Stalst á klósettið í miðjum leik og fékk ekki að koma aftur inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 10:01 Lamine Yamal í leiknum með Barcelona á móti Porto áður en náttúran kallaði. Getty/ Jose Manuel Alvarez Ungstirnið hjá Barcelona átti eftirminnilegt kvöld í Meistaradeildinni í vikunni og það var ekki bara fyrir frammistöðuna inn á vellinum. Barcelona vann 1-0 sigur á Porto í Meistaradeildinni og Lamine Yamal var í byrjunarliðinu. Hann er sá yngsti í sögunni til að byrja leik í Mestaradeildinni aðeins sextán ára og 83 daga gamall. Yamal þurfti hins vegar skyndilega að yfirgefa völlinn í seinni hálfleik og komast á klósettið. Hann var hvergi sjáanlegur frá 73. til 82. mínútu leiksins. Lamine Yamal left the pitch in the 71st minute against Porto to go to the toilet. He never returned and was substituted in the 80th minute. Barça spent almost 10 minutes playing with 10 players. @mas_que_pelotas pic.twitter.com/cROtuDTgDv— Barça Universal (@BarcaUniversal) October 4, 2023 Xavi þjálfari Barcelona sagði eftir leik að leikmaðurinn hafi verið veikur. Eftir dágóðan tíma á klósettinu þá birtist Yamal aftur en dómari leiksins vildi ekki hleypa honum aftur inn á völlinn. Barcelona, sem hafði spilað tíu á móti ellefu í níu mínútur, þurfti því að senda varamann inn á völlinn í staðinn fyrir Yamal. Xavi vildi svo mikið geta notað Lamine Yamal áfram að hann var tilbúinn að bíða með að skipta honum af velli á meðan hann fór á klósettið. Klósettferðin tók hins vegar miklu lengri tíma en búist var við og svo kom líka stífni dómarans í veg fyrir að Yamal fengi að koma inn á aftur. Lamine Yamal is the youngest starter in Champions League history pic.twitter.com/Zq3X7dXru1— GOAL (@goal) October 4, 2023 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Barcelona vann 1-0 sigur á Porto í Meistaradeildinni og Lamine Yamal var í byrjunarliðinu. Hann er sá yngsti í sögunni til að byrja leik í Mestaradeildinni aðeins sextán ára og 83 daga gamall. Yamal þurfti hins vegar skyndilega að yfirgefa völlinn í seinni hálfleik og komast á klósettið. Hann var hvergi sjáanlegur frá 73. til 82. mínútu leiksins. Lamine Yamal left the pitch in the 71st minute against Porto to go to the toilet. He never returned and was substituted in the 80th minute. Barça spent almost 10 minutes playing with 10 players. @mas_que_pelotas pic.twitter.com/cROtuDTgDv— Barça Universal (@BarcaUniversal) October 4, 2023 Xavi þjálfari Barcelona sagði eftir leik að leikmaðurinn hafi verið veikur. Eftir dágóðan tíma á klósettinu þá birtist Yamal aftur en dómari leiksins vildi ekki hleypa honum aftur inn á völlinn. Barcelona, sem hafði spilað tíu á móti ellefu í níu mínútur, þurfti því að senda varamann inn á völlinn í staðinn fyrir Yamal. Xavi vildi svo mikið geta notað Lamine Yamal áfram að hann var tilbúinn að bíða með að skipta honum af velli á meðan hann fór á klósettið. Klósettferðin tók hins vegar miklu lengri tíma en búist var við og svo kom líka stífni dómarans í veg fyrir að Yamal fengi að koma inn á aftur. Lamine Yamal is the youngest starter in Champions League history pic.twitter.com/Zq3X7dXru1— GOAL (@goal) October 4, 2023
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira