Hvaða stöðugleika er ríkisstjórnin að tala um? Björn Leví Gunnarsson skrifar 14. október 2023 12:31 „Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um? Er það stöðugleiki efnahagsmála? Verðbólgan og vextirnir? Er það stöðugleikinn í húsnæðismálum? Heilbrigðismálum? Öldrunarmálum? Er það stjórnmálalegur stöðguleiki? Það er alveg rétt hjá formönnum ríkisstjórnarflokkannna að það eru stór verkefni framundan en það er ekki sjálfgefið að nákvæmlega þessir flokkar geti sameinast um stórar og erfiðar ákvarðanir. Það er ekki eins og samheldnin hafi verið rosalega mikil hingað til. Allar stórar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar af einhverjum innan ríkisstjórnarflokkanna, allt frá lífskjarasamningunum (sem þau hafa ekki enn uppfyllt) til Covid og bankasölunnar. Ríkisstjórnin var mynduð til þess að búa til pólitískan stöðugleika. En pólitískur stöðugleiki fæst ekki bara með því að sitja sem fastast sama hvað. Pólitískur stöðugleiki fæst með trausti bæði innan og utan frá. Hingað til hef ég sagt að þó ég beri ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar til að klára þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir þá hef ég alveg treyst einstaka ráðherrum til verka í þeirra málaflokkum. Ég myndi ekki sjálfkrafa kjósa já með vantrauststillögu með hvaða ráðherra sem er. Ekki einu sinni ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Nú er svo komið hins vegar að ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til neinna verka. Ástæðan fyrir því er þetta ábyrgðarleysi sem blasir við okkur þegar þau gera eitthvað rangt. Í hvert skipti sem verk ríkisstjórnarinnar eru gagnrýnd byrja þau á að telja upp einhvern langan lista af verkum sem þau segja að sé merki um mikilvægi ríkisstjórnarinnar, hversu góð hugmynd það hafi verið að mynda þessa stjórn. Það er minnst á nýjan Landsspítala til dæmis sem var vissulega búinn að vera lengi í undirbúningi, en það voru bókstaflega allir flokkar sem ætluðu að byggja nýjan spítala. Það er því ekkert afrek að gera það sem allir hinir ætluðu að gera líka. Að því sögðu var valin hörmuleg staðsetning fyrir spítalann, Allir sjúkraflutningar nema mögulega sjúkraflug eru mjög takmarkaðir miðað við allar aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu nema kannski út á Gróttu. Nú hafa meira að segja verið viðraðar áhyggjur af því að ekki sé hægt að setja þyrlupall við nýja Landsspítalann - þannig að það gæti endað þannig að sjúkraflutningar með þyrlu verði verri en þeir eru núna. Annað sem ríkisstjórnin minnist á eru húsnæðismálin, en staðan þar er verri. Líka í öldrunarmálum - það er enn gríðarlegur skortur á hjúkrunarrýmum og heimaþjónustu. Ég á því erfitt með að skilja hvaða stöðugleika ríkisstjórnin er að reyna að búa til. Staðan líkist frekar stöðunun - sem vissulega uppfyllir ákveðin “stöðugleikaskilyrði”. Það þarf að gera betur. Verkið er risavaxið og fyrsta verkið hlýtur að vera fyrir ríkisstjórnina að stíga til hliðar því þau hafa sýnt það í verki að stólarnir skipta meira máli en verkin. Það eina sem fæst með þrásetu ríkisstjórnarinnar er áframhaldandi stöðun. Þau eru ólíkir flokkar, eins og þau þreytast ekki á að segja, og sem slíkir halda þau aftur af hvort öðru. Allar “brýr” sem þau byggja milli andstæðra skoðanna eru litlar og einbreiðar og stóru samfélagslegu málin sitja á hakanum. Kvótakerfið, stjórnarskráin, húsnæðismarkaðurinn, efnahagurinn, … Það er kannski eðlilegt að þau sjá engar aðrar lausnir í stöðunni en að þau sitji sem fastast. Mögulegar lausnir takmarkast við andstæðar skoðanir þeirra. Allar lausnir verða því bara umdeilt hálfkák. Það þarf að stíga stærri skref á næstu árum en þessi ríkisstjórn getur mögulega gert. Eigum við bara að bíða í tvö ár í viðbót eftir breytingum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
„Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um? Er það stöðugleiki efnahagsmála? Verðbólgan og vextirnir? Er það stöðugleikinn í húsnæðismálum? Heilbrigðismálum? Öldrunarmálum? Er það stjórnmálalegur stöðguleiki? Það er alveg rétt hjá formönnum ríkisstjórnarflokkannna að það eru stór verkefni framundan en það er ekki sjálfgefið að nákvæmlega þessir flokkar geti sameinast um stórar og erfiðar ákvarðanir. Það er ekki eins og samheldnin hafi verið rosalega mikil hingað til. Allar stórar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar af einhverjum innan ríkisstjórnarflokkanna, allt frá lífskjarasamningunum (sem þau hafa ekki enn uppfyllt) til Covid og bankasölunnar. Ríkisstjórnin var mynduð til þess að búa til pólitískan stöðugleika. En pólitískur stöðugleiki fæst ekki bara með því að sitja sem fastast sama hvað. Pólitískur stöðugleiki fæst með trausti bæði innan og utan frá. Hingað til hef ég sagt að þó ég beri ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar til að klára þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir þá hef ég alveg treyst einstaka ráðherrum til verka í þeirra málaflokkum. Ég myndi ekki sjálfkrafa kjósa já með vantrauststillögu með hvaða ráðherra sem er. Ekki einu sinni ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Nú er svo komið hins vegar að ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til neinna verka. Ástæðan fyrir því er þetta ábyrgðarleysi sem blasir við okkur þegar þau gera eitthvað rangt. Í hvert skipti sem verk ríkisstjórnarinnar eru gagnrýnd byrja þau á að telja upp einhvern langan lista af verkum sem þau segja að sé merki um mikilvægi ríkisstjórnarinnar, hversu góð hugmynd það hafi verið að mynda þessa stjórn. Það er minnst á nýjan Landsspítala til dæmis sem var vissulega búinn að vera lengi í undirbúningi, en það voru bókstaflega allir flokkar sem ætluðu að byggja nýjan spítala. Það er því ekkert afrek að gera það sem allir hinir ætluðu að gera líka. Að því sögðu var valin hörmuleg staðsetning fyrir spítalann, Allir sjúkraflutningar nema mögulega sjúkraflug eru mjög takmarkaðir miðað við allar aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu nema kannski út á Gróttu. Nú hafa meira að segja verið viðraðar áhyggjur af því að ekki sé hægt að setja þyrlupall við nýja Landsspítalann - þannig að það gæti endað þannig að sjúkraflutningar með þyrlu verði verri en þeir eru núna. Annað sem ríkisstjórnin minnist á eru húsnæðismálin, en staðan þar er verri. Líka í öldrunarmálum - það er enn gríðarlegur skortur á hjúkrunarrýmum og heimaþjónustu. Ég á því erfitt með að skilja hvaða stöðugleika ríkisstjórnin er að reyna að búa til. Staðan líkist frekar stöðunun - sem vissulega uppfyllir ákveðin “stöðugleikaskilyrði”. Það þarf að gera betur. Verkið er risavaxið og fyrsta verkið hlýtur að vera fyrir ríkisstjórnina að stíga til hliðar því þau hafa sýnt það í verki að stólarnir skipta meira máli en verkin. Það eina sem fæst með þrásetu ríkisstjórnarinnar er áframhaldandi stöðun. Þau eru ólíkir flokkar, eins og þau þreytast ekki á að segja, og sem slíkir halda þau aftur af hvort öðru. Allar “brýr” sem þau byggja milli andstæðra skoðanna eru litlar og einbreiðar og stóru samfélagslegu málin sitja á hakanum. Kvótakerfið, stjórnarskráin, húsnæðismarkaðurinn, efnahagurinn, … Það er kannski eðlilegt að þau sjá engar aðrar lausnir í stöðunni en að þau sitji sem fastast. Mögulegar lausnir takmarkast við andstæðar skoðanir þeirra. Allar lausnir verða því bara umdeilt hálfkák. Það þarf að stíga stærri skref á næstu árum en þessi ríkisstjórn getur mögulega gert. Eigum við bara að bíða í tvö ár í viðbót eftir breytingum?
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun