Skóreimum stolið á Höfn í Hornafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2023 20:05 Stígvéla- og skómaður á Höfn í Hornafirði, Hrafn Margeir Heimisson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn á Höfn í Hornafirði kippa sér ekkert upp við öll stígvélin og skóna sem íbúi á staðnum er með sýnis á steinvegg við garð sinn en ferðamenn, sem sækja staðinn heim verða alltaf jafn hissa og mynda stígvélin og skóna í gríð og erg. Reimunum er þó oft stolið. Hér erum við að tala um Hafnarbraut 26 á Höfn þar sem Hrafn Margeir Heimisson sjómaður býr. Stígvélin og skórnir í garðinum hans vekja alltaf mikla athygli þó heimamenn séu hættir að kippa sér upp við uppátæki Hrafns. En hvaðan koma allir skórnir? „Ég átti nú suma og svo hefur annað verið skilið eftir hér og fólk bætt þannig við söfnunina hjá mér, það eru þó mest gönguskór,“ segir Hrafn Margeir og bætir við. „Svo eru nú einhverjir sem fjarlægja alltaf eitthvað, það hverfa stígvél og skór annars slagið og svo bætist í hópinn annars staðar.“ En hvernig datt þér þetta í hug? „Það vantaði bara bút hér í girðinguna og þess vegna var þetta upplagt. Stígvélin og skórnir vekja alltaf mikla athygli hjá ferðamönnunum, þeim finnst gaman að taka myndir af þessu,“ segir Hrafn Margeir. Stígvélin eru litskrúðug og vekja alltaf mikla athygli, eins og skórnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrafn segist oft hafa lent í því að reimunum úr skónum á veggnum er stolið. „Já, þær hverfa alltaf eitthvað en nú er ég byrjaður að líma reimarnar ef ég set nýja skó á vegginn.“ Hrafn hefur oft lent í því að reimunum er stolið úr skónum en nú er hann farin að líma þær fastar til að bregðast við þjófnaðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En má fólk koma með skóna sína og setja hérna? „Ég er ekkert að mælast til þess, ég á fullan kassa af skóm, ef ég vil eitthvað, ég þarf að fara að grisja í þessu hjá mér,“ segir Hrafn Margeir glottandi. En hvað finnst bæjarbúum um þetta ? „Ég hef svo sem ekkert spurt að því en það er misjafnt hvað fólki finnst fallegt. Ég hef gaman að því að vera öðruvísi en aðrir.“ Hrafn segist ekkert kippa sér við það þegar fólk er að mynda skótauið á veggnum og hann er ánægður með alla þá ferðamenn, sem sækja Höfn heim. „Það er fínt, ég veit ekki hvernig við værum stödd ef þeir væru ekki hérna til að hressa upp á fjárhaginn, þeir bjarga öllu“, segir Hrafn Margeir, íbúi á Höfn. Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Hér erum við að tala um Hafnarbraut 26 á Höfn þar sem Hrafn Margeir Heimisson sjómaður býr. Stígvélin og skórnir í garðinum hans vekja alltaf mikla athygli þó heimamenn séu hættir að kippa sér upp við uppátæki Hrafns. En hvaðan koma allir skórnir? „Ég átti nú suma og svo hefur annað verið skilið eftir hér og fólk bætt þannig við söfnunina hjá mér, það eru þó mest gönguskór,“ segir Hrafn Margeir og bætir við. „Svo eru nú einhverjir sem fjarlægja alltaf eitthvað, það hverfa stígvél og skór annars slagið og svo bætist í hópinn annars staðar.“ En hvernig datt þér þetta í hug? „Það vantaði bara bút hér í girðinguna og þess vegna var þetta upplagt. Stígvélin og skórnir vekja alltaf mikla athygli hjá ferðamönnunum, þeim finnst gaman að taka myndir af þessu,“ segir Hrafn Margeir. Stígvélin eru litskrúðug og vekja alltaf mikla athygli, eins og skórnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrafn segist oft hafa lent í því að reimunum úr skónum á veggnum er stolið. „Já, þær hverfa alltaf eitthvað en nú er ég byrjaður að líma reimarnar ef ég set nýja skó á vegginn.“ Hrafn hefur oft lent í því að reimunum er stolið úr skónum en nú er hann farin að líma þær fastar til að bregðast við þjófnaðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En má fólk koma með skóna sína og setja hérna? „Ég er ekkert að mælast til þess, ég á fullan kassa af skóm, ef ég vil eitthvað, ég þarf að fara að grisja í þessu hjá mér,“ segir Hrafn Margeir glottandi. En hvað finnst bæjarbúum um þetta ? „Ég hef svo sem ekkert spurt að því en það er misjafnt hvað fólki finnst fallegt. Ég hef gaman að því að vera öðruvísi en aðrir.“ Hrafn segist ekkert kippa sér við það þegar fólk er að mynda skótauið á veggnum og hann er ánægður með alla þá ferðamenn, sem sækja Höfn heim. „Það er fínt, ég veit ekki hvernig við værum stödd ef þeir væru ekki hérna til að hressa upp á fjárhaginn, þeir bjarga öllu“, segir Hrafn Margeir, íbúi á Höfn.
Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira