Guðni segir að ferðaþjónustan sé að drepa íslenskan landbúnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. september 2023 21:31 Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu íslenskra bænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu bænda og segir að hrina gjaldþrota blasi við verði ekkert gert. Þá segir hann ferðaþjónustuna vera að drepa hinn hefðbundna landbúnað. Staða bænda er víða mjög erfið vegna mikilla skuldsetningar, hárra vaxta og verðbólgu. Þá er einsýnt að ungir bændur eiga mjög erfitt með sinn rekstur. Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum í Flóa, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur miklar áhyggjur af stöðunni og á von á fjölda gjaldþrota í greininni verði ekkert gert í málefnum bænda. Guðni á þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar. „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir hann og bætir við: „Það þarf bara að hugsa um lífskjör bændanna eins og lífskjör lögreglunnar, kennaranna eða þingmannanna. Hvað þurfa þeir til að lifa og við getum ekki haft þetta fólk eins og það sé þurfalingar og ekki búið við það að menn bara loki fjósum og hætti búskap, sem er mjög auðvelt núna í ferðaþjónustunni. Og Guðni heldur áfram: „Stjórnmálamennirnir verða að vakna og gera sér grein fyrir því að þetta er atvinnuvegur, sem lifir eða deyr hvort sem þeir taka á. Þeir halda utan um búvörusamningana, utan um tollamálin, utan um verðlagninguna, þannig að þeir koma að þessu öllu og þeir geta ekki verið stikkfrí.” „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir Guðni Ágústsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guðni hefur skoðun á störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra. „Ég verð að segja fyrir mig að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með hana og ríkisstjórnina í heild sinni fyrir hönd landbúnaðarins.” Ef þú værir landbúnaðarráðherra í dag, hvað myndir þú gera? „Setjast niður með bændum og skoða starfsgrundvöllinn.” Þá gagnrýnir Guðni harðlega íslenska ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan átti að bjarga hér landsbyggðinni. Nú er ferðaþjónustan, sem ferðamaðurinn vill njóta. Nú er hún að drepa landbúnaðinn. Það er auðvelt að hætta og loka fjósinu og breyta því bara í gistihús. Þetta er bara alvarlegt mál eins og oft koma á borð þessarar þjóðar,” segir Guðni Ágústsson. Flóahreppur Alþingi Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Staða bænda er víða mjög erfið vegna mikilla skuldsetningar, hárra vaxta og verðbólgu. Þá er einsýnt að ungir bændur eiga mjög erfitt með sinn rekstur. Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum í Flóa, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur miklar áhyggjur af stöðunni og á von á fjölda gjaldþrota í greininni verði ekkert gert í málefnum bænda. Guðni á þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar. „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir hann og bætir við: „Það þarf bara að hugsa um lífskjör bændanna eins og lífskjör lögreglunnar, kennaranna eða þingmannanna. Hvað þurfa þeir til að lifa og við getum ekki haft þetta fólk eins og það sé þurfalingar og ekki búið við það að menn bara loki fjósum og hætti búskap, sem er mjög auðvelt núna í ferðaþjónustunni. Og Guðni heldur áfram: „Stjórnmálamennirnir verða að vakna og gera sér grein fyrir því að þetta er atvinnuvegur, sem lifir eða deyr hvort sem þeir taka á. Þeir halda utan um búvörusamningana, utan um tollamálin, utan um verðlagninguna, þannig að þeir koma að þessu öllu og þeir geta ekki verið stikkfrí.” „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir Guðni Ágústsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guðni hefur skoðun á störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra. „Ég verð að segja fyrir mig að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með hana og ríkisstjórnina í heild sinni fyrir hönd landbúnaðarins.” Ef þú værir landbúnaðarráðherra í dag, hvað myndir þú gera? „Setjast niður með bændum og skoða starfsgrundvöllinn.” Þá gagnrýnir Guðni harðlega íslenska ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan átti að bjarga hér landsbyggðinni. Nú er ferðaþjónustan, sem ferðamaðurinn vill njóta. Nú er hún að drepa landbúnaðinn. Það er auðvelt að hætta og loka fjósinu og breyta því bara í gistihús. Þetta er bara alvarlegt mál eins og oft koma á borð þessarar þjóðar,” segir Guðni Ágústsson.
Flóahreppur Alþingi Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira