„Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2023 21:30 Orri Páll Jóhannsson er formaður þingflokks VG. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa, í sérstakri neyðarumræðu um ástandið þar. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kom fram að Ísland hefði samþykkt ályktunina, ef breytingatillaga Kanada hefði náð fram að ganga, en hún fól í sér aukna áherslu á fordæmingu á Hamas. Það gerði hún hins vegar ekki, og því sat Ísland hjá. Boðað var til mótmæla við utanríkisráðuneytið með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Nokkur hundruð manns komu saman við ráðuneytið, en mótmælin voru boðuð af félaginu Ísland-Palestína. Formaður félagsins segir hjásetuna sérstakan heigulshátt. „Í þessari ríkisstjórn er Sjálfstæðisflokkurinn með utanríkismálin. Þeir hafa alltaf stutt Ísrael, alltaf. Og þeir fara sínu fram með þessu,“ sagði Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, á mótmælafundi við utanríkisráðuneytið í dag.Vísir/Steingrímur Dúi Mæting á mótmælin hafi verið einkar góð, í ljósi þess hve þau voru boðuð með stuttum fyrirvara. Frá ráðuneytinu hélt hópurinn niður Laugaveg og á Austurvöll. „Það hefur alltaf verið þannig að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga, í þeim könnunum sem hafa verið gerður, styður málstað Palestínu. Og það er sennilega bara að aukast, enda er að koma betur og betur í ljós hvert hlutskipti Palestínumanna er og hvernig alþjóðasamfélagið hefur svikið þá,“ sagði Hjálmtýr. Segja ályktunina samhljóma stefnu Íslands Þingflokkur Vinstri grænna sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag. Flokkurinn teldi að samþykkja hefði átt ályktunina óbreytta. Þingflokksformaðurinn lýsir furðu á að fastanefnd Íslands hafi setið hjá. „Sér í lagi í ljósi þess að ályktunin og orðalag hennar er í fullu samræmi við málflutning íslenskra stjórnvalda hingað til,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks VG. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, sagði hins vegar við Morgunblaðið í dag atkvæðagreiðslan endurspeglaði afstöðu Íslands, og að ekki væri hægt að gefa afslátt þegar kæmi að því að fordæma hryðjuverk. Orri segir mikilvægast að vopnahlé komist á sem fyrst. „Allt þref um texta og orðalag er hjóm, í samhengi þess ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs.“ Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa, í sérstakri neyðarumræðu um ástandið þar. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kom fram að Ísland hefði samþykkt ályktunina, ef breytingatillaga Kanada hefði náð fram að ganga, en hún fól í sér aukna áherslu á fordæmingu á Hamas. Það gerði hún hins vegar ekki, og því sat Ísland hjá. Boðað var til mótmæla við utanríkisráðuneytið með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Nokkur hundruð manns komu saman við ráðuneytið, en mótmælin voru boðuð af félaginu Ísland-Palestína. Formaður félagsins segir hjásetuna sérstakan heigulshátt. „Í þessari ríkisstjórn er Sjálfstæðisflokkurinn með utanríkismálin. Þeir hafa alltaf stutt Ísrael, alltaf. Og þeir fara sínu fram með þessu,“ sagði Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, á mótmælafundi við utanríkisráðuneytið í dag.Vísir/Steingrímur Dúi Mæting á mótmælin hafi verið einkar góð, í ljósi þess hve þau voru boðuð með stuttum fyrirvara. Frá ráðuneytinu hélt hópurinn niður Laugaveg og á Austurvöll. „Það hefur alltaf verið þannig að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga, í þeim könnunum sem hafa verið gerður, styður málstað Palestínu. Og það er sennilega bara að aukast, enda er að koma betur og betur í ljós hvert hlutskipti Palestínumanna er og hvernig alþjóðasamfélagið hefur svikið þá,“ sagði Hjálmtýr. Segja ályktunina samhljóma stefnu Íslands Þingflokkur Vinstri grænna sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í dag. Flokkurinn teldi að samþykkja hefði átt ályktunina óbreytta. Þingflokksformaðurinn lýsir furðu á að fastanefnd Íslands hafi setið hjá. „Sér í lagi í ljósi þess að ályktunin og orðalag hennar er í fullu samræmi við málflutning íslenskra stjórnvalda hingað til,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks VG. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, sagði hins vegar við Morgunblaðið í dag atkvæðagreiðslan endurspeglaði afstöðu Íslands, og að ekki væri hægt að gefa afslátt þegar kæmi að því að fordæma hryðjuverk. Orri segir mikilvægast að vopnahlé komist á sem fyrst. „Allt þref um texta og orðalag er hjóm, í samhengi þess ástands sem er fyrir botni Miðjarðarhafs.“
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira