Persónuvernd og skólamál Helga Þórisdóttir og Steinunn Birna Magnúsdóttir skrifa 19. október 2023 13:30 Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel. Lögbundið hlutverk Persónuverndar er að gæta að persónuvernd almennings þannig að stjórnarskrárvarin mannréttindi séu ekki fyrir borð borin við meðferð persónuupplýsinga. Í störfum sínum er Persónuvernd bundin af almennum reglum stjórnsýsluréttarins, þ. á m. reglunni um að viðhafa málefnaleg sjónarmið við beitingu matskenndra ákvæða, auk þess sem lögbundið er að gæta samræmis í beitingu persónuverndarlöggjafarinnar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Bentu á þann sem þér þykir bestur, eða hvað? Íslendingar eru það lánsamir að búa í réttarríki, samfélagi þar sem lög gilda og mannréttindi eru virt. Í þannig samfélagi virka lög ekki eins og kræsingar á jólahlaðborði þar sem þú velur hvað þér líst best á og hverju þú ákveður að sleppa. Fæst okkar fara t.d. í búðina og ganga út með matvöru án þess að borga þó að okkur þyki matarverð orðið of hátt. Fjármálafyrirtæki landsins búa við afar strangt og flókið regluverk og höfum við sem samfélag talið brýnt að því sé fylgt til hins ýtrasta. Ekki ætti að gera minni kröfur til að tryggja hagsmuni barna. Við getum haft skoðanir á lögum en við getum ekki valið að fara ekki eftir þeim án afleiðinga – af því að okkur finnst þau óréttlát eða flókin að framfylgja. Börn eiga rétt til persónuverndar og friðhelgi einkalífs. Börn eiga líka rétt til menntunar. Öll réttindi barna ber að virða og því mikilvægt að ekki sé valið á milli þeirra eins og kræsinga á jólahlaðborði. Endirinn skyldi í upphafi skoða Það er ekki svo að samkvæmt niðurstöðum Persónuverndar sé allt bannað þegar kemur að notkun tæknilausna í skólastarfi, en það þarf að vanda sig. Eins og með svo margt annað skiptir undirbúningurinn öllu máli. Lögin gera vissulega ríkar kröfur varðandi persónuvernd og upplýsingaöryggi, og þeim mun ríkari þegar um börn er að ræða. Þess vegna er nauðsynlegt að við undirbúning sé leitað til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaganna og, eftir atvikum, annarra fagaðila á þessum sviðum. Ef rétt er að verki staðið í upphafi takmarkar það líkur á því að kippa þurfi einhverju úr sambandi sem keyrt var í gang án fullnægjandi undirbúnings. Saman í liði Framþróun í menntun og skólastarfi er nauðsynleg og óumdeilt að tæknin færir okkur mörg stórkostleg tækifæri, jafnt í skólastarfi sem og öðru. Í ljósi þess sem fram hefur komið í almennri umræðu um þessi mál er tilefni til að leiðrétta þann misskilning að Persónuvernd sé helsti ógnvaldurinn við framþróun skólakerfisins. Það er enda ekki í samræmi við kröfur persónuverndarlaga eða niðurstöður stofnunarinnar. Ekki má þó gleyma því að notkun tækni í skólastarfi er skilyrðum háð og nýrri tækni fylgir fjöldi áskorana. Óháð skoðunum hvers og eins eiga börnin okkar rétt á því að farið sé með persónuupplýsingar þeirra samkvæmt lögum. Rétt er það, að persónuverndarlöggjöfin setur tækninni ákveðnar skorður í því skyni að tryggja rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Framþróun í menntun og skólastarfi með aukinni tækninotkun annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar eru þó ekki andstæðir pólar og sjónarmið þar að lútandi þurfa ekki að stangast á. Það er því óþarfi að stilla fólki upp í lið hvað þetta varðar, með eða á móti. Þegar grannt er skoðað er um sama markmið að ræða, þ.e. að tryggja réttindi og hagsmuni barna. Samtalið Málefni barna, sér í lagi tengd skólastarfi, hafa verið í forgrunni hjá Persónuvernd til lengri tíma. Frá árinu 2017 hafa verið haldin málþing, fræðsluerindi og gefin út tilmæli, leiðbeiningar og fræðsla á vefsíðu. Tvívegis hafa verið sendir fræðslubæklingar fyrir börn og starfsmenn í alla grunnskóla landsins. Þá hefur stofnunin átt góð samtöl við ráðuneyti barna- og menntamála. Um þessar mundir stendur yfir fræðsluferð um land allt, í samstarfi við Fjölmiðlanefnd, um mikilvægi persónuverndar, miðlalæsis og netöryggis barna í stafrænni tilveru. Fræðsluerindin eru annars vegar fyrir börn í 4.-7. bekk og hins vegar fyrir kennara og foreldra, þar sem því verður við komið, skólum að kostnaðarlausu. Viðtökurnar hafa verið frábærar og samtal við bæði börn og starfsmenn grunnskólanna til fyrirmyndar. Höfundar eru forstjóri Persónuverndar og sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá Persónuvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórisdóttir Persónuvernd Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel. Lögbundið hlutverk Persónuverndar er að gæta að persónuvernd almennings þannig að stjórnarskrárvarin mannréttindi séu ekki fyrir borð borin við meðferð persónuupplýsinga. Í störfum sínum er Persónuvernd bundin af almennum reglum stjórnsýsluréttarins, þ. á m. reglunni um að viðhafa málefnaleg sjónarmið við beitingu matskenndra ákvæða, auk þess sem lögbundið er að gæta samræmis í beitingu persónuverndarlöggjafarinnar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Bentu á þann sem þér þykir bestur, eða hvað? Íslendingar eru það lánsamir að búa í réttarríki, samfélagi þar sem lög gilda og mannréttindi eru virt. Í þannig samfélagi virka lög ekki eins og kræsingar á jólahlaðborði þar sem þú velur hvað þér líst best á og hverju þú ákveður að sleppa. Fæst okkar fara t.d. í búðina og ganga út með matvöru án þess að borga þó að okkur þyki matarverð orðið of hátt. Fjármálafyrirtæki landsins búa við afar strangt og flókið regluverk og höfum við sem samfélag talið brýnt að því sé fylgt til hins ýtrasta. Ekki ætti að gera minni kröfur til að tryggja hagsmuni barna. Við getum haft skoðanir á lögum en við getum ekki valið að fara ekki eftir þeim án afleiðinga – af því að okkur finnst þau óréttlát eða flókin að framfylgja. Börn eiga rétt til persónuverndar og friðhelgi einkalífs. Börn eiga líka rétt til menntunar. Öll réttindi barna ber að virða og því mikilvægt að ekki sé valið á milli þeirra eins og kræsinga á jólahlaðborði. Endirinn skyldi í upphafi skoða Það er ekki svo að samkvæmt niðurstöðum Persónuverndar sé allt bannað þegar kemur að notkun tæknilausna í skólastarfi, en það þarf að vanda sig. Eins og með svo margt annað skiptir undirbúningurinn öllu máli. Lögin gera vissulega ríkar kröfur varðandi persónuvernd og upplýsingaöryggi, og þeim mun ríkari þegar um börn er að ræða. Þess vegna er nauðsynlegt að við undirbúning sé leitað til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaganna og, eftir atvikum, annarra fagaðila á þessum sviðum. Ef rétt er að verki staðið í upphafi takmarkar það líkur á því að kippa þurfi einhverju úr sambandi sem keyrt var í gang án fullnægjandi undirbúnings. Saman í liði Framþróun í menntun og skólastarfi er nauðsynleg og óumdeilt að tæknin færir okkur mörg stórkostleg tækifæri, jafnt í skólastarfi sem og öðru. Í ljósi þess sem fram hefur komið í almennri umræðu um þessi mál er tilefni til að leiðrétta þann misskilning að Persónuvernd sé helsti ógnvaldurinn við framþróun skólakerfisins. Það er enda ekki í samræmi við kröfur persónuverndarlaga eða niðurstöður stofnunarinnar. Ekki má þó gleyma því að notkun tækni í skólastarfi er skilyrðum háð og nýrri tækni fylgir fjöldi áskorana. Óháð skoðunum hvers og eins eiga börnin okkar rétt á því að farið sé með persónuupplýsingar þeirra samkvæmt lögum. Rétt er það, að persónuverndarlöggjöfin setur tækninni ákveðnar skorður í því skyni að tryggja rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Framþróun í menntun og skólastarfi með aukinni tækninotkun annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar eru þó ekki andstæðir pólar og sjónarmið þar að lútandi þurfa ekki að stangast á. Það er því óþarfi að stilla fólki upp í lið hvað þetta varðar, með eða á móti. Þegar grannt er skoðað er um sama markmið að ræða, þ.e. að tryggja réttindi og hagsmuni barna. Samtalið Málefni barna, sér í lagi tengd skólastarfi, hafa verið í forgrunni hjá Persónuvernd til lengri tíma. Frá árinu 2017 hafa verið haldin málþing, fræðsluerindi og gefin út tilmæli, leiðbeiningar og fræðsla á vefsíðu. Tvívegis hafa verið sendir fræðslubæklingar fyrir börn og starfsmenn í alla grunnskóla landsins. Þá hefur stofnunin átt góð samtöl við ráðuneyti barna- og menntamála. Um þessar mundir stendur yfir fræðsluferð um land allt, í samstarfi við Fjölmiðlanefnd, um mikilvægi persónuverndar, miðlalæsis og netöryggis barna í stafrænni tilveru. Fræðsluerindin eru annars vegar fyrir börn í 4.-7. bekk og hins vegar fyrir kennara og foreldra, þar sem því verður við komið, skólum að kostnaðarlausu. Viðtökurnar hafa verið frábærar og samtal við bæði börn og starfsmenn grunnskólanna til fyrirmyndar. Höfundar eru forstjóri Persónuverndar og sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá Persónuvernd.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar