1.500 líf í okkar höndum Helgi Guðnason skrifar 11. október 2023 08:01 Ef marka má umfjöllun síðustu vikna blasa við fjölda fólksflutningar frá Íslandi til Venesúela á næstu misserum. Landið sem er oft efst á lista yfir friðsælustu lönd í heimi ætlar að flytja nauðug, börn, óléttar mæður og annað fjölskyldu fólk, til þess lands þaðan sem stærsti straumur flóttamanna í heiminum kemur. Ekki vegna þess að hér sé einhver neyð, heldur af því hægt er að finna tölur sem gefa til kynna að neyðin þar sé örlítið minni. Ekki nóg með það. Fólkið sem á að flytja burt er margt hvert öreigar því það kostaði aleigunni til að komast til Íslands, þau lögðu allt undir því Ísland tók á móti flóttafólki frá Venesúela. Ísland hafði ákveðna sérstöðu hvað það varðaði, allir sem komu fengu hæli. Það má vel vera að einhverjir telji að það hafi verið röng afstaða, en við getum ekki firrt okkur ábyrgð á því fólki sem upplifði sig boðin til landsins. Það eru hvorki náttúröfl sem við ekki ráðum við eða andlitslaust kerfi sem er á bakvið þennan harmleik. Á Íslandi er fólk sem hefur það í hendi sér að afstýra þessu, á bak við hverja hælisumsókn sem synjað er eru manneskjur. Á bak við viðmið útlendingastofu er fólk sem samdi þau. Á bak við framkvæmdavaldið eru kjörnir fulltrúar sem geta gripið í taumana. Það er fólk á bak við þá ákvörðun að endurskoða ekki þá einstæðu afstöðu Íslands að ástandið sé betra í Venesúela. Það er val að það skuli ekki gert þrátt fyrir niðurstöður rannsóknarnefndar Sameinuðu Þjóðanna að ástand mannréttinda sé að versna, þrátt fyrir yfirlýsingar Bandarískra stjórnvalda um að ástandið hafi ekki batnað, þrátt fyrir að nú nálgast fjöldi flóttamanna 8 milljónir - þá er fólk sem ákveður að ekki skuli bakkað með það að hælisleitendur frá Venesúela geti bara víst farið heim. Að breyta um afstöðu til hælisleitenda frá Venesúela krefst ekki kúvendingar í málefnum hælisleitenda. Í ljósi þess að hér eru hundruðir sem komu landsins meðan stefna stjórnvalda var allt önnur, eru forsendur til að endurskoða afstöðu stjórnvalda. Í ljósi þeirra alþjóðlegu skýrslna sem út hafa komið frá því í mars þegar ÚTL gaf út sitt endurmat, eru forsendur til þess að endurskoða afstöðu yfirvalda. Þaðkrefst ekki lagabreytinga að afstýra þessari hörmung - það þarf bara að uppfæra viðmið einnar stofnunar - að taka tillit til þess sem allar alþjóðlegar stofnanir virðast sammála um. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sál sinni? Ég er ekki alveg viss hvaða sjónarmið liggja að baki þeirri afstöðu að einhvern vegin sé betra fyrir Ísland að vísa þessu fólki burt. En eru þeir sem að baki því standa virkilega sannfærðir um að það sé kostnaðarins virði? Ef við stöndum hjá og segjum ekkert, berum við þá ekki líka einhverja ábyrgð? Það er ekki of seint að afstýra þeim harmleik sem blasir við, við höfum það í hendi okkar. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ef marka má umfjöllun síðustu vikna blasa við fjölda fólksflutningar frá Íslandi til Venesúela á næstu misserum. Landið sem er oft efst á lista yfir friðsælustu lönd í heimi ætlar að flytja nauðug, börn, óléttar mæður og annað fjölskyldu fólk, til þess lands þaðan sem stærsti straumur flóttamanna í heiminum kemur. Ekki vegna þess að hér sé einhver neyð, heldur af því hægt er að finna tölur sem gefa til kynna að neyðin þar sé örlítið minni. Ekki nóg með það. Fólkið sem á að flytja burt er margt hvert öreigar því það kostaði aleigunni til að komast til Íslands, þau lögðu allt undir því Ísland tók á móti flóttafólki frá Venesúela. Ísland hafði ákveðna sérstöðu hvað það varðaði, allir sem komu fengu hæli. Það má vel vera að einhverjir telji að það hafi verið röng afstaða, en við getum ekki firrt okkur ábyrgð á því fólki sem upplifði sig boðin til landsins. Það eru hvorki náttúröfl sem við ekki ráðum við eða andlitslaust kerfi sem er á bakvið þennan harmleik. Á Íslandi er fólk sem hefur það í hendi sér að afstýra þessu, á bak við hverja hælisumsókn sem synjað er eru manneskjur. Á bak við viðmið útlendingastofu er fólk sem samdi þau. Á bak við framkvæmdavaldið eru kjörnir fulltrúar sem geta gripið í taumana. Það er fólk á bak við þá ákvörðun að endurskoða ekki þá einstæðu afstöðu Íslands að ástandið sé betra í Venesúela. Það er val að það skuli ekki gert þrátt fyrir niðurstöður rannsóknarnefndar Sameinuðu Þjóðanna að ástand mannréttinda sé að versna, þrátt fyrir yfirlýsingar Bandarískra stjórnvalda um að ástandið hafi ekki batnað, þrátt fyrir að nú nálgast fjöldi flóttamanna 8 milljónir - þá er fólk sem ákveður að ekki skuli bakkað með það að hælisleitendur frá Venesúela geti bara víst farið heim. Að breyta um afstöðu til hælisleitenda frá Venesúela krefst ekki kúvendingar í málefnum hælisleitenda. Í ljósi þess að hér eru hundruðir sem komu landsins meðan stefna stjórnvalda var allt önnur, eru forsendur til að endurskoða afstöðu stjórnvalda. Í ljósi þeirra alþjóðlegu skýrslna sem út hafa komið frá því í mars þegar ÚTL gaf út sitt endurmat, eru forsendur til þess að endurskoða afstöðu yfirvalda. Þaðkrefst ekki lagabreytinga að afstýra þessari hörmung - það þarf bara að uppfæra viðmið einnar stofnunar - að taka tillit til þess sem allar alþjóðlegar stofnanir virðast sammála um. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sál sinni? Ég er ekki alveg viss hvaða sjónarmið liggja að baki þeirri afstöðu að einhvern vegin sé betra fyrir Ísland að vísa þessu fólki burt. En eru þeir sem að baki því standa virkilega sannfærðir um að það sé kostnaðarins virði? Ef við stöndum hjá og segjum ekkert, berum við þá ekki líka einhverja ábyrgð? Það er ekki of seint að afstýra þeim harmleik sem blasir við, við höfum það í hendi okkar. Höfundur er prestur.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun