Stórar hugmyndir – lítil samskipti: „Veldur okkur áhyggjum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. október 2023 09:01 Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, greinir frá samráðsleysi sérsambanda við Þrótt um landsvæði sem er í félagsins eigu. Vísir/Vilhelm Formaður KSÍ vill sjá nýjan þjóðarvöll rísa við Suðurlandsbraut og mynda þar allsherjar íþróttamiðstöð ásamt nýrri þjóðarhöll. Sá völlur yrði á svæði sem er í eigu Þróttar og formaður félagsins er heldur óspenntari fyrir hugmyndinni. Hann kallar eftir meira samráði sérsambanda ÍSÍ við félögin í Laugardal. Málefni Laugardalsvallar hafa borið hátt síðustu vikur vegna mikils álags á völlinn sökum aukinna verkefna. Skammtímalausn KSÍ er að skipta um undirlag í vor en til framtíðar er ljóst að þörf er á nýjum velli. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, vill ásamt fleirum að nýr völlur og ný Þjóðarhöll fari saman og að völlurinn verði færður á svæði í eigu Þróttar milli Suðurlandsbrautar og Húsdýragarðs, þar sem nú stendur æfingavöllur Þróttar. „Það er svona okkar ósk. Við myndum vilja færa völlinn ofar í Laugardalinn og tengja saman höllina og fótboltavöllinn. Ég veit ekki hvort að frjálsar íþróttir komist fyrir líka en ef ég hugsa þetta út frá fótboltanum.“ segir Vanda. Klippa: Það er draumurinn minn og margra hér Völlurinn verði við hlið nýrrar hallar Hægt sé að samnýta aðstöðu og þekkingu með starfsemina á sama stað. Það sé öllum samböndum og íþróttastarfi landsins til hags. „Við búum hér [í KSÍ] að allskonar þekkingu og með tæki og græjur sem við myndum gjarnan deila með öðrum samböndum. Það væri hægt að hafa sameiginlega lyfjaprófunaraðstöðu og búningsklefa og þannig hægt að samnýta allskonar. Gera þá íþróttamiðstöð og ákveðið hús íþróttanna og heildarmynd. Það er draumurinn minn og margra hér,“ segir Vanda. „Það var arkitekt sem heitir Kristján Ásgeirsson sem bar þessa hugmynd upp fyrst og er meira að segja búinn að teikna völl á milli Suðurlandsbrautar og Húsdýragarðs sem myndi þá tengjast nýju höllinni,“ „Mér finnst að við eigum að gera þetta, við vitum að það þarf að gera bæði og það er miklu sniðugra að hugsa þetta heildrænt.“ segir Vanda. Skipuleggi að byggja á lóð nágrannans Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, er hlynntur því að uppbygging verði á aðstöðu landsliða í Laugardalnum. Hann gagnrýnir hins vegar hugmyndir um að byggja á svæði félags hans. Aðstöðumál hafa plagað félagið, þá sérstaklega er varðar handbolta og sama má segja um körfubolta í Ármanni. Ekki megi við því að þrengja frekar að. „Hún er augljóslega að tala um svæði sem að tilheyrir Þrótti. Það eru engar samþykktir um það innan félagsins að láta nein svæði frá okkur og stendur ekki til. Ég held það væri skynsamlegt af henni að eiga samtal og samráð við knattspyrnufélögin og íþróttafélögin hér í Laugardalnum áður en hún fer að byggja á lóð nágrannans.“ segir Bjarnólfur. Klippa: Hún er augljóslega að tala um svæði sem að tilheyrir Þrótti Engin framtíðarsýn án samráðs Hann segir samráð við félögin, Þrótt og Ármann, sé ekki mikið. Samböndin sem við eiga, svo sem KSÍ, HSÍ, KKÍ og ÍSÍ, þurfi að hafa félögin ofar í huga við hugmyndavinnu sína tengda aðstöðumálum landsliða. „Við höfum kallað eftir miklu meira samráði við skipulagningu og uppbyggingu hér í Laugardal. Sérstaklega í kringum þjóðarhöllina sem hefur verið mest í umræðunni að undanförnu. Svo munu aðilar líklega færa sig meira í umræðu um þjóðarleikvanginn en það verður engin uppbygging og það er engin framtíðarsýn í því að hafa engin samskipti við félögin hér í Laugardal. Fólk skal átta sig á því að samtal og samráð við félögin er algjörlega nauðsynlegt fyrir framtíðaruppbyggingu hér í Laugardal.“ „Fólk er greinilega að reyna að skipta Laugardalnum á milli sín á þeim svæðum sem að tilheyra okkur,“ segir Bjarnólfur. Glötuð tækifæri ungra iðkenda Samstarfið við Laugardalshöll hafi reynst strembið sem hafi haft mikil áhrif á möguleika ungs íþróttafólks í hverfinu til iðkunnar handbolta og körfubolta, til að mynda. „Því miður hefur samstarfið við Laugardalshöll ekki nægilega gott og kynslóðir iðkenda hér í Laugardalnum hafa misst tækifærið að vera í vel skipulögðum inniíþróttum. Það veldur okkur áhyggjum í uppbyggingu á Þjóðarhöll að aðkoma íþróttafélaga að rekstrarsamningnum er engin. Það er það mikilvægasta sem við þurfum að fá að koma að,“ Hann er þó hlynntur því að Laugardalurinn verði áfram íþróttamiðstöð Íslands en ekki á kostnað félaganna. „Við styðjum alla uppbyggingu hér í Laugardal og sögulega finnst mér að uppbyggingin eigi að eiga sér stað hér í Laugardal. Mekka íþrótta á að vera hér og ég styð það og skil það vel. En það verður ekki gert nema með samtali við íþróttafélögin í Laugardal.“ segir Bjarnólfur að endingu. Ummæli Vöndu má sjá í efri spilaranum að viðtalið við Bjarnólf í þeim neðri. Fótbolti Laugardalsvöllur Þróttur Reykjavík Ármann KSÍ Íslenski boltinn Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Hætta á að heimaleikir vetrarins verði erlendis: „Ótrúlega leiðinlegt“ KSÍ vill síður bera kostnað af því að halda Laugardalsvelli við vegna Evrópuverkefna íslenskra félagsliða í vetur. Vel má vera að færa þurfi landsleiki í febrúar og mars út fyrir landsteinana. 7. október 2023 09:00 Skiptar skoðanir um gervigrasið: „Er verið að skoða það?“ Skiptar skoðanir eru á meðal landsliðsmanna karlalandsliðsins í fótbolta um hvernig undirlag eigi að vera á Laugardalsvelli. KSÍ stefnir að því að skipta um undirlag í vor en ekki er ljóst hvernig gras verður lagt á völlinn. 11. október 2023 11:32 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Málefni Laugardalsvallar hafa borið hátt síðustu vikur vegna mikils álags á völlinn sökum aukinna verkefna. Skammtímalausn KSÍ er að skipta um undirlag í vor en til framtíðar er ljóst að þörf er á nýjum velli. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, vill ásamt fleirum að nýr völlur og ný Þjóðarhöll fari saman og að völlurinn verði færður á svæði í eigu Þróttar milli Suðurlandsbrautar og Húsdýragarðs, þar sem nú stendur æfingavöllur Þróttar. „Það er svona okkar ósk. Við myndum vilja færa völlinn ofar í Laugardalinn og tengja saman höllina og fótboltavöllinn. Ég veit ekki hvort að frjálsar íþróttir komist fyrir líka en ef ég hugsa þetta út frá fótboltanum.“ segir Vanda. Klippa: Það er draumurinn minn og margra hér Völlurinn verði við hlið nýrrar hallar Hægt sé að samnýta aðstöðu og þekkingu með starfsemina á sama stað. Það sé öllum samböndum og íþróttastarfi landsins til hags. „Við búum hér [í KSÍ] að allskonar þekkingu og með tæki og græjur sem við myndum gjarnan deila með öðrum samböndum. Það væri hægt að hafa sameiginlega lyfjaprófunaraðstöðu og búningsklefa og þannig hægt að samnýta allskonar. Gera þá íþróttamiðstöð og ákveðið hús íþróttanna og heildarmynd. Það er draumurinn minn og margra hér,“ segir Vanda. „Það var arkitekt sem heitir Kristján Ásgeirsson sem bar þessa hugmynd upp fyrst og er meira að segja búinn að teikna völl á milli Suðurlandsbrautar og Húsdýragarðs sem myndi þá tengjast nýju höllinni,“ „Mér finnst að við eigum að gera þetta, við vitum að það þarf að gera bæði og það er miklu sniðugra að hugsa þetta heildrænt.“ segir Vanda. Skipuleggi að byggja á lóð nágrannans Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, er hlynntur því að uppbygging verði á aðstöðu landsliða í Laugardalnum. Hann gagnrýnir hins vegar hugmyndir um að byggja á svæði félags hans. Aðstöðumál hafa plagað félagið, þá sérstaklega er varðar handbolta og sama má segja um körfubolta í Ármanni. Ekki megi við því að þrengja frekar að. „Hún er augljóslega að tala um svæði sem að tilheyrir Þrótti. Það eru engar samþykktir um það innan félagsins að láta nein svæði frá okkur og stendur ekki til. Ég held það væri skynsamlegt af henni að eiga samtal og samráð við knattspyrnufélögin og íþróttafélögin hér í Laugardalnum áður en hún fer að byggja á lóð nágrannans.“ segir Bjarnólfur. Klippa: Hún er augljóslega að tala um svæði sem að tilheyrir Þrótti Engin framtíðarsýn án samráðs Hann segir samráð við félögin, Þrótt og Ármann, sé ekki mikið. Samböndin sem við eiga, svo sem KSÍ, HSÍ, KKÍ og ÍSÍ, þurfi að hafa félögin ofar í huga við hugmyndavinnu sína tengda aðstöðumálum landsliða. „Við höfum kallað eftir miklu meira samráði við skipulagningu og uppbyggingu hér í Laugardal. Sérstaklega í kringum þjóðarhöllina sem hefur verið mest í umræðunni að undanförnu. Svo munu aðilar líklega færa sig meira í umræðu um þjóðarleikvanginn en það verður engin uppbygging og það er engin framtíðarsýn í því að hafa engin samskipti við félögin hér í Laugardal. Fólk skal átta sig á því að samtal og samráð við félögin er algjörlega nauðsynlegt fyrir framtíðaruppbyggingu hér í Laugardal.“ „Fólk er greinilega að reyna að skipta Laugardalnum á milli sín á þeim svæðum sem að tilheyra okkur,“ segir Bjarnólfur. Glötuð tækifæri ungra iðkenda Samstarfið við Laugardalshöll hafi reynst strembið sem hafi haft mikil áhrif á möguleika ungs íþróttafólks í hverfinu til iðkunnar handbolta og körfubolta, til að mynda. „Því miður hefur samstarfið við Laugardalshöll ekki nægilega gott og kynslóðir iðkenda hér í Laugardalnum hafa misst tækifærið að vera í vel skipulögðum inniíþróttum. Það veldur okkur áhyggjum í uppbyggingu á Þjóðarhöll að aðkoma íþróttafélaga að rekstrarsamningnum er engin. Það er það mikilvægasta sem við þurfum að fá að koma að,“ Hann er þó hlynntur því að Laugardalurinn verði áfram íþróttamiðstöð Íslands en ekki á kostnað félaganna. „Við styðjum alla uppbyggingu hér í Laugardal og sögulega finnst mér að uppbyggingin eigi að eiga sér stað hér í Laugardal. Mekka íþrótta á að vera hér og ég styð það og skil það vel. En það verður ekki gert nema með samtali við íþróttafélögin í Laugardal.“ segir Bjarnólfur að endingu. Ummæli Vöndu má sjá í efri spilaranum að viðtalið við Bjarnólf í þeim neðri.
Fótbolti Laugardalsvöllur Þróttur Reykjavík Ármann KSÍ Íslenski boltinn Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Hætta á að heimaleikir vetrarins verði erlendis: „Ótrúlega leiðinlegt“ KSÍ vill síður bera kostnað af því að halda Laugardalsvelli við vegna Evrópuverkefna íslenskra félagsliða í vetur. Vel má vera að færa þurfi landsleiki í febrúar og mars út fyrir landsteinana. 7. október 2023 09:00 Skiptar skoðanir um gervigrasið: „Er verið að skoða það?“ Skiptar skoðanir eru á meðal landsliðsmanna karlalandsliðsins í fótbolta um hvernig undirlag eigi að vera á Laugardalsvelli. KSÍ stefnir að því að skipta um undirlag í vor en ekki er ljóst hvernig gras verður lagt á völlinn. 11. október 2023 11:32 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Hætta á að heimaleikir vetrarins verði erlendis: „Ótrúlega leiðinlegt“ KSÍ vill síður bera kostnað af því að halda Laugardalsvelli við vegna Evrópuverkefna íslenskra félagsliða í vetur. Vel má vera að færa þurfi landsleiki í febrúar og mars út fyrir landsteinana. 7. október 2023 09:00
Skiptar skoðanir um gervigrasið: „Er verið að skoða það?“ Skiptar skoðanir eru á meðal landsliðsmanna karlalandsliðsins í fótbolta um hvernig undirlag eigi að vera á Laugardalsvelli. KSÍ stefnir að því að skipta um undirlag í vor en ekki er ljóst hvernig gras verður lagt á völlinn. 11. október 2023 11:32