Tilgreind séreign – Á ég að skrá mig? Björn Berg Gunnarsson skrifar 26. október 2023 08:01 Nú safna allir launþegar á Íslandi minnst 15,5% iðgjaldi í lífeyrissjóð. Eigið framlag okkar nemur 4% en vinnuveitandi bætir við minnst 11,5%. Í mörgum lífeyrissjóðum er nú í boði að ráðstafa 3,5% af því framlagi í tiltöluega nýlega tegund séreignarsparnaðar sem nefnist tilgreind séreign. En eigum við að þiggja það boð? Það hentar ekki endilega öllum en mikilvægt er að kynna sér kosti þess og galla svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun sem hentar aðstæðum hvers og eins. Munurinn á tilgreindri séreign og samtryggingu Ekki er þetta til að einfalda kerfi sem nú þegar er ansi flókið, en við verðum þó að skilja um hvað valið stendur. Samtrygging eru þau hefðbundnu lífeyrisréttindi sem við flest þekkjum. Með iðgjaldagreiðslum söfnum við okkur rétti til mánaðarlegra greiðslna ævilangt, óháð ævilengd, auk áfallalífeyris. Við stýrum ekki sjálf hvernig slíkur lífeyrir er ávaxtaður og ráðum ekki úttektarfyrirkomulagi hans umfram að ákveða hvenær hefja skal lífeyristöku. Tilgreind séreign á lítið sem ekkert skylt við samtryggingu. Engar tryggingar fylgja séreigninni og þegar hún hefur að fullu verið tekin út og notuð er hún búin. Í raun er tilgreind séreign mjög svipuð viðbótarlífeyrissparnaði (sem er valfrjáls tegund séreignar) eða sparnaði í banka; við ráðum hvernig hún er ávöxtuð og að miklu leyti hvenær og með hvaða hætti við tökum hana út. Kostir og ókostir Lítum á nokkur atriði sem geta haft áhrif á hvort við viljum safna tilgreindri séreign, en henni verður ekki safnað nema við tilkynnum okkar lífeyrissjóði um þá ákvörðun. Kostir Mun meiri sveigjanleiki við úttekt Dreifa má greiðslum frá í fyrsta lagi 62 ára aldri til 67 ára eða taka út eftir hentisemi eftir að 67 ára aldri er náð. Ekki er hægt að stýra úttekt samtryggingar nema að því leiti að ákveða hvenær greiðslur skulu hefjast. Möguleiki á minni skerðingum almannatrygginga Þar sem stýra má úttekt tilgreindrar séreignar má sækja hana áður en sótt er um greiðslur frá Tryggingastofnun (TR). Samtrygging er hins vegar greidd ævilangt og skerðir því greiðslur TR eftir að þær hefjast. Séreign erfist að fullu Við andlát erfist tilgreind séreign með sama hætti og aðrar eignir samkvæmt lögum. Samtrygging erfist ekki, en í stað arfs er eftir atvikum greiddur maka- og barnalífeyrir. Fleiri valkostir um ávöxtun Velja má ávöxtunarleið og geymslustað, sem ekki býðst við söfnun samtryggingarréttinda. Hentar þeim eldri Sé fólk í aldurstengdri réttindaávinnslu lífeyris safnast samtryggingarréttindi hægar eftir því sem við eldumst. Því eykst hvati til þess að safna tilgreindri séreign með árunum. Fólki yfir ákveðnum aldri, til dæmis fimmtugu, í aldurstengdri réttindaávinnslu, er því oft bent á kosti þess að safna tilgreindri séreign. Ókostir Minni tryggingar Í samtryggingu erum við tryggð fyrir langlífi með ævilöngum réttindum, örorku með örorkulífeyri og fjölskyldu okkar tryggðar greiðslur með maka- og barnalífeyri. Engar slíkar tryggingar fylgja tilgreindri séreign. Gæti síður hentað ungum Yngra fólk í aldurstengri réttindaávinnslu safnar mjög miklum lífeyrisréttindum, en auk þess dýrmætum áfallalífeyrisrétti. Með því að sleppa tilgreindri séreign á yngri árum má því tryggja sig mun betur fyrir mögulegri örorku og safna jafnvel um leið enn hærri fjárhæðum í formi samtryggingar en hefði safnast í tilgreinda séreign. Gæti síður hentað eldri í jafnri ávinnslu Sé sjóðfélagi í jafnri réttindaávinnslu dregur ekki úr hraða uppsöfnunar samtryggingar eftir því sem fólk eldist. Því safnar sextugur sjóðfélagi réttindum að sama krafti og tvítugur. Slík ávinnsla er ekki algeng, en getur til dæmis fylgt greiðslum í A deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Eins og sjá má ekki alhæfa um hvort landsmenn skuli skrá sig í tilgreinda séreign eða ekki, en fyrir marga virðst það þó ansi hreint heillandi kostur. Lífeyrisréttindi eru dýrmæt og mikilvæg og því borgar sig að taka ákvarðanir á borð við þessar af yfirvegun og eftir að kostir og gallar hafa verið metnir með tilliti til okkar aðstæðna. Höfundur er fjármálaráðgjafi og býður meðal annars upp á námskeið og ráðgjöf um lífeyrismál. www.bjornberg.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú safna allir launþegar á Íslandi minnst 15,5% iðgjaldi í lífeyrissjóð. Eigið framlag okkar nemur 4% en vinnuveitandi bætir við minnst 11,5%. Í mörgum lífeyrissjóðum er nú í boði að ráðstafa 3,5% af því framlagi í tiltöluega nýlega tegund séreignarsparnaðar sem nefnist tilgreind séreign. En eigum við að þiggja það boð? Það hentar ekki endilega öllum en mikilvægt er að kynna sér kosti þess og galla svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun sem hentar aðstæðum hvers og eins. Munurinn á tilgreindri séreign og samtryggingu Ekki er þetta til að einfalda kerfi sem nú þegar er ansi flókið, en við verðum þó að skilja um hvað valið stendur. Samtrygging eru þau hefðbundnu lífeyrisréttindi sem við flest þekkjum. Með iðgjaldagreiðslum söfnum við okkur rétti til mánaðarlegra greiðslna ævilangt, óháð ævilengd, auk áfallalífeyris. Við stýrum ekki sjálf hvernig slíkur lífeyrir er ávaxtaður og ráðum ekki úttektarfyrirkomulagi hans umfram að ákveða hvenær hefja skal lífeyristöku. Tilgreind séreign á lítið sem ekkert skylt við samtryggingu. Engar tryggingar fylgja séreigninni og þegar hún hefur að fullu verið tekin út og notuð er hún búin. Í raun er tilgreind séreign mjög svipuð viðbótarlífeyrissparnaði (sem er valfrjáls tegund séreignar) eða sparnaði í banka; við ráðum hvernig hún er ávöxtuð og að miklu leyti hvenær og með hvaða hætti við tökum hana út. Kostir og ókostir Lítum á nokkur atriði sem geta haft áhrif á hvort við viljum safna tilgreindri séreign, en henni verður ekki safnað nema við tilkynnum okkar lífeyrissjóði um þá ákvörðun. Kostir Mun meiri sveigjanleiki við úttekt Dreifa má greiðslum frá í fyrsta lagi 62 ára aldri til 67 ára eða taka út eftir hentisemi eftir að 67 ára aldri er náð. Ekki er hægt að stýra úttekt samtryggingar nema að því leiti að ákveða hvenær greiðslur skulu hefjast. Möguleiki á minni skerðingum almannatrygginga Þar sem stýra má úttekt tilgreindrar séreignar má sækja hana áður en sótt er um greiðslur frá Tryggingastofnun (TR). Samtrygging er hins vegar greidd ævilangt og skerðir því greiðslur TR eftir að þær hefjast. Séreign erfist að fullu Við andlát erfist tilgreind séreign með sama hætti og aðrar eignir samkvæmt lögum. Samtrygging erfist ekki, en í stað arfs er eftir atvikum greiddur maka- og barnalífeyrir. Fleiri valkostir um ávöxtun Velja má ávöxtunarleið og geymslustað, sem ekki býðst við söfnun samtryggingarréttinda. Hentar þeim eldri Sé fólk í aldurstengdri réttindaávinnslu lífeyris safnast samtryggingarréttindi hægar eftir því sem við eldumst. Því eykst hvati til þess að safna tilgreindri séreign með árunum. Fólki yfir ákveðnum aldri, til dæmis fimmtugu, í aldurstengdri réttindaávinnslu, er því oft bent á kosti þess að safna tilgreindri séreign. Ókostir Minni tryggingar Í samtryggingu erum við tryggð fyrir langlífi með ævilöngum réttindum, örorku með örorkulífeyri og fjölskyldu okkar tryggðar greiðslur með maka- og barnalífeyri. Engar slíkar tryggingar fylgja tilgreindri séreign. Gæti síður hentað ungum Yngra fólk í aldurstengri réttindaávinnslu safnar mjög miklum lífeyrisréttindum, en auk þess dýrmætum áfallalífeyrisrétti. Með því að sleppa tilgreindri séreign á yngri árum má því tryggja sig mun betur fyrir mögulegri örorku og safna jafnvel um leið enn hærri fjárhæðum í formi samtryggingar en hefði safnast í tilgreinda séreign. Gæti síður hentað eldri í jafnri ávinnslu Sé sjóðfélagi í jafnri réttindaávinnslu dregur ekki úr hraða uppsöfnunar samtryggingar eftir því sem fólk eldist. Því safnar sextugur sjóðfélagi réttindum að sama krafti og tvítugur. Slík ávinnsla er ekki algeng, en getur til dæmis fylgt greiðslum í A deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Eins og sjá má ekki alhæfa um hvort landsmenn skuli skrá sig í tilgreinda séreign eða ekki, en fyrir marga virðst það þó ansi hreint heillandi kostur. Lífeyrisréttindi eru dýrmæt og mikilvæg og því borgar sig að taka ákvarðanir á borð við þessar af yfirvegun og eftir að kostir og gallar hafa verið metnir með tilliti til okkar aðstæðna. Höfundur er fjármálaráðgjafi og býður meðal annars upp á námskeið og ráðgjöf um lífeyrismál. www.bjornberg.is
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun