Martröð um framhaldsskóla Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 6. október 2023 07:30 Mig dreymdi verulega illa síðustu nótt: Ég er staddur í Hogwartsskólanum í miðri flokkunarathöfn þar sem nemendum er skipt niður í þá fjóra framhaldsskóla sem eftir eru í landinu; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ekkert sést til Harry Potter, Hermione eða Rons því þau eru löngu útskrifuð og komin í þægilega innivinnu einhvers staðar. En þarna er Ásmundur Einar Daðason, núverandi mennta- og barnamálaráðherra, í gervi skólameistarans Dumbledore og með honum allur stýrihópurinn um „eflingu“ framhaldsskólastigsins við háborðið. Nærri flokkunarstólnum situr forstjóri Menntamálastofnunar og stýrir flokkunarathöfninni annars hugar. Í flokkunarstólnum situr Dimmalimm og er að kafna undan þungum hattinum. Hún með tyggjó og reikandi augnaráð því hún man ekki alveg hvers vegna hún situr þarna en flettir í örvæntingu í símanum sínum eftir vísbendingum um hvort hún vilji frekar vera nýja eða gamla Dimmalimm eða kannski jafnvel einhvers staðar þar á milli. Flokkunarhatturinn hangir slitinn og lúinn á höfði hennar og tuldrar, "Eni, meni, ming, mang – litlir kassar á lækjarbakka, allir búnir til úr dinga-linga – ússí bússí bakka dæ – enda eru þeir…". Úff! Sem betur fer var þetta bara ljótur og asnalegur draumur en sprettur væntanlega af áhyggjum mínum af því hvað íslenskt þjóðfélag ætlar sér með framhaldsskóla landsins. Núverandi ráðherra hefur sett fram vægast sagt afleit markmið um að fjármagna þokukenndar farsældarhugmyndir með því að tálga innan úr kerfi sem þegar er fjársvelt. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að fjármagna eigin menntastefnu og stjórnarsáttmála. Það er alveg sama hvar við grípum niður í fjármögnun framhaldsskólastigsins, það er einfaldlega allt á niðurleið og hefur verið lengi. Sem dæmi fara útgjöld ríkisins til málaflokksins, deilt niður á hvern Íslending, hratt og örugglega lækkandi. Samdrátturinn er um 19% frá árinu 2015. Hlutfall útgjalda af vergri landsframleiðslu til framhaldsskólastigsins fór í fyrsta sinn síðan 1980 undir 1% í fyrra, árið 2022. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, árið 1984. Slagorð ríkisstjórnarinnar „Stórsókn í menntamálum“ ómar því ákaflega dauflega í tómri tunnu sem hefur verið rúllað aftur fyrir Stjórnarráðið og ryðgar þar ásamt ýmsu öðru. Alþjóðadagur kennara var haldinn hátíðlegur í gær. Kennarasamband Íslands hefur notað þessa viku októbermánaðar sérstaklega til þess að vekja athygli á mikilvægi kennara undir myllumerkinu #kennaravikan. Fjölmargt annað fólk hefur lagt sitt fram í umræðuna og sérlega vænt þykir mér um kveðju forsætisráðherra til kennara í gær. Margt gott hefur verið dregið fram. Rauði þráðurinn er sá að gott og farsælt skólastarf byggir algerlega á því að kennarar nái að mynda tengsl við nemendur sína og nálgist þá með hvetjandi hætti og hæfilegum áskorunum. Kennarar verða að njóta trausts og faglegs frelsis og starfa í traustu og samheldnu samfélagi innan skóla sem hefur skýrt umboð til að setja sér sjálfstæða stefnu. Skólar verða að hafa svigrúm og frelsi til þess að laga sig að aðstæðum og þróa sig innan frá. Þá má alls ekki setja alla undir einn og sama hattinn, því enginn einn hattur passar á alla skóla. Ég skora á menntayfirvöld – og þjóðina alla – að fjárfesta í framtíð framhaldsskólastigsins og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að framhaldsskólar haldi sjálfstæði sínu og fái svigrúm til að dafna sem farsæl samfélög um þroska unga fólksins okkar sem mun þurfa að taka við keflinu. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Stéttarfélög Skóla - og menntamál Guðjón H. Hauksson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Mig dreymdi verulega illa síðustu nótt: Ég er staddur í Hogwartsskólanum í miðri flokkunarathöfn þar sem nemendum er skipt niður í þá fjóra framhaldsskóla sem eftir eru í landinu; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ekkert sést til Harry Potter, Hermione eða Rons því þau eru löngu útskrifuð og komin í þægilega innivinnu einhvers staðar. En þarna er Ásmundur Einar Daðason, núverandi mennta- og barnamálaráðherra, í gervi skólameistarans Dumbledore og með honum allur stýrihópurinn um „eflingu“ framhaldsskólastigsins við háborðið. Nærri flokkunarstólnum situr forstjóri Menntamálastofnunar og stýrir flokkunarathöfninni annars hugar. Í flokkunarstólnum situr Dimmalimm og er að kafna undan þungum hattinum. Hún með tyggjó og reikandi augnaráð því hún man ekki alveg hvers vegna hún situr þarna en flettir í örvæntingu í símanum sínum eftir vísbendingum um hvort hún vilji frekar vera nýja eða gamla Dimmalimm eða kannski jafnvel einhvers staðar þar á milli. Flokkunarhatturinn hangir slitinn og lúinn á höfði hennar og tuldrar, "Eni, meni, ming, mang – litlir kassar á lækjarbakka, allir búnir til úr dinga-linga – ússí bússí bakka dæ – enda eru þeir…". Úff! Sem betur fer var þetta bara ljótur og asnalegur draumur en sprettur væntanlega af áhyggjum mínum af því hvað íslenskt þjóðfélag ætlar sér með framhaldsskóla landsins. Núverandi ráðherra hefur sett fram vægast sagt afleit markmið um að fjármagna þokukenndar farsældarhugmyndir með því að tálga innan úr kerfi sem þegar er fjársvelt. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að fjármagna eigin menntastefnu og stjórnarsáttmála. Það er alveg sama hvar við grípum niður í fjármögnun framhaldsskólastigsins, það er einfaldlega allt á niðurleið og hefur verið lengi. Sem dæmi fara útgjöld ríkisins til málaflokksins, deilt niður á hvern Íslending, hratt og örugglega lækkandi. Samdrátturinn er um 19% frá árinu 2015. Hlutfall útgjalda af vergri landsframleiðslu til framhaldsskólastigsins fór í fyrsta sinn síðan 1980 undir 1% í fyrra, árið 2022. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, árið 1984. Slagorð ríkisstjórnarinnar „Stórsókn í menntamálum“ ómar því ákaflega dauflega í tómri tunnu sem hefur verið rúllað aftur fyrir Stjórnarráðið og ryðgar þar ásamt ýmsu öðru. Alþjóðadagur kennara var haldinn hátíðlegur í gær. Kennarasamband Íslands hefur notað þessa viku októbermánaðar sérstaklega til þess að vekja athygli á mikilvægi kennara undir myllumerkinu #kennaravikan. Fjölmargt annað fólk hefur lagt sitt fram í umræðuna og sérlega vænt þykir mér um kveðju forsætisráðherra til kennara í gær. Margt gott hefur verið dregið fram. Rauði þráðurinn er sá að gott og farsælt skólastarf byggir algerlega á því að kennarar nái að mynda tengsl við nemendur sína og nálgist þá með hvetjandi hætti og hæfilegum áskorunum. Kennarar verða að njóta trausts og faglegs frelsis og starfa í traustu og samheldnu samfélagi innan skóla sem hefur skýrt umboð til að setja sér sjálfstæða stefnu. Skólar verða að hafa svigrúm og frelsi til þess að laga sig að aðstæðum og þróa sig innan frá. Þá má alls ekki setja alla undir einn og sama hattinn, því enginn einn hattur passar á alla skóla. Ég skora á menntayfirvöld – og þjóðina alla – að fjárfesta í framtíð framhaldsskólastigsins og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að framhaldsskólar haldi sjálfstæði sínu og fái svigrúm til að dafna sem farsæl samfélög um þroska unga fólksins okkar sem mun þurfa að taka við keflinu. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun