Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2023 14:15 Andrzej Duda forseti Póllands segist ætla að fara hefðbundna leið í veitingu stjórnarmyndunarumboðs. Leiðtogi stærsta flokksins er ólíklegur til að ná að mynda ríkisstjórn og því talið líklegt að ný stjórn taki ekki við fyrr en í desember. Getty/Beata Zawrzel Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. Frá þessu greinir fréttastofa Guardian. Segir þar að Duda, sem er í stjórnarflokknum Lög og réttlæti, ætli ekki að veita umboð til stjórnarmyndunar fyrr en eftir að nýtt þing kemur saman. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Flokkurinn er hins vegar mjög ólíklegur til að mynda ríkisstjórn þar sem hinir stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Donald Tusk, leiðtogi Borgaravettvangsins og stjórnarandstöðunnar allrar, hefur þegar fengið vilyrði meirihluta stjórnarandstöðu fyrir því að mynda saman ríkisstjórn. Tusk segist tilbúinn til að taka við embætti forsætisráðherra og hvatti forsetann í vikunni til að sóa ekki meiri tíma með því að reyna að fá Lög og réttlæti til að mynda nýja stjórn. Samkvæmt stjórnarskrá Póllands hefur forseti landsins þrjátíu daga frá kjördegi til þess að kalla saman nýtt þing og aðra fjórtán daga til að tilnefna forsætisráðherra. Sá verður þá að mynda ríkisstjórn og fá samþykki meirihluta þingsins. „Ég get sagt það að ég stefni á að kalla saman neðri deild þingsins mánudaginn 13. nóvember. Það er fyrsti mögulegi dagurinn til að kalla saman þing miðað við stjórnarskrárbundnar venjur,“ er haft eftir Duda í frétt Guardian. Að hans mati komi tveir menn til greina sem næsti forsætisráðherra landsins: Morawiecki og Tusk. Staðan sem sé uppi sé ný af nálinni í Póllandi. Duda hefur lýst yfir vilja til að fara hina hefðbundnu leið og gefa leiðtoga stærsta stjórnmálaflokksins umboð til stjórnarmyndunar. Eins og fyrr segir hlaut Lög og regla 35 prósent atkvæða en minnihluti síðasta kjörtímabils skipar nú greinilegan meirihluta, með 248 af 460 þingsætum. Þar sem ólíklegt er að Morawiecki takist að mynda meirihlutastjórn líta stjórnmálaspekingar svo á að hann muni leggja sína bestu tillögu fyrir þingið í nóvember, sem muni þá fella tillögu Morwiecki um ríkisstjórn. Þá verður þinginu frjálst að veita einhverjum öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Ef þessi leið verður farin, sem Duda virðist ætla að láta verða af, er ólíklegt að ný ríkistjórn taki við stjórnartaumunum fyrr en í yrsta lagi um miðjan desember. Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Frá þessu greinir fréttastofa Guardian. Segir þar að Duda, sem er í stjórnarflokknum Lög og réttlæti, ætli ekki að veita umboð til stjórnarmyndunar fyrr en eftir að nýtt þing kemur saman. Lög og réttur, flokkur forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki, varð sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi eftir að hafa hlotið rúmlega 35 prósent atkvæða í kosningunum. Flokkurinn er hins vegar mjög ólíklegur til að mynda ríkisstjórn þar sem hinir stjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi. Donald Tusk, leiðtogi Borgaravettvangsins og stjórnarandstöðunnar allrar, hefur þegar fengið vilyrði meirihluta stjórnarandstöðu fyrir því að mynda saman ríkisstjórn. Tusk segist tilbúinn til að taka við embætti forsætisráðherra og hvatti forsetann í vikunni til að sóa ekki meiri tíma með því að reyna að fá Lög og réttlæti til að mynda nýja stjórn. Samkvæmt stjórnarskrá Póllands hefur forseti landsins þrjátíu daga frá kjördegi til þess að kalla saman nýtt þing og aðra fjórtán daga til að tilnefna forsætisráðherra. Sá verður þá að mynda ríkisstjórn og fá samþykki meirihluta þingsins. „Ég get sagt það að ég stefni á að kalla saman neðri deild þingsins mánudaginn 13. nóvember. Það er fyrsti mögulegi dagurinn til að kalla saman þing miðað við stjórnarskrárbundnar venjur,“ er haft eftir Duda í frétt Guardian. Að hans mati komi tveir menn til greina sem næsti forsætisráðherra landsins: Morawiecki og Tusk. Staðan sem sé uppi sé ný af nálinni í Póllandi. Duda hefur lýst yfir vilja til að fara hina hefðbundnu leið og gefa leiðtoga stærsta stjórnmálaflokksins umboð til stjórnarmyndunar. Eins og fyrr segir hlaut Lög og regla 35 prósent atkvæða en minnihluti síðasta kjörtímabils skipar nú greinilegan meirihluta, með 248 af 460 þingsætum. Þar sem ólíklegt er að Morawiecki takist að mynda meirihlutastjórn líta stjórnmálaspekingar svo á að hann muni leggja sína bestu tillögu fyrir þingið í nóvember, sem muni þá fella tillögu Morwiecki um ríkisstjórn. Þá verður þinginu frjálst að veita einhverjum öðrum umboð til stjórnarmyndunar. Ef þessi leið verður farin, sem Duda virðist ætla að láta verða af, er ólíklegt að ný ríkistjórn taki við stjórnartaumunum fyrr en í yrsta lagi um miðjan desember.
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira