Andri Lucas þvertekur fyrir meint rifrildi Aron Guðmundsson skrifar 12. október 2023 08:31 Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta og danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby Vísir Andri Lucas Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska A-landsliðið í fótbolta, verðskuldað, eftir að hafa slegið í gegn með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby upp á síðkastið. Andri Lucas segir það gefa liðinu mikið að hafa Gylfa Þór og Aron Einar í hópnum og þá þvertekur hann fyrir sögusagnir sem birtust í dönskum miðlum þess efnis að hann stæði í stappi við þjálfara IFK Norrköping. „Gaman að vera kominn til baka í A-landsliðið. Gott að hitta strákana aftur. Tveir mikilvægir leikir framundan og við ætlum okkur sex stig,“ segir Andri Lucas aðspurður hvernig komandi leikir með íslenska landsliðinu leggjast í hann. Klippa: Kemur með bullandi sjálfstraust í landsleikina Ísland mætir Lúxemborg á morgun á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024. Liðið mætir svo aftur til leiks á mánudaginn kemur er Liechtenstein kemur í heimsókn. Ein af stóru tíðindunum í kringum landsleiki Íslands í þetta skipti eru þær fréttir að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka mættur aftur í liðið og Andri Lucas segir þessa leikmenn hafa mikil áhrif á leikmennina í kringum sig. Þeir gefi liðinu ótrúlega mikið. „Sérstaklega okkur sem eigum færri landsleiki. Að sjá hverngi þeir haga sér utan vallar, undirbúa sig fyrir leiki. Það er svo mikið sem spilar inn í sem við getum lært af.“ Andri Lucas hefur farið með himinskautum hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby þar sem að hann spila á láni frá IFK Norrköping undir stjórn Íslendingsins Freys Alexanderssonar. Eftir að hafa fengið fá tækifæri í liði Norrköping tók Andri Lucas skrefið yfir til Lyngby í ágúst fyrr á þessu ári. Í Danmörku hefur hann skorað sex mörk í níu leikjum og gefið eina stoðsendingu. Hvað fannst þér gerast á þínum ferli þegar að þú fórst þarna yfir til Danmerkur? „Aðallega traustið. Maður mætir og finnur strax að þeir eru mjög ánægðir með að fá mig til sín. Ég hafði talað við Freysa áður en að ég skipti yfir og hann var spenntur fyrir þessu öllu. Maður kemur þarna inn og finnur strax fyrir traustinu, fer beint í byrjunarliðið og um leið og maður fær að spila, slaka aðeins á, þá er léttara að standa sig vel. Ég þekkti líka strákana í Lyngby áður en að ég skipti yfir. Sævar Atla og Kolbein. Þeir höfðu bara gott að segja um Lyngby. Þetta var bara rétt ákvörðun held ég.“ Danski miðillinn Tipsbladet fleygði því fram í frétt um daginn að það andaði köldu á milli Andra Lucasar og Glen Riddersholm, þjálfara IFK Norrköping. Þjálfarinnn hafði áður tjáð sig um málið, sagði ekkert til í þessum sögusögnum. Þær væru ekkert annað en lygar og skáldskapur. Andri Lucas tekur í sama streng. „Í raun bara það sama og hann sagði. Það er ekkert þannig á milli okkar. Við tölum saman vikulega og hann er bara mjög ánægður með að ég sé að standa mig vel hjá Lyngby. Það er allt á góðu nótunum á milli okkar. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
„Gaman að vera kominn til baka í A-landsliðið. Gott að hitta strákana aftur. Tveir mikilvægir leikir framundan og við ætlum okkur sex stig,“ segir Andri Lucas aðspurður hvernig komandi leikir með íslenska landsliðinu leggjast í hann. Klippa: Kemur með bullandi sjálfstraust í landsleikina Ísland mætir Lúxemborg á morgun á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024. Liðið mætir svo aftur til leiks á mánudaginn kemur er Liechtenstein kemur í heimsókn. Ein af stóru tíðindunum í kringum landsleiki Íslands í þetta skipti eru þær fréttir að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka mættur aftur í liðið og Andri Lucas segir þessa leikmenn hafa mikil áhrif á leikmennina í kringum sig. Þeir gefi liðinu ótrúlega mikið. „Sérstaklega okkur sem eigum færri landsleiki. Að sjá hverngi þeir haga sér utan vallar, undirbúa sig fyrir leiki. Það er svo mikið sem spilar inn í sem við getum lært af.“ Andri Lucas hefur farið með himinskautum hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby þar sem að hann spila á láni frá IFK Norrköping undir stjórn Íslendingsins Freys Alexanderssonar. Eftir að hafa fengið fá tækifæri í liði Norrköping tók Andri Lucas skrefið yfir til Lyngby í ágúst fyrr á þessu ári. Í Danmörku hefur hann skorað sex mörk í níu leikjum og gefið eina stoðsendingu. Hvað fannst þér gerast á þínum ferli þegar að þú fórst þarna yfir til Danmerkur? „Aðallega traustið. Maður mætir og finnur strax að þeir eru mjög ánægðir með að fá mig til sín. Ég hafði talað við Freysa áður en að ég skipti yfir og hann var spenntur fyrir þessu öllu. Maður kemur þarna inn og finnur strax fyrir traustinu, fer beint í byrjunarliðið og um leið og maður fær að spila, slaka aðeins á, þá er léttara að standa sig vel. Ég þekkti líka strákana í Lyngby áður en að ég skipti yfir. Sævar Atla og Kolbein. Þeir höfðu bara gott að segja um Lyngby. Þetta var bara rétt ákvörðun held ég.“ Danski miðillinn Tipsbladet fleygði því fram í frétt um daginn að það andaði köldu á milli Andra Lucasar og Glen Riddersholm, þjálfara IFK Norrköping. Þjálfarinnn hafði áður tjáð sig um málið, sagði ekkert til í þessum sögusögnum. Þær væru ekkert annað en lygar og skáldskapur. Andri Lucas tekur í sama streng. „Í raun bara það sama og hann sagði. Það er ekkert þannig á milli okkar. Við tölum saman vikulega og hann er bara mjög ánægður með að ég sé að standa mig vel hjá Lyngby. Það er allt á góðu nótunum á milli okkar.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira