Allt stefndi í björgun en eftir bátsbilun var háhyrningurinn aflífaður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2023 12:08 Frá björgunaraðgerðunum sem báru því miður ekki árangur. ARIANNE GÄHWILLER Aflífa þurfti háhyrning eftir að björgunaraðgerðir í Gilsfirði, sem framan af gengu vonum framar, mistókust þegar bátur sem átti að toga dýrið út bilaði. Sérgreinadýralæknir hjá MAST segir að ekki hafi verið hægt að leggja meira á dýrið í ljósi þess að það hafði beðið í fimm daga. Ungt og hraust karldýr lokaðist innan brúar í Gilsfirði en þar hafði hann verið fastur í nokkra daga. Bíða þurfti átekta vegna gulrar veðurviðvörunar. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, tók þátt í björgunaraðgerðunum, sem hófust í raun í fyrradag. „Í gær stóð til stóra aðgerðin að koma honum á flot og sigla með hann þessa fjögurra kílómetra leið sem hann þurfti að fara og undir brú í Gilsfirðinum. Brúin er stóra áskorunin vegna þess að hún er ekki fær fyrir þetta stórt dýr nema í hástreymisflóði af því það er sirka á tveggja vikna fresti sem það er. [...] Þarna er einhver hálftímagluggi sem við höfum til að komast undir brúna. Hún er það þröng og það kemur gífurlega mikið vatn þarna inn á flóðinu með þungum straumi og glugginn er akkúrat þegar skiptir í að flæða út aftur.“ Að aðgerðunum komu Landhelgisgæslan, slysavarnafélagið Landsbjörg, fulltrúi sveitarfélagsins, Hafrannsóknarstofnun, hvalasérfræðingur frá Háskóla Íslands og hvalaþjálfari. Fulltrúi sveitarfélagsins tekur ákvarðanir en út frá ráðgjöf fagfólksins. Háhyrningurinn, sem kallaður var Sævar-strand, var afskaplega samvinnuþýður allan tímann. „Þegar við þurftum að komast undir haus þá lyfti hann haus og þegar við settum seglið undir sporðinn þá lyfti hann sporðinum. Það var mjög hjálplegt.“ Allt hafði gengið vel framan af en síðan tók að síga á ógæfuhliðina. „Við göngum þarna út með hvalinn í taum og jú, það er í fyrsta skiptið sem við förum í göngutúr með háhyrning í taum. Það er það grunnt þarna við gátum gengið nokkurn spöl tvær bara og toguðum hann með okkur og svo þegar kom að því að við náðum ekki að fóta okkur lengur og dýptin orðin of mikil og báturinn átti að veita okkur tog þá bara fer hann ekki í gang.“ Eftir að báturinn bilaði og enginn annar tækjakostur í augnsýn, hvorki í gær né í dag, þurfti að taka erfiða ákvörðun. „Þá töldum við bara rétt að aflífun væri eina rétta ákvörðunin til að tryggja hans velferð í þessu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Dýr Reykhólahreppur Hvalir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Ungt og hraust karldýr lokaðist innan brúar í Gilsfirði en þar hafði hann verið fastur í nokkra daga. Bíða þurfti átekta vegna gulrar veðurviðvörunar. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, tók þátt í björgunaraðgerðunum, sem hófust í raun í fyrradag. „Í gær stóð til stóra aðgerðin að koma honum á flot og sigla með hann þessa fjögurra kílómetra leið sem hann þurfti að fara og undir brú í Gilsfirðinum. Brúin er stóra áskorunin vegna þess að hún er ekki fær fyrir þetta stórt dýr nema í hástreymisflóði af því það er sirka á tveggja vikna fresti sem það er. [...] Þarna er einhver hálftímagluggi sem við höfum til að komast undir brúna. Hún er það þröng og það kemur gífurlega mikið vatn þarna inn á flóðinu með þungum straumi og glugginn er akkúrat þegar skiptir í að flæða út aftur.“ Að aðgerðunum komu Landhelgisgæslan, slysavarnafélagið Landsbjörg, fulltrúi sveitarfélagsins, Hafrannsóknarstofnun, hvalasérfræðingur frá Háskóla Íslands og hvalaþjálfari. Fulltrúi sveitarfélagsins tekur ákvarðanir en út frá ráðgjöf fagfólksins. Háhyrningurinn, sem kallaður var Sævar-strand, var afskaplega samvinnuþýður allan tímann. „Þegar við þurftum að komast undir haus þá lyfti hann haus og þegar við settum seglið undir sporðinn þá lyfti hann sporðinum. Það var mjög hjálplegt.“ Allt hafði gengið vel framan af en síðan tók að síga á ógæfuhliðina. „Við göngum þarna út með hvalinn í taum og jú, það er í fyrsta skiptið sem við förum í göngutúr með háhyrning í taum. Það er það grunnt þarna við gátum gengið nokkurn spöl tvær bara og toguðum hann með okkur og svo þegar kom að því að við náðum ekki að fóta okkur lengur og dýptin orðin of mikil og báturinn átti að veita okkur tog þá bara fer hann ekki í gang.“ Eftir að báturinn bilaði og enginn annar tækjakostur í augnsýn, hvorki í gær né í dag, þurfti að taka erfiða ákvörðun. „Þá töldum við bara rétt að aflífun væri eina rétta ákvörðunin til að tryggja hans velferð í þessu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun.
Dýr Reykhólahreppur Hvalir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Landeigendur í Reynisfjöru skoða hvað megi bæta í upplýsingagjöf „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira