Ný Dimmalimm gangi nærri sæmdarrétti og réttmætum viðskiptaháttum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2023 11:43 Ný útgáfa af Sögunni af Dimmalimm sem merkt er Guðmundi Thorsteinssyni hefur vakið mikla athygli. Óðinsauga Myndstef - Myndhöfundarsjóður Íslands, telur nýja útgáfu Óðinsauga af barnabókinni Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, ganga nærri sæmdarrétti höfundarins og réttmætum viðskiptaháttum. Þá telja samtökin álitamál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Tilefnið er frétt Vísis af því að aðstandendur Muggs telji það ósiðlegt að ný útgáfa sé undir hans nafni, þar sem verkið sé ekki lengur eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Nýja útgáfan er væntanleg í verslanir í október. Sæmdarréttur höfunda falli ekki úr gildi Í tilkynningu sinni segir Myndstef að hlutverk sitt sé að standa vörð um hagsmuni myndhöfunda og annarra sjónhöfunda. Það er mat samtakanna að Sagan af Dimmalimm sé eitt ástsælasta verk þjóðarinnar og ómetanlegur hluti af menningararfi Íslands. Segja samtökin að þó verkið sé úr höfundarvernd, þar sem höfundarréttur haldist í sjötíu ár, gildi sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem ekki falla úr gildi. „Aftur á móti gilda sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem falla ekki úr gildi, en þrátt fyrir að verk renni úr höfundavernd, er eftir sem áður óheimilt að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundaheiður eða höfundasérkenni, sbr. 2. mgr. 4. gr. höfundalaga.“ Segja um að ræða grundvallarbreytingu Nú standi til að gefa verkið út í nýrri og breyttri mynd af útgáfufélaginu Óðinsauga. Þar sé nafn verksins óbreytt og nafn Muggs jafnframt notað við útgáfuna. „Vilja því ofangreind samtök höfunda benda á að slík útgáfa gæti bæði talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar og réttmætum viðskiptaháttum, og einnig kvikna sjónarmið um fölsun, og þarf því að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins.“ Benda samtökin á að Sagan um Dimmalimm sé fyrsta eiginlega íslenska myndasagan (e. Picture story). Þar sé um að ræða tegund verks þar sem saga sé sögð með röð mynda og þar sem textinn styðji frásögnina en ekki öfugt. „Og er því heildræn og listræn framsetning verksins hvar textanum er fundinn staður í frásögninni. Í fyrirhugaðri útgáfu er búið að snúa framsetningunni við þannig að um sé að ræða myndskreytt bókmenntaverk en ekki öfugt. Þetta er grundvallarbreyting á heildarverkinu.“ Telja brýnt að útgefandi hafi samband Þá segja samtökin að það þurfi að sama skapi aðfara varlega með miðil frummyndanna. Í upphaflegu verki hafi þær verið vatnslitaðar og með ákveðnu sérkenni höfundar. „Ef myndirnar eru afbakaðar þannig að breyting er á listrænni framsetningu heildarverksins, gæti slík framsetning og breyting talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar.“ Segja samtökin að endingu að sé endurútgáfa af bókinni fyrirhuguð, telji Myndstef brýnt að útgefandi setji sig í samband við Myndstef og þiggi ráðgjöf um fyrirhugaða útgáfu, framsetningu og kynningu á útgáfunni. „Til að freista þess að ný útgáfa verði talin sjálfstætt verk og gangi ekki nærri frumverkinu. Hjá Myndstef starfar sérfræðingur í höfundarétti sem getur veitt slíka ráðgjöf.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Höfundarréttur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Tilefnið er frétt Vísis af því að aðstandendur Muggs telji það ósiðlegt að ný útgáfa sé undir hans nafni, þar sem verkið sé ekki lengur eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Nýja útgáfan er væntanleg í verslanir í október. Sæmdarréttur höfunda falli ekki úr gildi Í tilkynningu sinni segir Myndstef að hlutverk sitt sé að standa vörð um hagsmuni myndhöfunda og annarra sjónhöfunda. Það er mat samtakanna að Sagan af Dimmalimm sé eitt ástsælasta verk þjóðarinnar og ómetanlegur hluti af menningararfi Íslands. Segja samtökin að þó verkið sé úr höfundarvernd, þar sem höfundarréttur haldist í sjötíu ár, gildi sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem ekki falla úr gildi. „Aftur á móti gilda sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem falla ekki úr gildi, en þrátt fyrir að verk renni úr höfundavernd, er eftir sem áður óheimilt að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundaheiður eða höfundasérkenni, sbr. 2. mgr. 4. gr. höfundalaga.“ Segja um að ræða grundvallarbreytingu Nú standi til að gefa verkið út í nýrri og breyttri mynd af útgáfufélaginu Óðinsauga. Þar sé nafn verksins óbreytt og nafn Muggs jafnframt notað við útgáfuna. „Vilja því ofangreind samtök höfunda benda á að slík útgáfa gæti bæði talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar og réttmætum viðskiptaháttum, og einnig kvikna sjónarmið um fölsun, og þarf því að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins.“ Benda samtökin á að Sagan um Dimmalimm sé fyrsta eiginlega íslenska myndasagan (e. Picture story). Þar sé um að ræða tegund verks þar sem saga sé sögð með röð mynda og þar sem textinn styðji frásögnina en ekki öfugt. „Og er því heildræn og listræn framsetning verksins hvar textanum er fundinn staður í frásögninni. Í fyrirhugaðri útgáfu er búið að snúa framsetningunni við þannig að um sé að ræða myndskreytt bókmenntaverk en ekki öfugt. Þetta er grundvallarbreyting á heildarverkinu.“ Telja brýnt að útgefandi hafi samband Þá segja samtökin að það þurfi að sama skapi aðfara varlega með miðil frummyndanna. Í upphaflegu verki hafi þær verið vatnslitaðar og með ákveðnu sérkenni höfundar. „Ef myndirnar eru afbakaðar þannig að breyting er á listrænni framsetningu heildarverksins, gæti slík framsetning og breyting talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar.“ Segja samtökin að endingu að sé endurútgáfa af bókinni fyrirhuguð, telji Myndstef brýnt að útgefandi setji sig í samband við Myndstef og þiggi ráðgjöf um fyrirhugaða útgáfu, framsetningu og kynningu á útgáfunni. „Til að freista þess að ný útgáfa verði talin sjálfstætt verk og gangi ekki nærri frumverkinu. Hjá Myndstef starfar sérfræðingur í höfundarétti sem getur veitt slíka ráðgjöf.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Höfundarréttur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira