Leggur til sektir fyrir slæma hegðun foreldra Jón Þór Stefánsson skrifar 1. nóvember 2023 16:16 Jón Gunnlaugur Viggósson fyrrverandi handknattleiksmaður, íþróttastjóri, unglingalandsliðsþjálfari og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands segir að sérsamböndin í íþróttahreyfingunni hafi sofið á verðinum. Jón Gunnlaugur Viggósson, fyrrverandi handknattleiksmaður og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands, leggur til að íþróttafélög verði sektuð fyrir slæma hegðun foreldra á íþróttaleikjum barna sinna. „Ég hef mjög gaman af æstum foreldrum, en það eru alltaf brot sem fara yfir strikið,“ segir Jón og telur að sérsamböndin hafi sofið á verðinum. „Það hafa allir séð að sérsamböndin sekti þjálfara fyrir misgáfuleg ummæli í fjölmiðlum og þeir fá kannski fimmtíu til hundraðþúsund króna sekt á félögin fyrir að hafa ekki hemil á þjálfurunum.“ segir hann og bætir við að mótsstjórar á íþróttamótum barna ættu að geta tekið upp á því sama gagnvart slæmri hegðun foreldra. „Þið getið ímyndað ykkur hvernig foreldrar myndu mæta á mót tvö, ef að á móti eitt hafi þessi foreldrahópur verið sektaður um fimmtíu til hundraðþúsund krónur fyrir óæskilega hegðun. Ég held að þetta vandamál yrði fljótt úr sögunni.“ Þetta kom fram í Pallborðinu sem var í beinni útsendingu á á Vísi og Stöð 2 í dag. Þar ræddi Jón Gunnlaugur um íþróttir barna ásamt Sif Atladóttur, verkefnastjóra Leikmannasamtaka Íslands, og Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um íþróttir barna og þættirnir Hliðarlínan verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þar sem menningin í kringum íþróttir barna hefur verið skoðuð frá ýmsum hliðum. Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, hvetur foreldra til að nálgast leik barnanna frekar af ást heldur en æsingi.Vísir/Vilhelm Setti svartan blett á mótið Sif lýsir leiðinlegu atviki sem hún lenti í á Símamótinu í sumar þar sem dóttir hennar var að leika. „Í flest skipti var þetta allt í lagi, en við lentum í svolítið leiðinlegu atviki. Dóttir mín er átta ára og spilar í sjöunda flokki og það gerist að foreldrar úr liði andstæðingsins voru ekki sammála því sem var að gerast og kalla yfir hana. Hún, átta ára, áttar sig alveg á því að það er verið að kalla á hana. Það var verið að óska eftir því hún yrði rekin út af og hitt liðið myndi fá vítaspyrnu.“ Hún segir þetta atvik hafa sett svartan blett á mótið. Þá hafi hún heyrt af fleiri samskonar málum frá öðrum foreldrum á mótinu. Sif Atladóttir, Jón Gunnlaugur Viggósson, og Sólveig Jónsdóttir ræddu um málefni barna í íþróttum í Pallborðinu.Vísir/Vilhelm „Hvert er hlutverk foreldra?“ spyr Sólveig. „Við þurfum að skilgreina þeirra hlutverk því foreldri eru ekki þjálfari.“ Hún segir að sín skoðun sé sú að foreldrar eigi að einbeita sér að því að vera styðjandi aðili í lífi barnsins. Sif hvetur foreldra til að prófa að taka því rólega á allavega einu íþróttamóti: „Prófa á einu móti að segja barninu að þú elskir að koma og horfa á það spila. Sjá hvernig gengur og sleppa því að taka einhverja umræðu. Ég held að það væri áhugavert að sjá.“ Pallborðið Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
„Ég hef mjög gaman af æstum foreldrum, en það eru alltaf brot sem fara yfir strikið,“ segir Jón og telur að sérsamböndin hafi sofið á verðinum. „Það hafa allir séð að sérsamböndin sekti þjálfara fyrir misgáfuleg ummæli í fjölmiðlum og þeir fá kannski fimmtíu til hundraðþúsund króna sekt á félögin fyrir að hafa ekki hemil á þjálfurunum.“ segir hann og bætir við að mótsstjórar á íþróttamótum barna ættu að geta tekið upp á því sama gagnvart slæmri hegðun foreldra. „Þið getið ímyndað ykkur hvernig foreldrar myndu mæta á mót tvö, ef að á móti eitt hafi þessi foreldrahópur verið sektaður um fimmtíu til hundraðþúsund krónur fyrir óæskilega hegðun. Ég held að þetta vandamál yrði fljótt úr sögunni.“ Þetta kom fram í Pallborðinu sem var í beinni útsendingu á á Vísi og Stöð 2 í dag. Þar ræddi Jón Gunnlaugur um íþróttir barna ásamt Sif Atladóttur, verkefnastjóra Leikmannasamtaka Íslands, og Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fimleikasambands Íslands. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað ítarlega um íþróttir barna og þættirnir Hliðarlínan verið sýndir á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þar sem menningin í kringum íþróttir barna hefur verið skoðuð frá ýmsum hliðum. Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, hvetur foreldra til að nálgast leik barnanna frekar af ást heldur en æsingi.Vísir/Vilhelm Setti svartan blett á mótið Sif lýsir leiðinlegu atviki sem hún lenti í á Símamótinu í sumar þar sem dóttir hennar var að leika. „Í flest skipti var þetta allt í lagi, en við lentum í svolítið leiðinlegu atviki. Dóttir mín er átta ára og spilar í sjöunda flokki og það gerist að foreldrar úr liði andstæðingsins voru ekki sammála því sem var að gerast og kalla yfir hana. Hún, átta ára, áttar sig alveg á því að það er verið að kalla á hana. Það var verið að óska eftir því hún yrði rekin út af og hitt liðið myndi fá vítaspyrnu.“ Hún segir þetta atvik hafa sett svartan blett á mótið. Þá hafi hún heyrt af fleiri samskonar málum frá öðrum foreldrum á mótinu. Sif Atladóttir, Jón Gunnlaugur Viggósson, og Sólveig Jónsdóttir ræddu um málefni barna í íþróttum í Pallborðinu.Vísir/Vilhelm „Hvert er hlutverk foreldra?“ spyr Sólveig. „Við þurfum að skilgreina þeirra hlutverk því foreldri eru ekki þjálfari.“ Hún segir að sín skoðun sé sú að foreldrar eigi að einbeita sér að því að vera styðjandi aðili í lífi barnsins. Sif hvetur foreldra til að prófa að taka því rólega á allavega einu íþróttamóti: „Prófa á einu móti að segja barninu að þú elskir að koma og horfa á það spila. Sjá hvernig gengur og sleppa því að taka einhverja umræðu. Ég held að það væri áhugavert að sjá.“
Pallborðið Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31