverk vísinda í sjálfbærum stjórnunarháttum: Þverfagleg sjónræn könnun á Vestfjörðum.” Luke Earl Holman frá Bretlandi. Verkefni: Rannsóknarverkefni um áhrif manna á höfin og lífríki sjávar. Styrtk af Evrópusambandinu. 2025 Anna J. Davis frá Bandaríkjunum. Verkefni: „Að vera Norðurslóðaríki? Rannsókn á Íslandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Mikilvægi tæknilegra og vísindalegra framfara fyrir stöðu Norðurslóðaríkja.” Patrick Maher frá Kanada. Verkefni: „Rannsóknir á samskiptum Ísafjarðarbæjar við skemmtiferðaskip - Stjórnun verndarsvæða.” Áformað er að sérhver fræðimaður haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík eða Akureyri. Listi yfir fræðimenn, verkefni þeirra og frá hvaða löndum þeir eru er birtur með fréttatilkynningunni. Valnefndin er skipuð af Matthildi Maríu Rafnsdóttur, fyrir hönd Hringborðs Norðurslóða, Dr. Peter Weiss fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða og Dr. Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur fyrir hönd Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Umsóknarferlið fyrir seinni hluta 2025 og árið 2026 verður tilkynnt í byrjun næsta árs,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í nóvember á síðasta ári þar sem sagt var frá verkefninu.
2023 Seira Duncan frá Bretlandi. Verkefni: „Andleg vellíðan meðal frumbyggjasamfélaga á Norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.” Dina Brode-Roger frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Verkefni: „Hvernig skilningur á umhverfinu hefur áhrif á áhættumat á Norðurslóðum: Samanburðarrannsóknir á Longyearbyen, Svalbarða og Ísafirði.” 2024 Allison Chandler frá Kanada. Verkefni: „Háskólar sem þróunartæki á Norðurslóðum.” Nishtha Tewari frá Indlandi. Verkefni: „Landafræði ókortlagðra veikinda: Heilsa, heimili og hreyfanleiki í indversku Himalajafjöllunum.” Gabriel N. Gee frá Frakklandi. Verkefni: „Siglingasaga Íslands og Ísafjarðar.” Elisa Debora og Benjamin Hofmann frá Sviss. Verkefni: „Hlutverk vísinda í sjálfbærum stjórnunarháttum: Þverfagleg sjónræn könnun á Vestfjörðum.” Luke Earl Holman frá Bretlandi. Verkefni: Rannsóknarverkefni um áhrif manna á höfin og lífríki sjávar. Styrtk af Evrópusambandinu. 2025 Anna J. Davis frá Bandaríkjunum. Verkefni: „Að vera Norðurslóðaríki? Rannsókn á Íslandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Mikilvægi tæknilegra og vísindalegra framfara fyrir stöðu Norðurslóðaríkja.” Patrick Maher frá Kanada. Verkefni: „Rannsóknir á samskiptum Ísafjarðarbæjar við skemmtiferðaskip - Stjórnun verndarsvæða.”
Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36