Dularfullur dauðdagi vísindamanns Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. október 2023 16:25 Háskólinn í Barcelona Wikimedia Commons Háskólinn í Barcelona rannsakar dauðsfall lífefnafræðings sem lést í fyrra. Hann vann að rannsóknum á Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum og hafði undir höndum þúsundir hættulegra sýna sem enginn í rannsóknarteyminu vissi af. Rannsakaði sýni sem enginn vissi af Sýnin fundust eftir dauða hins 45 ára gamla vísindamanns í fyrra. Þau voru geymd við 80 stiga frost. Engin leyfi höfðu verið veitt fyrir sýnunum, en þau eru talin vera lífshættuleg. Karlmaðurinn leiddi teymi sem frá árinu 2018 hefur rannsakað orsakavalda heilabilunarsjúkdóma og hvernig hindra megi þá. Einkennin líktust Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum Í nóvember árið 2020 fór maðurinn í veikindaleyfi eftir að hafa kennt sér meins um nokkurt skeið. Lýsingar hans á krankleika sínum rímuðu að stórum hluta við sjúkdómseinkenni Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminn, en þau eru m.a. stjórnleysi vöðva, einkenni heilabilunar, persónleikabreytingar og geðrænar truflanir. Eins og er leiðir sjúkdómurinn alltaf til dauða eftir að einkenna verður vart. Maðurinn dró sig algerlega í hlé, lokaði sig frá umheiminum og lést svo í fyrra, um tveimur árum eftir að hann meldaði sig veikan. Eiginkona hans er í felum og hefur ekki sinnt fyrirspurnum fjölmiðla eftir að málið komst í hámæli. Háskólinn þagði um tilvist hættulegra sýna Spænska dagblaðið El País komst í vikunni á snoðir um hin óskráðu og hættulegu sýni. Engar upplýsingar er að finna um þau í gögnum háskólans í Barcelona, en skólayfirvöld hafa nú viðurkennt að þau séu að rannsaka málið. Blaðið hefur komist að því að skólayfirvöld uppgötvuðu tilvist sýnanna í desember árið 2020, mánuði eftir að maðurinn hvarf frá störfum. Þau voru hins vegar ekki send til greiningar fyrr en undir lok síðasta árs. Í mars á þessu ári bárust niðurstöðurnar og í ljós kom að þau innihalda smitefnið príón sem veldur riðu í mönnum og dýrum. Samstarfsmönnum mannsins var hins vegar ekki greint frá niðurstöðunum fyrr en í sumar, fjórum mánuðum eftir að þær lágu fyrir. Átta starfsmenn eru í hættu Nú hefur komið í ljós að átta samstarfsmenn hins látna vísindamanns, voru að störfum á rannsóknarstofunni á sama tíma og hann rannsakaði þessi sýni á laun. Þeir hafa allir notið sálfræðiaðstoðar í nokkra mánuði, en fólk getur verið smitað árum saman áður en fyrstu sjúkdómseinkenna verður vart. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Rannsakaði sýni sem enginn vissi af Sýnin fundust eftir dauða hins 45 ára gamla vísindamanns í fyrra. Þau voru geymd við 80 stiga frost. Engin leyfi höfðu verið veitt fyrir sýnunum, en þau eru talin vera lífshættuleg. Karlmaðurinn leiddi teymi sem frá árinu 2018 hefur rannsakað orsakavalda heilabilunarsjúkdóma og hvernig hindra megi þá. Einkennin líktust Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum Í nóvember árið 2020 fór maðurinn í veikindaleyfi eftir að hafa kennt sér meins um nokkurt skeið. Lýsingar hans á krankleika sínum rímuðu að stórum hluta við sjúkdómseinkenni Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminn, en þau eru m.a. stjórnleysi vöðva, einkenni heilabilunar, persónleikabreytingar og geðrænar truflanir. Eins og er leiðir sjúkdómurinn alltaf til dauða eftir að einkenna verður vart. Maðurinn dró sig algerlega í hlé, lokaði sig frá umheiminum og lést svo í fyrra, um tveimur árum eftir að hann meldaði sig veikan. Eiginkona hans er í felum og hefur ekki sinnt fyrirspurnum fjölmiðla eftir að málið komst í hámæli. Háskólinn þagði um tilvist hættulegra sýna Spænska dagblaðið El País komst í vikunni á snoðir um hin óskráðu og hættulegu sýni. Engar upplýsingar er að finna um þau í gögnum háskólans í Barcelona, en skólayfirvöld hafa nú viðurkennt að þau séu að rannsaka málið. Blaðið hefur komist að því að skólayfirvöld uppgötvuðu tilvist sýnanna í desember árið 2020, mánuði eftir að maðurinn hvarf frá störfum. Þau voru hins vegar ekki send til greiningar fyrr en undir lok síðasta árs. Í mars á þessu ári bárust niðurstöðurnar og í ljós kom að þau innihalda smitefnið príón sem veldur riðu í mönnum og dýrum. Samstarfsmönnum mannsins var hins vegar ekki greint frá niðurstöðunum fyrr en í sumar, fjórum mánuðum eftir að þær lágu fyrir. Átta starfsmenn eru í hættu Nú hefur komið í ljós að átta samstarfsmenn hins látna vísindamanns, voru að störfum á rannsóknarstofunni á sama tíma og hann rannsakaði þessi sýni á laun. Þeir hafa allir notið sálfræðiaðstoðar í nokkra mánuði, en fólk getur verið smitað árum saman áður en fyrstu sjúkdómseinkenna verður vart.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira