Orkuúlfur snýr úr sauðagæru Tómas Guðbjartsson skrifar 16. október 2023 07:00 HS Orka verður seint talið fyrirtæki sem lætur sér annt um náttúruna, a.m.k. ekki hin síðari ár. Fyrirtækið fór vel af stað á síðustu öld með snyrtilegri jarðhitavirkjun og hitaveitu, en smitaðist síðan af græðgissótt þar sem stóriðju var lofað orku sem fyrirtækið átti í erfiðleikum með að skaffa. Ástæðan fyrir því var einföld, enda búið að ganga alltof hart að jarðhitaauðlindinni undir Reykjanesskaga, og látið eins og hún væri ótæmandi auðlind. En það er jarðhitinn ekki frekar en aðrar auðlindir. Öllum hefði átt að vera ljóst að glasið mun tæmast þegar sífellt fleiri rörum er stungið ofan í það - og bara sogið en engu bætt við! Munum að jarðhitinn er auðlind sem við eigum öll, og hitaveita til heimila og fyrirtækja ætti að vera í algjörum forgangi í stað stóriðju. Náttúruperlur í tætarann HS Orka, með buxurnar niðri, hyggur því á "landvinninga" þar sem náttúruperlum verður hent í tætarann. Þar má nefna Eldvörpin í nágrenni Svartsengis, sem eru meðal fallegustu gígaraða á Reykjanesskaga. Eldvörpin á Reykjanesi eru gullfallegar gíaraðir steinsnar frá Svartsengi. Mynd/Ellert Grétarsson Annað dæmi eru áform HS Orku í Krísuvík, en þar er nú einn helsti viðkomustaður ferðamanna á SV-horninu. Þetta er vanhugsað eins og margar ákvarðandi fyrirtækisins hin síðari ár, og ég get ekki séð hvernig fyrirtækið ætlar að "kæla niður" þann gosóróa sem nú er á þessu eldgosasvæði, og virðist bara færast í aukana. Hvalárvirkjun endurlífguð? Verst eru þó áform HS Orku um að endurlífga Hvalárvirkjun í Árneshreppi, framkvæmd sem ég trúði í einfeldni minni að hefði verið afgreidd sem óhugsandi, enda sérlega óhagkvæm og ósnortin náttúran talin of verðmæt. Með virkjun yrði tugum fossa fórnað fyrir 50 MW og efst á heiðinni myndi blasa við 33 metra hár varnargarður við þröskuld Drangajökuls og friðlandsins á Hornströndum. Þarna eru þrír fossar sem eru á meðal þeirra fallegustu á Íslandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarfoss, en sérstaklega þó Drynjandi. Sá síðastnefndi er á hæð við Hallgrímskirkju, og á mynd RAX, sem eitt sinn prýddi forsíðu Moggans, sést vel stærð okkar vinanna efst í skaflinum. Fossinn Drynjandi upp af Ófeigsfirði. Með virkjun yrði þessi foss þurrkaður upp og fossniðurinn og drunurnar í gljúfrunum, sem fossinn ber nafn sitt af, myndu hljóðna. Mynd: RAX.Mynd/RAX Níðingsverk gegn náttúru Vestfjarða Það yrði níðingsverk gegn nátturinni að fórna aðeins þessum eina fossi, hvað þá öllum hinum og víðernunum í kring. Tætarinn bíður spenntur, merktur "grænni orku" með límmiða sem kostaður er af orkumálaráðherra sem er gjörsamlega ósýnilegur og duglaus þegar kemur að umhverfisvernd og loftslagsmálum. Sauðagæran horfin Hingað til hefur HS Orka sagt orkuna eiga að fara inn á raforkukerfi Vestfjarða og nýtast Vestfirðingum. Í nýlegu viðtali við Birnu Lárusdóttur, fyrrum talsmann Vesturorku og nú HS Orku í Heimildinni, er nokkuð augljóst að orkan á að fara á SV-hornið til stóriðjuverkefna. Sauðagæran er því horfin og eftir stendur nakinn sannleikurinn, enda stóð aldrei annað til en að færa orkuna beinustu leið á SV-hornið. Allt tal um að orkan sé fyrir Vestfirði stenst ekki lengur og hægt að spyrja sig hversu græn hún er í raun? Enn eina ferðina er verið að plata Vestfirðinga, og ræna þá einstakum náttúruperlum. Fossafriðland á heimsmælikvarða Í stað Hvalárvirkjunar ættu fossarnir á Ströndum að verða kjölfesta í einhverjum stórkostlegasta fossafriðlandi Evrópu, sem myndi tengjast friðlöndum Drangaskarða og Hornstranda. Slíkt myndi efla Vestfirði og veita störf, sem Hvalárvirkjun gerir ekki. Enda virkjunin f.o.fr. hugsuð fyrir stóriðju - sem er óseðjandi af græðgi - og vill sífellt meira - líkt og úlfurinn sísvangi, HS Orka. Höfundur er yfirlæknir, prófessor og umhverfisverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Tómas Guðbjartsson Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
HS Orka verður seint talið fyrirtæki sem lætur sér annt um náttúruna, a.m.k. ekki hin síðari ár. Fyrirtækið fór vel af stað á síðustu öld með snyrtilegri jarðhitavirkjun og hitaveitu, en smitaðist síðan af græðgissótt þar sem stóriðju var lofað orku sem fyrirtækið átti í erfiðleikum með að skaffa. Ástæðan fyrir því var einföld, enda búið að ganga alltof hart að jarðhitaauðlindinni undir Reykjanesskaga, og látið eins og hún væri ótæmandi auðlind. En það er jarðhitinn ekki frekar en aðrar auðlindir. Öllum hefði átt að vera ljóst að glasið mun tæmast þegar sífellt fleiri rörum er stungið ofan í það - og bara sogið en engu bætt við! Munum að jarðhitinn er auðlind sem við eigum öll, og hitaveita til heimila og fyrirtækja ætti að vera í algjörum forgangi í stað stóriðju. Náttúruperlur í tætarann HS Orka, með buxurnar niðri, hyggur því á "landvinninga" þar sem náttúruperlum verður hent í tætarann. Þar má nefna Eldvörpin í nágrenni Svartsengis, sem eru meðal fallegustu gígaraða á Reykjanesskaga. Eldvörpin á Reykjanesi eru gullfallegar gíaraðir steinsnar frá Svartsengi. Mynd/Ellert Grétarsson Annað dæmi eru áform HS Orku í Krísuvík, en þar er nú einn helsti viðkomustaður ferðamanna á SV-horninu. Þetta er vanhugsað eins og margar ákvarðandi fyrirtækisins hin síðari ár, og ég get ekki séð hvernig fyrirtækið ætlar að "kæla niður" þann gosóróa sem nú er á þessu eldgosasvæði, og virðist bara færast í aukana. Hvalárvirkjun endurlífguð? Verst eru þó áform HS Orku um að endurlífga Hvalárvirkjun í Árneshreppi, framkvæmd sem ég trúði í einfeldni minni að hefði verið afgreidd sem óhugsandi, enda sérlega óhagkvæm og ósnortin náttúran talin of verðmæt. Með virkjun yrði tugum fossa fórnað fyrir 50 MW og efst á heiðinni myndi blasa við 33 metra hár varnargarður við þröskuld Drangajökuls og friðlandsins á Hornströndum. Þarna eru þrír fossar sem eru á meðal þeirra fallegustu á Íslandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarfoss, en sérstaklega þó Drynjandi. Sá síðastnefndi er á hæð við Hallgrímskirkju, og á mynd RAX, sem eitt sinn prýddi forsíðu Moggans, sést vel stærð okkar vinanna efst í skaflinum. Fossinn Drynjandi upp af Ófeigsfirði. Með virkjun yrði þessi foss þurrkaður upp og fossniðurinn og drunurnar í gljúfrunum, sem fossinn ber nafn sitt af, myndu hljóðna. Mynd: RAX.Mynd/RAX Níðingsverk gegn náttúru Vestfjarða Það yrði níðingsverk gegn nátturinni að fórna aðeins þessum eina fossi, hvað þá öllum hinum og víðernunum í kring. Tætarinn bíður spenntur, merktur "grænni orku" með límmiða sem kostaður er af orkumálaráðherra sem er gjörsamlega ósýnilegur og duglaus þegar kemur að umhverfisvernd og loftslagsmálum. Sauðagæran horfin Hingað til hefur HS Orka sagt orkuna eiga að fara inn á raforkukerfi Vestfjarða og nýtast Vestfirðingum. Í nýlegu viðtali við Birnu Lárusdóttur, fyrrum talsmann Vesturorku og nú HS Orku í Heimildinni, er nokkuð augljóst að orkan á að fara á SV-hornið til stóriðjuverkefna. Sauðagæran er því horfin og eftir stendur nakinn sannleikurinn, enda stóð aldrei annað til en að færa orkuna beinustu leið á SV-hornið. Allt tal um að orkan sé fyrir Vestfirði stenst ekki lengur og hægt að spyrja sig hversu græn hún er í raun? Enn eina ferðina er verið að plata Vestfirðinga, og ræna þá einstakum náttúruperlum. Fossafriðland á heimsmælikvarða Í stað Hvalárvirkjunar ættu fossarnir á Ströndum að verða kjölfesta í einhverjum stórkostlegasta fossafriðlandi Evrópu, sem myndi tengjast friðlöndum Drangaskarða og Hornstranda. Slíkt myndi efla Vestfirði og veita störf, sem Hvalárvirkjun gerir ekki. Enda virkjunin f.o.fr. hugsuð fyrir stóriðju - sem er óseðjandi af græðgi - og vill sífellt meira - líkt og úlfurinn sísvangi, HS Orka. Höfundur er yfirlæknir, prófessor og umhverfisverndarsinni
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun