„Of mikið stress að þjálfa meistaraflokk“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2023 07:31 Gylfi Sigurðsson verður í sviðsljósinu á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson segir það enn algerlega óljóst hvenær hann leggi skóna á hilluna en hann er nýorðinn 34 ára gamall. „Ég ætlaði einhvern tímann að hætta þegar ég væri 32 eða 33 ára. Ég mun spila einhvern tíma í viðbót. Ég get ekki sagt til um hversu lengi. Ég ætla að klára þetta tímabil og sjá svo til hvernig mér líður. Hvað sé í boði og mig langar að gera,“ segir Gylfi í samtali við Guðmund Benediktsson. „Það sem ég hef mest gaman af núna er að spila fyrir landsliðið. Spila fyrir Ísland. Auðvitað svo að vera í allt öðruvísi umhverfi hjá Lyngby en ég hef verið vanur. Þegar líkaminn er kominn aftur í gott stand get ég leikandi spilað nokkur ár í viðbót.“ Þó svo Gylfi eigi nokkur ár eftir er hann farinn að huga að því hvað skuli gera er skórnir fara í hilluna. „Ég er með hinar og þessar pælingar en ekkert sem endilega bíður mín. Ég hef áhuga á að þjálfa yngri leikmenn sem eru efnilegir, vilja ná langt og hafa áhuga á að bæta sig. Ég held ég hafi ekki áhuga á að þjálfa meistaraflokk eða aðallið. Ég held að það sé of mikið stress og sé það á þeim þjálfurum sem ég hef haft í gegnum tíðina. „Umboðsmennska er líka eitthvað sem ég hef áhuga á. Miðla af reynslu og hjálpa leikmönnum sem vilja fara erlendis. Svo er það líka ráðgjöf. Fyrir mig persónulega hefði verið frábært að hafa einhvern sem hefur verið í atvinnumennsku í mörg ár og farið í gegnum ýmislegt.“ Þegar farið er að styttast í annan endann á ferlinum líta menn oft til baka og hugsa hvort þeir hefðu átt að fara í annað lið eða álíka. Gylfi sér þó ekki eftir neinu. „Ég hef alltaf tekið stöðuna hvernig mér líði og hvað ég vilji gera. Ef ég hef verið einhvers staðar og viljað fara þá hef ég ekki getað séð eftir því. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið mjög skemmtilegur ferill.“ Klippa: Vill ekki þjálfa meistaraflokk Landslið karla í fótbolta Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
„Ég ætlaði einhvern tímann að hætta þegar ég væri 32 eða 33 ára. Ég mun spila einhvern tíma í viðbót. Ég get ekki sagt til um hversu lengi. Ég ætla að klára þetta tímabil og sjá svo til hvernig mér líður. Hvað sé í boði og mig langar að gera,“ segir Gylfi í samtali við Guðmund Benediktsson. „Það sem ég hef mest gaman af núna er að spila fyrir landsliðið. Spila fyrir Ísland. Auðvitað svo að vera í allt öðruvísi umhverfi hjá Lyngby en ég hef verið vanur. Þegar líkaminn er kominn aftur í gott stand get ég leikandi spilað nokkur ár í viðbót.“ Þó svo Gylfi eigi nokkur ár eftir er hann farinn að huga að því hvað skuli gera er skórnir fara í hilluna. „Ég er með hinar og þessar pælingar en ekkert sem endilega bíður mín. Ég hef áhuga á að þjálfa yngri leikmenn sem eru efnilegir, vilja ná langt og hafa áhuga á að bæta sig. Ég held ég hafi ekki áhuga á að þjálfa meistaraflokk eða aðallið. Ég held að það sé of mikið stress og sé það á þeim þjálfurum sem ég hef haft í gegnum tíðina. „Umboðsmennska er líka eitthvað sem ég hef áhuga á. Miðla af reynslu og hjálpa leikmönnum sem vilja fara erlendis. Svo er það líka ráðgjöf. Fyrir mig persónulega hefði verið frábært að hafa einhvern sem hefur verið í atvinnumennsku í mörg ár og farið í gegnum ýmislegt.“ Þegar farið er að styttast í annan endann á ferlinum líta menn oft til baka og hugsa hvort þeir hefðu átt að fara í annað lið eða álíka. Gylfi sér þó ekki eftir neinu. „Ég hef alltaf tekið stöðuna hvernig mér líði og hvað ég vilji gera. Ef ég hef verið einhvers staðar og viljað fara þá hef ég ekki getað séð eftir því. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið mjög skemmtilegur ferill.“ Klippa: Vill ekki þjálfa meistaraflokk
Landslið karla í fótbolta Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira