Gleðitár streymdu niður kinnar Garcia sem braut blað í sögu mótorsports Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2023 12:00 Marta Garcia, ökumaður PREMA Racing er fyrsti F1 Academy meistarinn Vísir/Getty Hin spænska Marta Garcia er fyrsti meistarinn í flokki ökumanna í sögu F1 Academy og segir hún það hafa verið tilfinningaþrungna stund að koma í mark í Austin um nýliðna helgi þar sem meistaratitillinn var tryggður. Garcia tryggði sér titilinn um nýliðna helgi þegar keppnishelgi F1 Academy fór fram á Circuit of The Americas í Bandaríkjunum. F1 Academy er á sínu fyrsta tímabili en mótaröðinni er ætlað að greiða götu kvenna upp í Formúlu 1 mótaröðina og eru mörg lið þar sem koma að akademíunni. Garcia segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund þegar að titillinn var í höfn. „Það gerðu vart um sig margar mismunandi tilfinningar,“ segir Garcia í viðtali við F1.com. „Mér vöknaði um augun þegar að ég kom í mark. Ég grét en það var vegna allrar erfiðisvinnunnar sem liggur að baki þessum titli hjá okkur í liðinu.“ Marta fagnar með samlanda sínum, Carlos Sainz ökumanni Ferrari í Formúlu 1Vísir/Getty Garcia ekur fyrir lið PREMA Racing og segir hún sigur síðustu helgar standa upp úr hjá sér á tímabilinu. Um var að ræða fyrstu keppnishelgina þar sem F1 Academy og Formúla 1 eru í samfloti og Garcia fann fyrir áhrifum þess. „Ég myndi segja að þessi sigur sé sá besti. Við vorum í Austin með Formúlu 1, það voru margir í stúkunni og stemningin eftir því.“ Garcia varð meistari ökumanna á meðan að PREMA Racing tryggði sér titilinn í flokki liðaVísir/Getty Hún segir það að hafa verið samhliða Formúlu 1 hafa aukið á spennuna sem fylgdi því að verða meistari. Garcia telur þetta fyrsta tímabil F1 Academy slá tóninn fyrir það sem koma skal. Á næsta tímabili munu allar keppnishelgar mótaraðarinnar vera í samfloti með Formúlu 1 og munu öll lið síðarnefndu mótaraðarinnar vera með einn kvenkyns ökumann á sínum snærum. Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Garcia tryggði sér titilinn um nýliðna helgi þegar keppnishelgi F1 Academy fór fram á Circuit of The Americas í Bandaríkjunum. F1 Academy er á sínu fyrsta tímabili en mótaröðinni er ætlað að greiða götu kvenna upp í Formúlu 1 mótaröðina og eru mörg lið þar sem koma að akademíunni. Garcia segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund þegar að titillinn var í höfn. „Það gerðu vart um sig margar mismunandi tilfinningar,“ segir Garcia í viðtali við F1.com. „Mér vöknaði um augun þegar að ég kom í mark. Ég grét en það var vegna allrar erfiðisvinnunnar sem liggur að baki þessum titli hjá okkur í liðinu.“ Marta fagnar með samlanda sínum, Carlos Sainz ökumanni Ferrari í Formúlu 1Vísir/Getty Garcia ekur fyrir lið PREMA Racing og segir hún sigur síðustu helgar standa upp úr hjá sér á tímabilinu. Um var að ræða fyrstu keppnishelgina þar sem F1 Academy og Formúla 1 eru í samfloti og Garcia fann fyrir áhrifum þess. „Ég myndi segja að þessi sigur sé sá besti. Við vorum í Austin með Formúlu 1, það voru margir í stúkunni og stemningin eftir því.“ Garcia varð meistari ökumanna á meðan að PREMA Racing tryggði sér titilinn í flokki liðaVísir/Getty Hún segir það að hafa verið samhliða Formúlu 1 hafa aukið á spennuna sem fylgdi því að verða meistari. Garcia telur þetta fyrsta tímabil F1 Academy slá tóninn fyrir það sem koma skal. Á næsta tímabili munu allar keppnishelgar mótaraðarinnar vera í samfloti með Formúlu 1 og munu öll lið síðarnefndu mótaraðarinnar vera með einn kvenkyns ökumann á sínum snærum.
Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira