Niðurstaðan kveði ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjalds Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 27. október 2023 14:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir mikilvægt að opinberir háskólar, líkt og aðrir opinberir aðildar, sýni aðhald í rekstri. Vísir/Arnar Háskólaráðherra segir nýjan úrskurð ekki kveða á um endurgreiðslu skrásetningargjalda né að það sé í heild sinni ólögmætt. Stúdentaráð hefur krafið háskólann um endurgreiðslu. Stúdentaráð Háskóla Íslands krefst þess að háskólinn endurgreiði skráningargjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nemendum undanfarin ár. Þetta kom fram á blaðamannfundi sem fram fór í Grósku í dag. Nemandinn sem kærði gjaldið taldi innheimtu þess ekki rúmast innan laga um opinbera háskóla - þar sem gjaldið væri ekki í samræmi við veitta þjónustu og þar með nokkurs konar skattur. Ábyrgðarlaust að leggja málið svona upp Jón Atli Bendiktsson, rektor Háskóla Íslands segir fjarstæðukennt að krefja endurgreiðslu skólagjalda mörg ár aftur í tímann. „Það er alveg ljóst að skrásetningargjaldið er þannig að það er skilgreint sem þjónustugjald og þó svo að einhver hluti þessarar skilgreiningar væri þannig að það væri ekki í lagi þá þýðir það ekki að greiða þurfi allt gjaldið til baka. Það er búið að snúa málinu á haus. Við þurfum að rökstyðja betur hvað er þarna að baki. Stúdenta munu greiða þetta lögbundna skrásetningargjald sem núna er að hámarki 75 þúsund krónur en það þýðir ekki að það fari niður í núll krónur, það er út í hött að tala þannig og í raun ábyrgðarlaust að leggja málið þannig upp.“ Þér finnst fulltrúar Stúdentaráðs mistúlka niðurstöðuna? „Já og ég skil ekki hvers vegna þau fara þangað því það er ekki verið að afnema skrásetningargjaldið með þessum úrskurði heldur benda á að rökstyðja þurfi betur hvað liggur að baki gjaldinu. Gjaldið hefur verið óbreytt síðan 2014 en síðan þá hefur verðbólga aukist mikið og þjónusta við stúdenta aukist, en verkefni Háskóla Íslands og Háskólaráðs eru nú að fara betur yfir málið og rökstyðja gjaldið betur en ekki fella gjaldið niður. Það myndi hafa veruleg áhrif á háskólastarf á Íslandi og ekkert tilefni til þess.“ Háskólinn verði að skýra þjónustuna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, tekur undir með rektor og segir niðurstöðuna ekki kveða á um endurgreiðslu skrásentingargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt heldur einungis hluti þess. „Það er auðvitað þannig að niðurstaðan kveður ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt. Niðurstaðan er skýr um að útreikningar á hluta gjaldsins sé ábótavant og það er auðvitað mjög alvarlegt. Þjónustugjöld gera ríkar kröfur um að þar falli einungis undir sá kostnaður sem hlýst af þjónustu við nemendur og það þarf að vera fullnægjandi útreikningar að baki og það er það sem nefndin bendir á með hluta gjaldsins og nú liggur verkefnið hjá Háskólaráði að takast á við þessa niðurstöðu.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands krefst þess að háskólinn endurgreiði skráningargjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nemendum undanfarin ár. Þetta kom fram á blaðamannfundi sem fram fór í Grósku í dag. Nemandinn sem kærði gjaldið taldi innheimtu þess ekki rúmast innan laga um opinbera háskóla - þar sem gjaldið væri ekki í samræmi við veitta þjónustu og þar með nokkurs konar skattur. Ábyrgðarlaust að leggja málið svona upp Jón Atli Bendiktsson, rektor Háskóla Íslands segir fjarstæðukennt að krefja endurgreiðslu skólagjalda mörg ár aftur í tímann. „Það er alveg ljóst að skrásetningargjaldið er þannig að það er skilgreint sem þjónustugjald og þó svo að einhver hluti þessarar skilgreiningar væri þannig að það væri ekki í lagi þá þýðir það ekki að greiða þurfi allt gjaldið til baka. Það er búið að snúa málinu á haus. Við þurfum að rökstyðja betur hvað er þarna að baki. Stúdenta munu greiða þetta lögbundna skrásetningargjald sem núna er að hámarki 75 þúsund krónur en það þýðir ekki að það fari niður í núll krónur, það er út í hött að tala þannig og í raun ábyrgðarlaust að leggja málið þannig upp.“ Þér finnst fulltrúar Stúdentaráðs mistúlka niðurstöðuna? „Já og ég skil ekki hvers vegna þau fara þangað því það er ekki verið að afnema skrásetningargjaldið með þessum úrskurði heldur benda á að rökstyðja þurfi betur hvað liggur að baki gjaldinu. Gjaldið hefur verið óbreytt síðan 2014 en síðan þá hefur verðbólga aukist mikið og þjónusta við stúdenta aukist, en verkefni Háskóla Íslands og Háskólaráðs eru nú að fara betur yfir málið og rökstyðja gjaldið betur en ekki fella gjaldið niður. Það myndi hafa veruleg áhrif á háskólastarf á Íslandi og ekkert tilefni til þess.“ Háskólinn verði að skýra þjónustuna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, tekur undir með rektor og segir niðurstöðuna ekki kveða á um endurgreiðslu skrásentingargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt heldur einungis hluti þess. „Það er auðvitað þannig að niðurstaðan kveður ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt. Niðurstaðan er skýr um að útreikningar á hluta gjaldsins sé ábótavant og það er auðvitað mjög alvarlegt. Þjónustugjöld gera ríkar kröfur um að þar falli einungis undir sá kostnaður sem hlýst af þjónustu við nemendur og það þarf að vera fullnægjandi útreikningar að baki og það er það sem nefndin bendir á með hluta gjaldsins og nú liggur verkefnið hjá Háskólaráði að takast á við þessa niðurstöðu.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14