Fann mannakúk í regnhlíf í bílnum sínum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. september 2023 10:47 Einhver hefur laumast inn í gamlan bíl sem stóð fyrir utan heimili Valbjörns á Eskifirði, og gert þar þarfir sínar í regnhlíf. Valbjörn Júlíus Þorláksson Íbúi á Eskifirði fann heldur ókræsilegan glaðning í bifreið sinni seinnipartinn í gær. Einhver hafði laumast inn í bílinn, kúkað í regnhlíf og haldið á brott. Regnhlífin var skilin eftir í aftursæti bifreiðarinnar. Valbjörn Júlíus Þorláksson framkvæmdastjóri og íbúi á Eskifirði greindi frá þessari óvenjulegu upplifun á íbúasíðu Eskfirðinga í gær. Þar óskar hann eftir vitnum af atvikinu og birtir myndir af bílnum og regnhlífinni. Í samtali við fréttastofu segir Valbjörn að konan hans hafi farið í búð um tvöleitið í gær og komið heim tveimur tímum síðar. Þá hafi hún tekið eftir því að hurð á bíl í þeirra eigu, sem er ekki í notkun, var opin. Hún spurði Valbjörn hvort hann hefði verið að brasa eitthvað í bílnum, en svo var ekki. „Svo ég fór út og kíkti hvað var í gangi,“ segir Valbjörn. „Þá var gömul barnaregnhlíf í farþegasætinu sem hafði örugglega verið aftur í. Hún var óeðlilega þung og það var ógeðsleg lykt í bílnum. Þá var bara búið að gera þarfir sínar í regnhlífina, búið að skeina sér með blautþurrkum og þetta skilið eftir í bílnum.“ Ég skil ekki neitt Aðspurður um hvernig honum hafi orðið við segist Valbjörn hreinlega vera orðlaus. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ég vill ekki trúa að þetta sé af illsku, en það er ekkert eðlilegt við þetta.“ Glaðningurinn sem beið Valbjörns í bílnum hans í gær.Valbjörn Júlíus Þorláksson Hann segir líklega engin vitni hafa orðið af atvikinu en gröfumaður sem var við vinnu skammt frá sagðist ekki hafa séð neitt. „Það voru einhverjir útlendingar á röltinu, en ég tengi þetta ekki endilega við þá.“ Valbjörn segir uppákomur eins og þessa ekki hafa verið vandamál á Eskifirði, þrátt fyrir að þar sé lítið um almenningssalerni. Boðar mögulega mildan vetur Lögreglan mætti á staðinn og tók skýrslu en Valbjörn segist ekki ætla að leggja fram kæru vegna málsins. „Þá hefðu þeir þurft að taka regnhlífina. Ég horfði bara á hana og hugsaði, „ég get ekki látið þá taka þetta í bílinn. Svo hún fór bara beinustu leið í ruslið.“ Dv greindi frá málinu í gær. Í athugasemd við fréttina þar segist Valbjörn hafa séð að einhver hafi skrifað að þetta gæti þýtt að mildur vetur væri framundan. Reynist það rétt myndi þetta undarlega atvik að minnsta kosti hafa eitthvað jákvætt í för með sér. Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Valbjörn Júlíus Þorláksson framkvæmdastjóri og íbúi á Eskifirði greindi frá þessari óvenjulegu upplifun á íbúasíðu Eskfirðinga í gær. Þar óskar hann eftir vitnum af atvikinu og birtir myndir af bílnum og regnhlífinni. Í samtali við fréttastofu segir Valbjörn að konan hans hafi farið í búð um tvöleitið í gær og komið heim tveimur tímum síðar. Þá hafi hún tekið eftir því að hurð á bíl í þeirra eigu, sem er ekki í notkun, var opin. Hún spurði Valbjörn hvort hann hefði verið að brasa eitthvað í bílnum, en svo var ekki. „Svo ég fór út og kíkti hvað var í gangi,“ segir Valbjörn. „Þá var gömul barnaregnhlíf í farþegasætinu sem hafði örugglega verið aftur í. Hún var óeðlilega þung og það var ógeðsleg lykt í bílnum. Þá var bara búið að gera þarfir sínar í regnhlífina, búið að skeina sér með blautþurrkum og þetta skilið eftir í bílnum.“ Ég skil ekki neitt Aðspurður um hvernig honum hafi orðið við segist Valbjörn hreinlega vera orðlaus. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ég vill ekki trúa að þetta sé af illsku, en það er ekkert eðlilegt við þetta.“ Glaðningurinn sem beið Valbjörns í bílnum hans í gær.Valbjörn Júlíus Þorláksson Hann segir líklega engin vitni hafa orðið af atvikinu en gröfumaður sem var við vinnu skammt frá sagðist ekki hafa séð neitt. „Það voru einhverjir útlendingar á röltinu, en ég tengi þetta ekki endilega við þá.“ Valbjörn segir uppákomur eins og þessa ekki hafa verið vandamál á Eskifirði, þrátt fyrir að þar sé lítið um almenningssalerni. Boðar mögulega mildan vetur Lögreglan mætti á staðinn og tók skýrslu en Valbjörn segist ekki ætla að leggja fram kæru vegna málsins. „Þá hefðu þeir þurft að taka regnhlífina. Ég horfði bara á hana og hugsaði, „ég get ekki látið þá taka þetta í bílinn. Svo hún fór bara beinustu leið í ruslið.“ Dv greindi frá málinu í gær. Í athugasemd við fréttina þar segist Valbjörn hafa séð að einhver hafi skrifað að þetta gæti þýtt að mildur vetur væri framundan. Reynist það rétt myndi þetta undarlega atvik að minnsta kosti hafa eitthvað jákvætt í för með sér.
Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09