„Að sjálfsögðu eru það vonbrigði“ Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2023 18:38 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Guðrún Arnardóttir voru skiljanlega svekktar eftir tapið stóra í Þýskalandi í kvöld. Getty/Gerrit van Cologne „Við töpuðum bara fyrir góðu liði. Náðum kannski ekki alveg að spila agressívt á móti þeim. Þær unnu öll návígi og það var erfitt fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við RÚV í Bochum eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Íslenska liðið lenti undir eftir tæplega tuttugu mínútna leik og var 2-0 undir í hálfleik. Þýska liðið hafði í raun fullkomna stjórn á leiknum allan tímann. „Auðvitað er alveg hægt að segja það að uppleggið hafi ekki gengið upp. Við töpuðum náttúrulega 4-0. Við náðum aldrei að flytja boltann fram á við til að raunverulega eiga möguleika á að pressa þær uppi. Það var vandamál. Okkur gekk illa að halda í boltann, og töpuðum návígum þegar við vorum með boltann, þannig að það er erfitt að flytja liðið upp þegar þú tapar alltaf boltanum á eigin vallarhelmingi. Þetta var svona það erfiðasta. Þær [þýsku] voru bara drullugóðar á móti okkur. Vel agressívar og pressuðu okkur hátt. Bara læti í þeim allan tímann,“ sagði Þorsteinn við RÚV. Ísland skapaði sér ekki eitt einasta færi í leiknum. „Já, að sjálfsögðu eru það vonbrigði. En ef við setjum þetta í samhengi þá vorum við ekki fyrir fram að leggja upp með það að við kæmum til Þýskalands og myndum vinna. Við auðvitað förum í alla leiki til að vinna og gerum allt sem við getum, en auðvitað var sóknarleikurinn erfiður og þungur hjá okkur. Sendingar, móttaka og önnur „basic“ atriði voru erfið og þung hjá okkur. Svona er þetta bara. Leikurinn fór illa en það breytir því ekki að við þurfum bara að gíra okkur upp og vera áfram í þessari baráttu,“ sagði Þorsteinn. Spurður út í stöðuna á Sveindísi Jane Jónsdóttur, sem missti af leikjunum við Þýskaland og Wales vegna meiðsla, og hvort hún yrði með í lok október þegar Ísland mætir Danmörku og Þýskalandi á Laugardalsvelli, svaraði Þorsteinn: „Nei, ég veit raunverulega ekki neitt fyrr en í næsta glugga.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Íslenska liðið lenti undir eftir tæplega tuttugu mínútna leik og var 2-0 undir í hálfleik. Þýska liðið hafði í raun fullkomna stjórn á leiknum allan tímann. „Auðvitað er alveg hægt að segja það að uppleggið hafi ekki gengið upp. Við töpuðum náttúrulega 4-0. Við náðum aldrei að flytja boltann fram á við til að raunverulega eiga möguleika á að pressa þær uppi. Það var vandamál. Okkur gekk illa að halda í boltann, og töpuðum návígum þegar við vorum með boltann, þannig að það er erfitt að flytja liðið upp þegar þú tapar alltaf boltanum á eigin vallarhelmingi. Þetta var svona það erfiðasta. Þær [þýsku] voru bara drullugóðar á móti okkur. Vel agressívar og pressuðu okkur hátt. Bara læti í þeim allan tímann,“ sagði Þorsteinn við RÚV. Ísland skapaði sér ekki eitt einasta færi í leiknum. „Já, að sjálfsögðu eru það vonbrigði. En ef við setjum þetta í samhengi þá vorum við ekki fyrir fram að leggja upp með það að við kæmum til Þýskalands og myndum vinna. Við auðvitað förum í alla leiki til að vinna og gerum allt sem við getum, en auðvitað var sóknarleikurinn erfiður og þungur hjá okkur. Sendingar, móttaka og önnur „basic“ atriði voru erfið og þung hjá okkur. Svona er þetta bara. Leikurinn fór illa en það breytir því ekki að við þurfum bara að gíra okkur upp og vera áfram í þessari baráttu,“ sagði Þorsteinn. Spurður út í stöðuna á Sveindísi Jane Jónsdóttur, sem missti af leikjunum við Þýskaland og Wales vegna meiðsla, og hvort hún yrði með í lok október þegar Ísland mætir Danmörku og Þýskalandi á Laugardalsvelli, svaraði Þorsteinn: „Nei, ég veit raunverulega ekki neitt fyrr en í næsta glugga.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira