Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2023 20:37 Ísraelsk stjórnvöld hafa kallað eftir sönnun fyrir því að Hamas hafi ekki komið nálægt sendingum á neyðarbirgðum. EPA Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var í morgun hleypt yfir Rafah-landamærin, landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar, í fyrsta skiptið síðan Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir stríði á hendur Palestínu fyrir tveimur vikum. Ríflega tvö hundruð flutningabílum hafi verið komið fyrir við landamærin Egyptalandsmegin með um það bil þrjú þúsund tonn af neyðarbirgðum innanborðs. Af þeim tvö hundruð bílum var einungis tuttugu hleypt yfir landamærin. Hjálparstarfsmenn segjast ekki búast við annarri sendingu af neyðarbirgðum fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Ísraelsk yfirvöld hafa krafist þess að fá sönnun fyrir því að Hamas hafi ekki lagt hald á sendingarnar, áður en þau heimila fleiri sendingar. Embættismaður Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að staðfesting á því væri í ferli. Hjálparsamtök eru enn í samningaviðræðum við ísraelsk yfirvöld um að fá að flytja eldsneyti yfir landamærin, sem er nauðsynlegt svo hægt sé að halda sjúkrahúsum og dælikerfum gangandi. Fimm hundruð flutningabílar daglega fyrir stríð António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsótti Rafah-landamærin á föstudag. Á friðarfundi í Kaíró í dag sagði hann að brýnt sé að tryggja íbúum Gasa stöðuga aðstoð og eins mikla og þörf krefur. Þá kallaði hann eftir mannúðarvopnahléi til þess að bjarga íbúum Gasa frá ástandi sem hann lýsti sem martraðarkenndu. Riham Jafari, samskipta- og hagsmunastjóri ActionAid hjálparsamtakanna, sagðist á ráðstefnunni fagna þeirri hjálp sem borist hefur íbúum á Gasasvæðinu. „En það er ljóst að það sem var afhent í dag er varla dropi í hafið. Áður en stríðið hófst komu að jafnaði um fimm hundruð flutningabílar yfir landamærin á hverjum degi og veittu íbúum Gasa, sem þegar stóðu frammi fyrir mannúðarkrísu, lífsnauðsynjar,“ sagði Jafari. „Auk þess komu flutningabílarnir ekki með eldsneyti sem er nauðsynlegt til þess að knýja rafmagnið á spítölunum áfram, halda sjúkrabílum gangandi og pumpa vatni upp úr jörðinni,“ bætti hann við og gerði í kjölfarið ákall eftir vopnahléi. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. 21. október 2023 08:46 Hamas segjast hafa sleppt bandarískum mæðgum Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn. 20. október 2023 18:42 Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var í morgun hleypt yfir Rafah-landamærin, landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar, í fyrsta skiptið síðan Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir stríði á hendur Palestínu fyrir tveimur vikum. Ríflega tvö hundruð flutningabílum hafi verið komið fyrir við landamærin Egyptalandsmegin með um það bil þrjú þúsund tonn af neyðarbirgðum innanborðs. Af þeim tvö hundruð bílum var einungis tuttugu hleypt yfir landamærin. Hjálparstarfsmenn segjast ekki búast við annarri sendingu af neyðarbirgðum fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Ísraelsk yfirvöld hafa krafist þess að fá sönnun fyrir því að Hamas hafi ekki lagt hald á sendingarnar, áður en þau heimila fleiri sendingar. Embættismaður Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að staðfesting á því væri í ferli. Hjálparsamtök eru enn í samningaviðræðum við ísraelsk yfirvöld um að fá að flytja eldsneyti yfir landamærin, sem er nauðsynlegt svo hægt sé að halda sjúkrahúsum og dælikerfum gangandi. Fimm hundruð flutningabílar daglega fyrir stríð António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsótti Rafah-landamærin á föstudag. Á friðarfundi í Kaíró í dag sagði hann að brýnt sé að tryggja íbúum Gasa stöðuga aðstoð og eins mikla og þörf krefur. Þá kallaði hann eftir mannúðarvopnahléi til þess að bjarga íbúum Gasa frá ástandi sem hann lýsti sem martraðarkenndu. Riham Jafari, samskipta- og hagsmunastjóri ActionAid hjálparsamtakanna, sagðist á ráðstefnunni fagna þeirri hjálp sem borist hefur íbúum á Gasasvæðinu. „En það er ljóst að það sem var afhent í dag er varla dropi í hafið. Áður en stríðið hófst komu að jafnaði um fimm hundruð flutningabílar yfir landamærin á hverjum degi og veittu íbúum Gasa, sem þegar stóðu frammi fyrir mannúðarkrísu, lífsnauðsynjar,“ sagði Jafari. „Auk þess komu flutningabílarnir ekki með eldsneyti sem er nauðsynlegt til þess að knýja rafmagnið á spítölunum áfram, halda sjúkrabílum gangandi og pumpa vatni upp úr jörðinni,“ bætti hann við og gerði í kjölfarið ákall eftir vopnahléi.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. 21. október 2023 08:46 Hamas segjast hafa sleppt bandarískum mæðgum Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn. 20. október 2023 18:42 Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. 21. október 2023 08:46
Hamas segjast hafa sleppt bandarískum mæðgum Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn. 20. október 2023 18:42
Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40