„Þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2023 21:31 Alexandra segir vexti hækka sífellt og kallar eftir endurskoðun á kerfinu. arnar halldórsson Hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán og lántakendum hefur fækkað á síðustu árum. Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Á skólaárinu 2009-2010 tóku fleiri en tólf þúsund hákólanemar námslán hjá LÍN sem nú er Menntasjóður námsmanna. Síðan þá hefur lántakendum fækkað töluvert. Upplýsingar um lántakendur má finna í ársskýrslum Menntasjóðsins. Ársskýrslan 2021 er sú nýjasta á heimasíðunni. grafík/sara „Það vekur auðvitað upp ýmsar spurningar um hvað er að fara úrskeiðis í þessu stuðningskerfi námsmanna,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Endurskoða þurfi menntasjóð námsmanna og þá sér í lagi afborganir af námslánum. Útreikningar sýni að í dag sé hægt að fá fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Vextir á verðtryggðum námslánum eru fjögur prósent, sem er jafnframt vaxtaþakið, en vextir á verðtryggðum húsnæðislánum í kringum tvö til rúm þrjú prósent. „Það þýðir að þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán eru á.“ Mikilvægt jöfnunartól Alexandra segir stöðuna lýsa hugsunarvillu um tilgang námslánakerfisins. „Námslán eru auðvitað tól stjórnvalda til að fjárfesta í menntun. Þetta er eitt af okkar mikilvægustu jöfnunartólum og umgjörðin og lagasetningin um lánin þurfa auðvitað að endurspegla það.“ Kallar eftir breytingum Alexandra telur vandann liggja í breytingum sem gerðar voru á námslánakerfinu fyrir þremur árum sem leiddu til síhækkandi vaxta á námslánum. Stjórnvöld þurfi að líta á menntun sem fjárfestingu fyrir samfélagið og hugsa kerfið upp á nýtt. „Markmið stjórnvalda er þarna að fjölga háskólanemum og þarna eru þau með kjörið tækifæri til þess að fjölga þeim með því að bæta menntasjóðinn.“ Samkvæmt lögum um menntasjóð skulu þau endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og er ráðherra skylt að kynna niðurstöðu þeirrar vinnu núna á haustþingi. Alexandra bindur miklar vonir við að málið verði forgangsmál ráðherra en gagnrýnir að hagaðilum hafi ekki verið hleypt fyrr að borðinu. „Það er fyrst á morgun sem hagaðilum er boðið að ræða málið. það vekur upp ákveðnar áhyggjur að ráðherra eigi að skila sinni endurskoðun á haustþingi og nú sé komin október og þá fyrst er verið að ræða við hagaðila.“ Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Á skólaárinu 2009-2010 tóku fleiri en tólf þúsund hákólanemar námslán hjá LÍN sem nú er Menntasjóður námsmanna. Síðan þá hefur lántakendum fækkað töluvert. Upplýsingar um lántakendur má finna í ársskýrslum Menntasjóðsins. Ársskýrslan 2021 er sú nýjasta á heimasíðunni. grafík/sara „Það vekur auðvitað upp ýmsar spurningar um hvað er að fara úrskeiðis í þessu stuðningskerfi námsmanna,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Endurskoða þurfi menntasjóð námsmanna og þá sér í lagi afborganir af námslánum. Útreikningar sýni að í dag sé hægt að fá fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Vextir á verðtryggðum námslánum eru fjögur prósent, sem er jafnframt vaxtaþakið, en vextir á verðtryggðum húsnæðislánum í kringum tvö til rúm þrjú prósent. „Það þýðir að þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán eru á.“ Mikilvægt jöfnunartól Alexandra segir stöðuna lýsa hugsunarvillu um tilgang námslánakerfisins. „Námslán eru auðvitað tól stjórnvalda til að fjárfesta í menntun. Þetta er eitt af okkar mikilvægustu jöfnunartólum og umgjörðin og lagasetningin um lánin þurfa auðvitað að endurspegla það.“ Kallar eftir breytingum Alexandra telur vandann liggja í breytingum sem gerðar voru á námslánakerfinu fyrir þremur árum sem leiddu til síhækkandi vaxta á námslánum. Stjórnvöld þurfi að líta á menntun sem fjárfestingu fyrir samfélagið og hugsa kerfið upp á nýtt. „Markmið stjórnvalda er þarna að fjölga háskólanemum og þarna eru þau með kjörið tækifæri til þess að fjölga þeim með því að bæta menntasjóðinn.“ Samkvæmt lögum um menntasjóð skulu þau endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og er ráðherra skylt að kynna niðurstöðu þeirrar vinnu núna á haustþingi. Alexandra bindur miklar vonir við að málið verði forgangsmál ráðherra en gagnrýnir að hagaðilum hafi ekki verið hleypt fyrr að borðinu. „Það er fyrst á morgun sem hagaðilum er boðið að ræða málið. það vekur upp ákveðnar áhyggjur að ráðherra eigi að skila sinni endurskoðun á haustþingi og nú sé komin október og þá fyrst er verið að ræða við hagaðila.“
Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira