Gegn matarsóun Svandís Svavarsdóttir skrifar 29. september 2023 08:00 Í dag, 29. september, er Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn matarsóun. Þriðjungi alls matar sem framleiddur er í heiminum er sóað, samkvæmt gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Það eru um 1,3 milljarðar tonna af mat sem ekki eru nýtt en hafa verið framleidd með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum í framleiðsluferlinu. Stór hluti matar sem ekki er nýttur er svo urðaður, sem krefst mikils landsvæðis og leiðir til losunar gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsvandinn og áskoranir tengdar vernd líffræðilegrar fjölbreytni eru risastórar áskoranir og hluti af lausninni við þeim felst í sjálfbærari matvælaframleiðslu og ábyrgari nýtingu auðlinda, sem sagt: minni sóun. Meðal Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er markmið um ábyrga neyslu og framleiðslu, þar sem stefnt er að því að eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming. Þar segir einnig að bæta skuli nýtingu í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum, þ.m.t. við uppskeru. Stjórnvöld gegna mikilvægu hlutverki í þessu stóra verkefni. Á fundi norrænu ráðherranefndinnar í vor gáfu sjávarútvegs-, landbúnaðar-, matvæla- og skógræktarráðherrar Norðurlandanna út yfirlýsingu um að löndin stefndu að því sameiginlega markmiði að minnka matarsóun á Norðurlöndum um helming fyrir árið 2030. Þar kom einnig fram að ráðherrarnir undirstrikuðu að minnkun matarsóunar væri mikilvæg fyrir framkvæmd sjálfbærra og samkeppnishæfra matvælakerfa. Undir matvælaráðuneytið heyra margar stórar matvælaframleiðslugreinar og ljóst er að við verðum að stefna að betri nýtingu hráefnis í allri framleiðslukeðjunni. Það er ekki einfalt verkefni en það er gríðarlega mikilvægt. Í ráðuneyti mínu er unnið að ýmsum verkefnum sem ætlað er að stuðla að markmiðinu um minni matarsóun. Fyrst nefni ég að 15. nóvember verður haldið matvælaþing. Yfirskrift þingsins í ár er hringrásarhagkerfið, en í nýsamþykktri matvælastefnu til ársins 2040 kemur fram það markmið að hringrásarhagkerfið verði stutt með rannsóknum og þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða og stuðlað verði að minni matarsóun og minna kolefnisspori matvælaframleiðslu. Svipað markmið er að finna í landbúnaðarstefnu til 2040, þar sem lagt er til að lögð verði áhersla á þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða, ásamt nýtingu á lífrænum efnum, og þannig stuðlað að minni sóun og minna kolefnisspori. Einnig má má nefna að samantekt um nýtingu lífbrjótanlegra efna í landbúnaði og landgræðslu, ásamt tillögum að aðgerðum, var nýlega unnin fyrir matvælaráðuneytið. Lífbrjótanleg efni eru til dæmis úrgangur úr fiskeldi og húsdýraeldi og meðal markmiða þeirrar vinnu var að draga úr sóun og fullnýta verðmæti sem eru til staðar. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um þessar staðreyndir og þau áhrif sem við getum haft. Við þurfum að gera breytingar á okkar neyslumynstrum og framleiðendur matvæla þurfa að huga að því að minnka sóun eins og mögulegt er við framleiðsluna. Þó verkefnið sé stórt skipta öll skref í rétta átt máli. Með því að taka þau skref verndum við umhverfið, minnkum gróðurhúsaáhrif og tryggjum að framleiðslukerfi matvæla verði sjálfbærari. Það eru verðug markmið. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í dag, 29. september, er Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn matarsóun. Þriðjungi alls matar sem framleiddur er í heiminum er sóað, samkvæmt gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Það eru um 1,3 milljarðar tonna af mat sem ekki eru nýtt en hafa verið framleidd með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum í framleiðsluferlinu. Stór hluti matar sem ekki er nýttur er svo urðaður, sem krefst mikils landsvæðis og leiðir til losunar gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsvandinn og áskoranir tengdar vernd líffræðilegrar fjölbreytni eru risastórar áskoranir og hluti af lausninni við þeim felst í sjálfbærari matvælaframleiðslu og ábyrgari nýtingu auðlinda, sem sagt: minni sóun. Meðal Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er markmið um ábyrga neyslu og framleiðslu, þar sem stefnt er að því að eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming. Þar segir einnig að bæta skuli nýtingu í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum, þ.m.t. við uppskeru. Stjórnvöld gegna mikilvægu hlutverki í þessu stóra verkefni. Á fundi norrænu ráðherranefndinnar í vor gáfu sjávarútvegs-, landbúnaðar-, matvæla- og skógræktarráðherrar Norðurlandanna út yfirlýsingu um að löndin stefndu að því sameiginlega markmiði að minnka matarsóun á Norðurlöndum um helming fyrir árið 2030. Þar kom einnig fram að ráðherrarnir undirstrikuðu að minnkun matarsóunar væri mikilvæg fyrir framkvæmd sjálfbærra og samkeppnishæfra matvælakerfa. Undir matvælaráðuneytið heyra margar stórar matvælaframleiðslugreinar og ljóst er að við verðum að stefna að betri nýtingu hráefnis í allri framleiðslukeðjunni. Það er ekki einfalt verkefni en það er gríðarlega mikilvægt. Í ráðuneyti mínu er unnið að ýmsum verkefnum sem ætlað er að stuðla að markmiðinu um minni matarsóun. Fyrst nefni ég að 15. nóvember verður haldið matvælaþing. Yfirskrift þingsins í ár er hringrásarhagkerfið, en í nýsamþykktri matvælastefnu til ársins 2040 kemur fram það markmið að hringrásarhagkerfið verði stutt með rannsóknum og þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða og stuðlað verði að minni matarsóun og minna kolefnisspori matvælaframleiðslu. Svipað markmið er að finna í landbúnaðarstefnu til 2040, þar sem lagt er til að lögð verði áhersla á þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða, ásamt nýtingu á lífrænum efnum, og þannig stuðlað að minni sóun og minna kolefnisspori. Einnig má má nefna að samantekt um nýtingu lífbrjótanlegra efna í landbúnaði og landgræðslu, ásamt tillögum að aðgerðum, var nýlega unnin fyrir matvælaráðuneytið. Lífbrjótanleg efni eru til dæmis úrgangur úr fiskeldi og húsdýraeldi og meðal markmiða þeirrar vinnu var að draga úr sóun og fullnýta verðmæti sem eru til staðar. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um þessar staðreyndir og þau áhrif sem við getum haft. Við þurfum að gera breytingar á okkar neyslumynstrum og framleiðendur matvæla þurfa að huga að því að minnka sóun eins og mögulegt er við framleiðsluna. Þó verkefnið sé stórt skipta öll skref í rétta átt máli. Með því að taka þau skref verndum við umhverfið, minnkum gróðurhúsaáhrif og tryggjum að framleiðslukerfi matvæla verði sjálfbærari. Það eru verðug markmið. Höfundur er matvælaráðherra.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun