Grænir kjarasamningar Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 17. október 2023 07:31 Það er sameiginlegt verkefni þjóða heimsins að vinda ofan af loftslagsbreytingum og þeim skaðlegu áhrifum sem þær munu hafa á hag framtíðarkynslóða. Áhrifin birtast okkur nú þegar í stórfelldum fólksflutningum frá þeim svæðum sem þegar eru að kljást við afleiðingar ofsahlýnunar, í súrnun sjávar og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Á Norðurlöndunum og í ýmsum aðildarríkjum ESB er nú uppi ákall um árangursríkari ráðstafanir til að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnustarfsemi á loftslag og náttúru, sem skilað geti jákvæðum breytingum fyrir mannkyn og móður Jörð. Eitt af tækjunum sem bent er á til að sinna þessu ákalli eru grænir kjarasamningar. Hér má Ísland ekki láta sitt eftir liggja. Kjarasamningar eru öflug tæki Samningar aðila vinnumarkaðar munu skipta höfuðmáli í viðleitni okkar til að hafa jákvæð áhrif í baráttunni við loftslagsvána. Kjarasamningar hafa grundvallandi áhrif á velferð samfélaga. Þeir eru samningar milli tveggja jafnrétthárra aðila, launagreiðenda og launafólks, og spila lykilhlutverk í framþróun samfélagsins. Með því að beita þeim í þágu umhverfisverndar er líklegt að áhrifanna gæti hraðar en með öðrum seinvirkari aðferðum. Öflugustu tækin í kjarasamningum sem við höfum til að mæta þessum áskorunum eru samgöngustyrkir, aukin fræðsla, þjálfun og endurmenntun allra sem í hlut eiga og eru þátttakendur í þeirri starfsemi sem um ræðir. Fræðslan þarf að fjalla um breytta aðferðafræði í starfsemi fyrirtækja og stofnana, auk þess sem endurskilgreina þarf þá þætti sem hafa áhrif á hagvöxt; draga úr vægi fjárhagslegra þátta og auka vægi samfélagslegra þátta, allt í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eins og henni í lýst í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og áformum stjórnvalda um sjálfbært Ísland. Auka þarf fræðslu um vinnumarkaðinn almennt, en ekki síst þær atvinnugreinar sem hafa mikil áhrif á loftslag og umhverfi. Þar koma til álita atvinnugreinar sem byggja á auðlindanýtingu hvers konar, hvort sem um er að ræða land, loft, ferskvatn, jarðvarma eða sjávarauðlindina. Stjórnvöld tryggi réttlát græn umskipti Stjórnvöld leggja áherslu á að umskiptin í átt að grænni framtíð verði réttlát og þurfi að eiga sér stað í flestu tilliti er varðar umgengni okkar við náttúru og lífríki. Stjórnvöld hafa sent skilaboð út í samfélagið um að hér sé um sameiginlegt átak að ræða, sem við þurfum öll að taka þátt í. Þættir sem komið hafa til tals í tengslum við réttlát græn umskipti eru breytingar á störfum á vinnumarkaði, sum störf hverfa og ný störf verða til. Í því sambandi ber að hafa í huga mismunandi áhrif á ólíka hópa, fólk sem er jaðarsett að einhverju leyti, t.d. vegna aldurs eða fötlunar. Efnahagslegra áhrifa gætir í raun nú þegar í umhverfisskattlagningu á allan almenning. Yfirlýst stefna verður að fela í sér að umskiptin m.a. þegar kemur að skattlagningu og hvötum séu innleidd með sem sanngjörnustum hætti. Skorum á aðila vinnumarkaðar Innan BHM er þegar hafin umræða um þá möguleika sem kunna að felast í nálgun af þessum toga og skorar bandalagið á aðra aðila vinnumarkaðarins að sýna frumkvæði og áræðni í þessa veru. Kjarasamningar eru framundan og við öxlum ábyrgð með því að beita kjarasamningum í þágu umhverfisverndar. Þannig stefnum við sameiginlega í átt að grænum umskiptum í þágu loftslags, lífríkis og samfélags. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það er sameiginlegt verkefni þjóða heimsins að vinda ofan af loftslagsbreytingum og þeim skaðlegu áhrifum sem þær munu hafa á hag framtíðarkynslóða. Áhrifin birtast okkur nú þegar í stórfelldum fólksflutningum frá þeim svæðum sem þegar eru að kljást við afleiðingar ofsahlýnunar, í súrnun sjávar og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Á Norðurlöndunum og í ýmsum aðildarríkjum ESB er nú uppi ákall um árangursríkari ráðstafanir til að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnustarfsemi á loftslag og náttúru, sem skilað geti jákvæðum breytingum fyrir mannkyn og móður Jörð. Eitt af tækjunum sem bent er á til að sinna þessu ákalli eru grænir kjarasamningar. Hér má Ísland ekki láta sitt eftir liggja. Kjarasamningar eru öflug tæki Samningar aðila vinnumarkaðar munu skipta höfuðmáli í viðleitni okkar til að hafa jákvæð áhrif í baráttunni við loftslagsvána. Kjarasamningar hafa grundvallandi áhrif á velferð samfélaga. Þeir eru samningar milli tveggja jafnrétthárra aðila, launagreiðenda og launafólks, og spila lykilhlutverk í framþróun samfélagsins. Með því að beita þeim í þágu umhverfisverndar er líklegt að áhrifanna gæti hraðar en með öðrum seinvirkari aðferðum. Öflugustu tækin í kjarasamningum sem við höfum til að mæta þessum áskorunum eru samgöngustyrkir, aukin fræðsla, þjálfun og endurmenntun allra sem í hlut eiga og eru þátttakendur í þeirri starfsemi sem um ræðir. Fræðslan þarf að fjalla um breytta aðferðafræði í starfsemi fyrirtækja og stofnana, auk þess sem endurskilgreina þarf þá þætti sem hafa áhrif á hagvöxt; draga úr vægi fjárhagslegra þátta og auka vægi samfélagslegra þátta, allt í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eins og henni í lýst í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og áformum stjórnvalda um sjálfbært Ísland. Auka þarf fræðslu um vinnumarkaðinn almennt, en ekki síst þær atvinnugreinar sem hafa mikil áhrif á loftslag og umhverfi. Þar koma til álita atvinnugreinar sem byggja á auðlindanýtingu hvers konar, hvort sem um er að ræða land, loft, ferskvatn, jarðvarma eða sjávarauðlindina. Stjórnvöld tryggi réttlát græn umskipti Stjórnvöld leggja áherslu á að umskiptin í átt að grænni framtíð verði réttlát og þurfi að eiga sér stað í flestu tilliti er varðar umgengni okkar við náttúru og lífríki. Stjórnvöld hafa sent skilaboð út í samfélagið um að hér sé um sameiginlegt átak að ræða, sem við þurfum öll að taka þátt í. Þættir sem komið hafa til tals í tengslum við réttlát græn umskipti eru breytingar á störfum á vinnumarkaði, sum störf hverfa og ný störf verða til. Í því sambandi ber að hafa í huga mismunandi áhrif á ólíka hópa, fólk sem er jaðarsett að einhverju leyti, t.d. vegna aldurs eða fötlunar. Efnahagslegra áhrifa gætir í raun nú þegar í umhverfisskattlagningu á allan almenning. Yfirlýst stefna verður að fela í sér að umskiptin m.a. þegar kemur að skattlagningu og hvötum séu innleidd með sem sanngjörnustum hætti. Skorum á aðila vinnumarkaðar Innan BHM er þegar hafin umræða um þá möguleika sem kunna að felast í nálgun af þessum toga og skorar bandalagið á aðra aðila vinnumarkaðarins að sýna frumkvæði og áræðni í þessa veru. Kjarasamningar eru framundan og við öxlum ábyrgð með því að beita kjarasamningum í þágu umhverfisverndar. Þannig stefnum við sameiginlega í átt að grænum umskiptum í þágu loftslags, lífríkis og samfélags. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar