Hugleiðingar brjóstaskurðlæknis í Bleikum október Þórhildur Halldórsdóttir skrifar 19. október 2023 09:00 Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að núna er Bleikur október. Fatnaður , varasalvar, sápur, nælur og skartgripi má kaupa til styrktar málstaðnum, svo fátt eitt sé nefnt. Vinnustaðir, búðir og leikskólar eru skreyttir í bleikum lit, meira að segja Hallgrímskirkja er uppljómuð í bleiku. Það er frábært að sjá viðtökurnar í samfélaginu og allir vilja leggja sitt af mörkum, einstaklingar og fyrirtæki stór sem smá. Enda snertir málefnið því miður marga. Ég geri ráð fyrir því að fjármagnið sem Krabbameinsfélag Íslands fær út úr söfnuninni verði notað til góðs. Ég sem óbreyttur starfsmaður á Landspítalanum sem vinn við þetta flesta daga vil þó staldra aðeins við og vekja athygli á tilgangi Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar því einhvern veginn finnst mér að sá boðskapur sem er mikilvægastur týnist í allri þessari markaðsetningu. Bleikur október og Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn til að vekja athygli á brjóstakrabbameini og sýna þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein samhug og stuðning. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein sem konur greinast með. Gera má ráð fyrir að 1 af hverjum 9 konum fái brjóstakrabbamein á lífsleiðinni. Á Íslandi greinast um það bil 260 konur á ári og tveir karlar. Almennt eru horfur góðar. Því fyrr sem meinið uppgötvast, því minni líkur eru á að það sé búið að dreifa sér og horfur því betri. Í tilefni Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar vil ég því hvetja konur til þess að fara í skimun, því skimun bjargar mannslífum. Ég vil að við hvetjum hvor aðra til að fara í skimun. Krabbameinsfélag Höfuðborgarsvæðisins hrinti nýverið af stað átaki sem heitir „Skrepp í skimun“, taktu þátt! Einnig vil ég hvetja konur og menn til reglulegrar sjálfskoðunar, ef þú tekur eftir breytingum eða áhyggjur vakna pantaðu þá tíma hjá lækni. Sjáumst í skimun! Höfundur er brjóstaskurðlæknir hjá Brjóstamiðstöð Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að núna er Bleikur október. Fatnaður , varasalvar, sápur, nælur og skartgripi má kaupa til styrktar málstaðnum, svo fátt eitt sé nefnt. Vinnustaðir, búðir og leikskólar eru skreyttir í bleikum lit, meira að segja Hallgrímskirkja er uppljómuð í bleiku. Það er frábært að sjá viðtökurnar í samfélaginu og allir vilja leggja sitt af mörkum, einstaklingar og fyrirtæki stór sem smá. Enda snertir málefnið því miður marga. Ég geri ráð fyrir því að fjármagnið sem Krabbameinsfélag Íslands fær út úr söfnuninni verði notað til góðs. Ég sem óbreyttur starfsmaður á Landspítalanum sem vinn við þetta flesta daga vil þó staldra aðeins við og vekja athygli á tilgangi Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar því einhvern veginn finnst mér að sá boðskapur sem er mikilvægastur týnist í allri þessari markaðsetningu. Bleikur október og Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn til að vekja athygli á brjóstakrabbameini og sýna þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein samhug og stuðning. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein sem konur greinast með. Gera má ráð fyrir að 1 af hverjum 9 konum fái brjóstakrabbamein á lífsleiðinni. Á Íslandi greinast um það bil 260 konur á ári og tveir karlar. Almennt eru horfur góðar. Því fyrr sem meinið uppgötvast, því minni líkur eru á að það sé búið að dreifa sér og horfur því betri. Í tilefni Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar vil ég því hvetja konur til þess að fara í skimun, því skimun bjargar mannslífum. Ég vil að við hvetjum hvor aðra til að fara í skimun. Krabbameinsfélag Höfuðborgarsvæðisins hrinti nýverið af stað átaki sem heitir „Skrepp í skimun“, taktu þátt! Einnig vil ég hvetja konur og menn til reglulegrar sjálfskoðunar, ef þú tekur eftir breytingum eða áhyggjur vakna pantaðu þá tíma hjá lækni. Sjáumst í skimun! Höfundur er brjóstaskurðlæknir hjá Brjóstamiðstöð Landspítala
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun