Mótvægisaðgerðir megi ekki gleymast þó aðlögun sé hafin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 21:31 Finnur Ricart segir nauðsynlegt að grípa til frekari og drastískari mótvægisaðgerða. Vísir/Arnar Formaður ungra umhverfissinna fagnar því að stjórnvöld séu farin að huga að hvernig aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Mótvægisaðgerðir megi þó ekki gleymast og enn eigi eftir að tryggja fjármagn í aðlögunaraðgerðir sem kynntar voru í gær. Skýrslan loftslagsþolið Ísland var kynnt í gær og er hún afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði. Hópnum var falið að meta hvaða skref þurfi að taka til að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Skýrslan er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Þar kemur fram að öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta sé meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Forseti Ungra umhverfissinna segir þetta góða byrjun en stjórnvöld ekki mega gleyma mótvægisaðgerðum. „Í fyrsta lagi þurfum við að átta okkur á því að neyðarástand ríkir í loftslagsmálum á heimsvísu. Til að bregðast við þessu neyðarástandi þá þurfum við að grípa til mun harðari mótvægisaðgerða sem forvarnir til að takmarka þörfina fyrir aðlögun,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Næst þurfi að grípa til aðgerða sem bæði draga úr losun og hjálpa okkur að aðlagast þeim breytingum sem eru óhjákvæmilegar. Þá þurfi að tryggja að stjórnsýslan geti tekist á við þetta verkefni, sem Finnur segir hana ekki vera í dag. „Við þurfum að tryggja nægt fjármagn í þennan málaflokk. Ef við lítum á fjárlagafrumvarpið núna þá er alls ekki sett nægt fjármagn í loftslagsmálaflokkinn í því,“ segir Finnur. Ísland sé að gera ýmislegt í þessum málaflokki og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun en hún sé alls ekki nógu róttæk. Grípa þurfi til hraðari og meiri aðgerða. „Hvort ég sé vongóður að stjórnvöld forgangsraði á þennan hátt, að þau grípi til hraðari og róttækari strax er ég ekkert rosalega vongóður um það.“ Loftslagsmál Tengdar fréttir Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. 27. september 2023 10:50 Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. 26. september 2023 21:15 Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. 18. september 2023 11:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Skýrslan loftslagsþolið Ísland var kynnt í gær og er hún afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði. Hópnum var falið að meta hvaða skref þurfi að taka til að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Skýrslan er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Þar kemur fram að öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta sé meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Forseti Ungra umhverfissinna segir þetta góða byrjun en stjórnvöld ekki mega gleyma mótvægisaðgerðum. „Í fyrsta lagi þurfum við að átta okkur á því að neyðarástand ríkir í loftslagsmálum á heimsvísu. Til að bregðast við þessu neyðarástandi þá þurfum við að grípa til mun harðari mótvægisaðgerða sem forvarnir til að takmarka þörfina fyrir aðlögun,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Næst þurfi að grípa til aðgerða sem bæði draga úr losun og hjálpa okkur að aðlagast þeim breytingum sem eru óhjákvæmilegar. Þá þurfi að tryggja að stjórnsýslan geti tekist á við þetta verkefni, sem Finnur segir hana ekki vera í dag. „Við þurfum að tryggja nægt fjármagn í þennan málaflokk. Ef við lítum á fjárlagafrumvarpið núna þá er alls ekki sett nægt fjármagn í loftslagsmálaflokkinn í því,“ segir Finnur. Ísland sé að gera ýmislegt í þessum málaflokki og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun en hún sé alls ekki nógu róttæk. Grípa þurfi til hraðari og meiri aðgerða. „Hvort ég sé vongóður að stjórnvöld forgangsraði á þennan hátt, að þau grípi til hraðari og róttækari strax er ég ekkert rosalega vongóður um það.“
Loftslagsmál Tengdar fréttir Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. 27. september 2023 10:50 Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. 26. september 2023 21:15 Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. 18. september 2023 11:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. 27. september 2023 10:50
Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. 26. september 2023 21:15
Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. 18. september 2023 11:30