Skilur mótmælin en segir málið ekki svart og hvítt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2023 10:48 Gauti varð aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar þáverandi utanríkisráðherra árið 2016. Hann var þá 22 ára. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Háafells í júní 2021. Stjórnarráðið Framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækis á Vestfjörðum fagnar nýrri stefnu matvælaráðherra sem kveður á um aukið eftirlit og harðari reglur í lagareldi. Hann segist vel skilja þá sem stefna á mótmæli gegn sjókvíaeldi en minnir fólk á að málið sé ekki svart og hvítt. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti á miðvikudaginn fyrstu heildstæðu stefnuna um lagareldi og nær hún til ársins 2040. Eitt helsta markmið stefnunnar er að auka eftirlit með lagareldi og rannsóknir. „Við höfum lengi kallað eftir heildstæðari og skýrri stjórnsýslulöggjöf í kring um eldið. Þarna virðist vera að taka þau skref, sem við fögnum. Auðvitað eru þarna atriði sem þarf að fara vel yfir. En breiðari markmiðin um harðar kröfur eru mjög góð. Við styðjum það, þannig á þetta að vera. Þessi grein á að byggjast upp með vísindin að vopni og að vera í sátt við samfélag og umhverfi,“ segir Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Háafells sem er í eigu Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði. Háafell hefur verið með fiskeldi í Ísafjarðardjúpi í rúm tuttugu ár. Þá eru settar harðar kröfur á rekstraraðila og segir meðal annars í stefnunni að afleiðingar stroks úr eldisstöðvum geti jafnvel haft bein áhrif á heimildir fyrirtækja. Auk þess er það lagt til að aðeins einn rekstraaðili geti haft starfsemi í hverjum firði. „Þetta er gott markmið og svo þurfum við bara að finna út úr því hvernig það er gert. En það er allra hagur að það sé gott skipulag og góður grunnur. Á þann eina hátt verður hægt að ná þessum metnaðarfullu markmiðum sem við erum að tala um.“ Boðað hefur verið til mótmæla gegn sjókvíaeldi á Austurvelli í dag. Sjö samtök standa að mótmælunum og segir í lýsingu mótmælanna einfaldlega nú eða aldrei fyrir villta laxastofninn. „Maður skilur auðvitað að það eru tilfinningar í þessu og við virðum það. Það sem er kannski mikilvægast er að ná einhverri skynsemi, að heimurinn sé ekki svartur eða hvítur, það er ekki allt eða ekkert. Það er hægt að finna einhvern milliveg, skynsamar lausnir og treysta á vísindin og okkar færustu sérfræðinga til að finna réttu leiðirnar til að gera þetta. Það er ekki allt eða ekkert. Við tökum að fullu undir að við eigum að passa og vernda villta laxinn,“ sagði Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Háafells. Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Á morgun kl 15:00 verða mótmæli við Austurvöll þar sem sjókvíaeldi á laxi við landið verður mótmælt. 6. október 2023 10:33 Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. 5. október 2023 16:00 „Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti á miðvikudaginn fyrstu heildstæðu stefnuna um lagareldi og nær hún til ársins 2040. Eitt helsta markmið stefnunnar er að auka eftirlit með lagareldi og rannsóknir. „Við höfum lengi kallað eftir heildstæðari og skýrri stjórnsýslulöggjöf í kring um eldið. Þarna virðist vera að taka þau skref, sem við fögnum. Auðvitað eru þarna atriði sem þarf að fara vel yfir. En breiðari markmiðin um harðar kröfur eru mjög góð. Við styðjum það, þannig á þetta að vera. Þessi grein á að byggjast upp með vísindin að vopni og að vera í sátt við samfélag og umhverfi,“ segir Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Háafells sem er í eigu Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði. Háafell hefur verið með fiskeldi í Ísafjarðardjúpi í rúm tuttugu ár. Þá eru settar harðar kröfur á rekstraraðila og segir meðal annars í stefnunni að afleiðingar stroks úr eldisstöðvum geti jafnvel haft bein áhrif á heimildir fyrirtækja. Auk þess er það lagt til að aðeins einn rekstraaðili geti haft starfsemi í hverjum firði. „Þetta er gott markmið og svo þurfum við bara að finna út úr því hvernig það er gert. En það er allra hagur að það sé gott skipulag og góður grunnur. Á þann eina hátt verður hægt að ná þessum metnaðarfullu markmiðum sem við erum að tala um.“ Boðað hefur verið til mótmæla gegn sjókvíaeldi á Austurvelli í dag. Sjö samtök standa að mótmælunum og segir í lýsingu mótmælanna einfaldlega nú eða aldrei fyrir villta laxastofninn. „Maður skilur auðvitað að það eru tilfinningar í þessu og við virðum það. Það sem er kannski mikilvægast er að ná einhverri skynsemi, að heimurinn sé ekki svartur eða hvítur, það er ekki allt eða ekkert. Það er hægt að finna einhvern milliveg, skynsamar lausnir og treysta á vísindin og okkar færustu sérfræðinga til að finna réttu leiðirnar til að gera þetta. Það er ekki allt eða ekkert. Við tökum að fullu undir að við eigum að passa og vernda villta laxinn,“ sagði Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Háafells.
Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Á morgun kl 15:00 verða mótmæli við Austurvöll þar sem sjókvíaeldi á laxi við landið verður mótmælt. 6. október 2023 10:33 Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. 5. október 2023 16:00 „Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Á morgun kl 15:00 verða mótmæli við Austurvöll þar sem sjókvíaeldi á laxi við landið verður mótmælt. 6. október 2023 10:33
Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. 5. október 2023 16:00
„Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00