Enginn skjálfti í HK-ingum: Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 16:46 Leifur Þór Leifsson er fyrirliði HK-liðsins. Vísir/Hulda Margrét HK mætir Fylki í kvöld í neðri hluta Bestu deildar karla en þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Bestu deildinni. HK er með fjögurra stiga forskot á Fylki og fimm stigum frá fallsæti og eru HK-ingar því í mun betri stöðu en Árbæingar. „Þeir eru með bakið upp við vegg og við erum búnir að grafa okkur eigin holu. Þetta er því virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ sagði Leifur Þór Leifsson, fyrirliði HK, í samtali við Val Pál Eiríksson. Það er langt síðan HK vann síðasta leik sinn því liðið hefur ekki unnið leik síðan 9. ágúst. HK hefur leikir sex deildarleiki í röð án þess að vinna. Hvað orsakar þetta? „Þegar líða fór á mótið þá vorum við í góðri stöðu. Við fórum kannski of mikið í það að reyna að halda sigrunum. Við vorum ekki að tefla of miklu í sóknina þegar við vorum yfir og vorum að fá mörk á okkur á lokamínútunum,“ sagði Leifur Þór. „Núna erum við bara komnir með smá pressu á okkur og vonandi förum við að sækja sigrana aftur,“ sagði Leifur Þór. HK tapaði fyrir botnliði Keflavíkur í síðasta leik. Er eitthvað sérstakt sem HK þarf að bæta frá þeim leik? „Já við tökum alltaf eitthvað út úr leikjunum en við leggjum þá líka upp á misjafnan hátt. Munurinn núna er kannski sá að við erum komnir inn í Kór og okkur líður vel þar. Við höfum trú á því að við sækjum sigurinn,“ sagði Leifur Þór. HK er að sogast nær fallsætinu en er kominn einhver skjálfti í menn? „Nei ég myndi ekki segja það. Við erum með tveggja leikja forystu á þessi þrjú lið og Keflavík á ekki möguleika á því að ná okkur. Við þurfum bara einn sigur og við vitum það alveg. Við eigum tvo heimaleiki núna sem er gott fyrir okkur,“ sagði Leifur Þór. „Við fórum upp með Fylki í fyrra og þeir unnu þá deildina. Við viljum bara sanna fyrir þeim að við erum betra lið en þeir. Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra,“ sagði Leifur Þór. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30. Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
HK er með fjögurra stiga forskot á Fylki og fimm stigum frá fallsæti og eru HK-ingar því í mun betri stöðu en Árbæingar. „Þeir eru með bakið upp við vegg og við erum búnir að grafa okkur eigin holu. Þetta er því virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ sagði Leifur Þór Leifsson, fyrirliði HK, í samtali við Val Pál Eiríksson. Það er langt síðan HK vann síðasta leik sinn því liðið hefur ekki unnið leik síðan 9. ágúst. HK hefur leikir sex deildarleiki í röð án þess að vinna. Hvað orsakar þetta? „Þegar líða fór á mótið þá vorum við í góðri stöðu. Við fórum kannski of mikið í það að reyna að halda sigrunum. Við vorum ekki að tefla of miklu í sóknina þegar við vorum yfir og vorum að fá mörk á okkur á lokamínútunum,“ sagði Leifur Þór. „Núna erum við bara komnir með smá pressu á okkur og vonandi förum við að sækja sigrana aftur,“ sagði Leifur Þór. HK tapaði fyrir botnliði Keflavíkur í síðasta leik. Er eitthvað sérstakt sem HK þarf að bæta frá þeim leik? „Já við tökum alltaf eitthvað út úr leikjunum en við leggjum þá líka upp á misjafnan hátt. Munurinn núna er kannski sá að við erum komnir inn í Kór og okkur líður vel þar. Við höfum trú á því að við sækjum sigurinn,“ sagði Leifur Þór. HK er að sogast nær fallsætinu en er kominn einhver skjálfti í menn? „Nei ég myndi ekki segja það. Við erum með tveggja leikja forystu á þessi þrjú lið og Keflavík á ekki möguleika á því að ná okkur. Við þurfum bara einn sigur og við vitum það alveg. Við eigum tvo heimaleiki núna sem er gott fyrir okkur,“ sagði Leifur Þór. „Við fórum upp með Fylki í fyrra og þeir unnu þá deildina. Við viljum bara sanna fyrir þeim að við erum betra lið en þeir. Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra,“ sagði Leifur Þór. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30.
Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann