Kverkatak Gylfi Þór Gíslason skrifar 3. október 2023 08:00 Í upphafi síðasta mánaðar kynnti Samkeppnisstofnun skýrslu um samráð skipafélaganna Eimskipa og Samskipa og að stjórnendur Eimskipa hafi samþykkt 1,2 milljarða sekt, en mál sé höfðað gegn Samskipum þar sem farið er fram á 4,2 milljarða í sekt. Hverjir borga þessar sektir að endingu aðrir en neytendur. Sektirnar munu beinast að fólkinu í landinu. Í stað þess að beinast að gerendum og fyrirtækjunum. Við athugun á viðurlögum við broti á samkeppnislögum geta þau verið allt að 6 ára fangelsi. En um það má lesa í 4. kafla 1. greinar samkeppnislaganna. Þar vantar ákvæði um að leggja megi hald á og gera upptæk þau fyrirtæki sem gerist sannarlega brotleg við umrædd lög. Frá því þessi frétt um samráð Eimskipa og Samskipa kom fram í dagsljósið í upphafi mánaðarins hefur lítið sem ekkert verið fjallað um hana í stærri fjölmiðlum. Í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi kom enginn inn á þetta samráð. En þetta snertir alla þjóðina. Ef þetta hefði komið upp í Frakklandi væri verið að mótmæla á götum úti, svo eftir væri tekið. Eitthvað í líkingu við það sem gerðist hér í janúar 2009. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að mótmæla á Íslandi væri það núna. En ég á nú kannski ekki að vera að kynda undir mótmælum, starfandi lögreglumaðurinn En hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í þessu máli? Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali við RÚV að hann væri að íhuga að fara í mál við skipafélögin. Segist íhuga að fara í mál við fyrirtæki sem hugsanlega hafa svikið út háar upphæðir frá ríkinu og þar af leiðandi fólkinu í landinu. Það má ekki gleyma hverjir eiga og stjórna Eimskip, Samherji er stærsti hluthafi Eimskipa. Ráðherra viðskipta sem er og varaformaður Framsóknarflokksins sagði í viðtali við RUV í upphafi mánaðarins að það verði verkefni ríkisstjórnarinnar það sem eftir lifir kjörtímabils að skoða þetta mál. Þarna þarf aðgerðir strax en ekki íhuganir og skoðanir á meðan þjóðinni blæðir. Umræddur viðskiptaráðherra talar um í framhjáhlaupi í sama viðtali að hún sé mikil áhugamanneskja um verðbólgu og ætli að vinna í henni. Hún talar eins og manneskja í einhverjum skokk hóp, með fullri virðingu fyrir skokkurum, um hver hennar önnur áhugamál séu en ekki eins og ráðherra í ríkisstjórn með vald til að gera eitthvað í þessum málum. En þess má geta að þessi ráðherra og varaformaður framsóknarflokksins er ein þriggja ráðherra í svokölluðu efnahagsráði ríkisstjórnarinnar og ku víst vera hagfræðingur að auki. Nei þessi ríkisstjórn er ekki að gera neitt fyrir fólkið í landinu. Þau ætla bara að sitja út kjörtímabilið, hvað sem það kostar þjóðarbúið Það hlýtur að vera krafa hins almenna launamanns í landinu að gripið verði til aðgerða strax gegn þessu samráði þannig að það verði losað um þetta kverkatak sem þessi tvö skipafélög, sem stjórna 90% af innflutnings markaðnum, hafa á þjóðinni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipaflutningar Mest lesið Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi síðasta mánaðar kynnti Samkeppnisstofnun skýrslu um samráð skipafélaganna Eimskipa og Samskipa og að stjórnendur Eimskipa hafi samþykkt 1,2 milljarða sekt, en mál sé höfðað gegn Samskipum þar sem farið er fram á 4,2 milljarða í sekt. Hverjir borga þessar sektir að endingu aðrir en neytendur. Sektirnar munu beinast að fólkinu í landinu. Í stað þess að beinast að gerendum og fyrirtækjunum. Við athugun á viðurlögum við broti á samkeppnislögum geta þau verið allt að 6 ára fangelsi. En um það má lesa í 4. kafla 1. greinar samkeppnislaganna. Þar vantar ákvæði um að leggja megi hald á og gera upptæk þau fyrirtæki sem gerist sannarlega brotleg við umrædd lög. Frá því þessi frétt um samráð Eimskipa og Samskipa kom fram í dagsljósið í upphafi mánaðarins hefur lítið sem ekkert verið fjallað um hana í stærri fjölmiðlum. Í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi kom enginn inn á þetta samráð. En þetta snertir alla þjóðina. Ef þetta hefði komið upp í Frakklandi væri verið að mótmæla á götum úti, svo eftir væri tekið. Eitthvað í líkingu við það sem gerðist hér í janúar 2009. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að mótmæla á Íslandi væri það núna. En ég á nú kannski ekki að vera að kynda undir mótmælum, starfandi lögreglumaðurinn En hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í þessu máli? Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali við RÚV að hann væri að íhuga að fara í mál við skipafélögin. Segist íhuga að fara í mál við fyrirtæki sem hugsanlega hafa svikið út háar upphæðir frá ríkinu og þar af leiðandi fólkinu í landinu. Það má ekki gleyma hverjir eiga og stjórna Eimskip, Samherji er stærsti hluthafi Eimskipa. Ráðherra viðskipta sem er og varaformaður Framsóknarflokksins sagði í viðtali við RUV í upphafi mánaðarins að það verði verkefni ríkisstjórnarinnar það sem eftir lifir kjörtímabils að skoða þetta mál. Þarna þarf aðgerðir strax en ekki íhuganir og skoðanir á meðan þjóðinni blæðir. Umræddur viðskiptaráðherra talar um í framhjáhlaupi í sama viðtali að hún sé mikil áhugamanneskja um verðbólgu og ætli að vinna í henni. Hún talar eins og manneskja í einhverjum skokk hóp, með fullri virðingu fyrir skokkurum, um hver hennar önnur áhugamál séu en ekki eins og ráðherra í ríkisstjórn með vald til að gera eitthvað í þessum málum. En þess má geta að þessi ráðherra og varaformaður framsóknarflokksins er ein þriggja ráðherra í svokölluðu efnahagsráði ríkisstjórnarinnar og ku víst vera hagfræðingur að auki. Nei þessi ríkisstjórn er ekki að gera neitt fyrir fólkið í landinu. Þau ætla bara að sitja út kjörtímabilið, hvað sem það kostar þjóðarbúið Það hlýtur að vera krafa hins almenna launamanns í landinu að gripið verði til aðgerða strax gegn þessu samráði þannig að það verði losað um þetta kverkatak sem þessi tvö skipafélög, sem stjórna 90% af innflutnings markaðnum, hafa á þjóðinni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar