Besta upphitunin: Segir mömmu sína ekki hafa þorað því að reyna að fá hana yfir í Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 11:01 Ásta Eir Árnadóttir í leik með Breiðabliki en getur ekki spilað með liðinu í dag vegna meiðsla. Vísir/Vilhelm Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunþætti sínum fyrir 23. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í dag en þar verður barist um Evrópusæti. Valskonur hafa tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn og um leið annað Evrópusætið en Stjarnan og Breiðablik berjast um hitt. Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna en þarf að sækja Íslandsmeistara Vals heim á Hlíðarenda á meðan Stjarnan er á heimavelli á móti Þrótti. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir lokaumferðina í upphitunarþætti sem er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. Helena fékk til sín þær Önnu Maríu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar og Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Klippa: Besta upphitunin: Lokaumferðin með Ástu og Önnu Maríu „Nú er það allra síðasta umferð sumarsins sem við hitum upp fyrir og við erum með mjög góða gesti, Blika- og Stjörnukonu,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Helena benti á það að þær eru báðar uppaldar í félögum sem þær spila með í dag og hafa spilað þar allan sinn feril. „Ég þekki mömmu þína og veit að hún er Valsari. Hefur hún aldrei reynt að toga þig yfir,“ sagði Helena og beindi orðum sínum til Ástu Eir. Móðir hennar er Kristín Anna Arnþórsdóttir sem varð þrisvar Íslandsmeistari með Val á níunda áratugnum og besti leikmaður og markahæsti leikmaður deildarinnar 1986. „Nei ég held að hún hafi bara ekki þorað því. Það yrði mjög erfitt þannig að hún lætur það vera,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem segir að ef hún er að spila á Íslandi þá verður það í Breiðabliki. Anna María viðurkenndi það að hún hafi hugsað um að fara. „Ég ákvað að taka slaginn með Stjörnunni áfram. Það fóru svo margar og ég var eiginlega ein eftir þarna nánast. Ég hugsaði það alveg og það var í fyrsta sinn sem ég hugsað um það að fara úr Stjörnunni,“ sagði Anna María Baldursdóttir. „Það voru þarna tvö tímabil sem voru mjög erfið en svo erum við á uppleið og það hefur allt gengið vel síðustu ár. Mér líður mjög vel þannig að ég myndi ekki hugsa mér núna að fara í eitthvað annað lið,“ sagði Anna. Ásta Eir er meidd og verður ekki með í leiknum en hún meiddist þegar hún reif sin í ilinni í sumar. Anna María þekkir það líka dálítið að vera mikið meidd en hún er sjúkraþjálfi. „Ég ákvað þetta eiginlega þegar ég var fjórtán ára og byrjaði í meiðslum, að ég ætlaði að verða sjúkraþjálfari og laga mig sjálf. Ég vinn á stofu núna þannig að ég er alltaf í tækjunum á milli viðskiptavina og ég hef alveg náð að halda mér nokkuð góðri,“ sagði Anna María. Helena fékk stelpurnar til að ræða leikinn og lokaumferðina. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í dag en þar verður barist um Evrópusæti. Valskonur hafa tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn og um leið annað Evrópusætið en Stjarnan og Breiðablik berjast um hitt. Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna en þarf að sækja Íslandsmeistara Vals heim á Hlíðarenda á meðan Stjarnan er á heimavelli á móti Þrótti. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir lokaumferðina í upphitunarþætti sem er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. Helena fékk til sín þær Önnu Maríu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar og Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Klippa: Besta upphitunin: Lokaumferðin með Ástu og Önnu Maríu „Nú er það allra síðasta umferð sumarsins sem við hitum upp fyrir og við erum með mjög góða gesti, Blika- og Stjörnukonu,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Helena benti á það að þær eru báðar uppaldar í félögum sem þær spila með í dag og hafa spilað þar allan sinn feril. „Ég þekki mömmu þína og veit að hún er Valsari. Hefur hún aldrei reynt að toga þig yfir,“ sagði Helena og beindi orðum sínum til Ástu Eir. Móðir hennar er Kristín Anna Arnþórsdóttir sem varð þrisvar Íslandsmeistari með Val á níunda áratugnum og besti leikmaður og markahæsti leikmaður deildarinnar 1986. „Nei ég held að hún hafi bara ekki þorað því. Það yrði mjög erfitt þannig að hún lætur það vera,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir sem segir að ef hún er að spila á Íslandi þá verður það í Breiðabliki. Anna María viðurkenndi það að hún hafi hugsað um að fara. „Ég ákvað að taka slaginn með Stjörnunni áfram. Það fóru svo margar og ég var eiginlega ein eftir þarna nánast. Ég hugsaði það alveg og það var í fyrsta sinn sem ég hugsað um það að fara úr Stjörnunni,“ sagði Anna María Baldursdóttir. „Það voru þarna tvö tímabil sem voru mjög erfið en svo erum við á uppleið og það hefur allt gengið vel síðustu ár. Mér líður mjög vel þannig að ég myndi ekki hugsa mér núna að fara í eitthvað annað lið,“ sagði Anna. Ásta Eir er meidd og verður ekki með í leiknum en hún meiddist þegar hún reif sin í ilinni í sumar. Anna María þekkir það líka dálítið að vera mikið meidd en hún er sjúkraþjálfi. „Ég ákvað þetta eiginlega þegar ég var fjórtán ára og byrjaði í meiðslum, að ég ætlaði að verða sjúkraþjálfari og laga mig sjálf. Ég vinn á stofu núna þannig að ég er alltaf í tækjunum á milli viðskiptavina og ég hef alveg náð að halda mér nokkuð góðri,“ sagði Anna María. Helena fékk stelpurnar til að ræða leikinn og lokaumferðina. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann